Breiðablik - 01.09.1909, Side 5
BREIÐABLIK
53
Þeir tala um, þessir sjö prestar, að
yfiriýsing' meirahluta á þingi hafi veriö
misskilin, og láta eins og þeir einir skilji
hana rétt. Vitaskuld geta þeir sagt um
hana þaö, sem þeim sýnist, eins og hver
annar. En yfirlýsingin er eign almenn-
ings, sögulegt skilríki, er allir, sem læsir
eru,eru bærir um aö dæma og hafajafnan
rétt til. Nýtt Kirkjublaö hefir vissulega
eins mikinn rétt til að leggja í hana þann
skilning, sem það gjörir, og þeir sinn.
Þeir sjö söfnuðir, er úr kirkjufélaginu
hafa gengið, hafa sannarlega jafnan rétt
til skilningsins, er þeir hafa lagt í yfir-
lýsinguna og þessir sjö prestar. Sjö
söfnuðir gegn sjö prestum—hvort verður
þyngra á metum ? Og líkur all-sterk-
ar eru til þess, að skilningur safnaðanna
verði skilningur sögunnar, þar sem
mikilhæfustu menn fósturjarðar vorrar,
sem ekkert eru við deiluna riðnir og búa
í mikilli fjarlægð, hafa lagt nákvæmlega
sama skilning í yfirlýsinguna um leið
og hún kom þeim fyrir sjónir, áður þeir
höfðu heyrt nokkurt álit um hana héðan
að vestan.
Ráðlegast væri þessum sjö prestum að
tala sem minstum “misskilning og rang-
færslur”. Helzt lítur ut fyrir, að þeir
skilji eigin yfirlýsingu sína alls eigi,
leggi í hana alt annan skilning nú en á
kirkjuþingi og sé annaðhvort aðfara með
blekkingar einar og óeinlagni við almenn-
ing, eða þá hreinasta óvit. Eru þeir ekki
einmitt að gera sig seka um þann mis-
skilning og rangfærslur, sem þeir saka
aðra um?
Eitt er víst og það er þetta, að með
þeirri innblásturskenningu, sem haldið
hefir verið fram af leiðtogum kirkjufé-
lagsins hingað til, hefir engin biblíu-rann-
sókn rétt á sér, eins og það orð er skilið
nú á dögum.
Á þessu leikur !
Með þessa yfirlýsingu sjö presta fyrir
augum spyrjum vér :
Hvað var samþykt í ágreinings málinu
á kirkjuþingi ?
Hver er kjarni ágreiningsins ?
Helzt lítur út fyrir, að ekkert hafi verið
samþykt á síðasta kirkjuþingi um Sam-
eininguna heldur, sem mark sé á takandi.
Enga merkingu má í neitt leggja, sem í
þeirri “makalausu” yfirlýsing stendur.
Hún er orðin að einni frámunalegri mark-
leysu frá upphafi til enda !
Eða geta þeir nú eftir þetta gjört
nokkura skynsamlega grein fyrir, hvað
eftir er í yfirlýsingu kirkjuþingsins, sem
má að nokkuru marki hafa ?
Svona rækilegur hefir handaþvottur-
inn verið !
En hvað þær eru seiglífar, þessar gyð-
inglegu siðvenjur ! Til dæmis þessi
handaþvottsathöfn til að lýsa sýknu
sinni. Að þetta skuli nú alt til enn hér
fyrir augum vorum, tuttugustu aldar
barnanna, sem þarna er talað um í 5.
Móseb.
Líkiðúti á víðavangi—kirkjuþings yfir-
lýsingin, sem lífið hefir verið smá-murkað
úr.
Skepnan, sem snúin hefir verið úr liði,
—kirkjufélagið.
Og prestar og öldungar að þvo hendur
sínar.
Er það elgi alt öldungis eins og í
gamla daga ? Von er þó gamla testa-
mentið sé haft í hávegum !
YFIRLÝSING.
Vegna þess að alvarleg óánægja á sér stað
í Quill Lake söfnuði, út af úrslitum síðasta
kirkjuþings,gjörir hann eftirfylgjandi yfirlýsingu:
Söfnuðurinn viðurkennir ekki, að stefna ‘Sam-
einingarinnar’ síðast liðið ár hafi verið réttmæt
stefna kirkjufélagsins og hann getur ekki að
ýmsu leyti fallist á þingsályktan meirihluta, við-
vikjandi trúmáladeilunni og þareð söfnuðurinu
sér ekki að meirihluti á síðasta kirkjuþingi hafi
gjört neina alvarlega tilraun til samkomulags,
fyrst þingið sá sér ekki fært að samþykkja miðl-
unartillögu síra Friðriks Hallgrímssonar
Lýsir Quill Lake söfn. yfir því, að hann segir
sig úr sambandi við hið ev. lút. kirkjufélag
Islendinga í Vesturheimi.
En telur sig jafnframt fúsan til að fylgjast með
kristilegum og friðsömum félagsskap, ef friður
yrði saminn milli flokkanna á komandi árum.