Breiðablik - 01.09.1909, Qupperneq 6

Breiðablik - 01.09.1909, Qupperneq 6
54 BREIÐABLIK Einkennib. RÆÐA EFTIR SÍRA HARALD NÍELSSON, flutt í Reykjavíkurdómkirkju x. agúst 1909. BÆN: Eilífi, mildiríki faðir ! Þú hefir kallað oss til þess að lifa í kærleiks- samfélag-i við þig, svo að vér yrðum allir eitt. Þú hefir sent son þinn í heiminn til að opin- bera oss þinn kærleika og þína dýrð og draga oss alla til þín. Gef oss að framganga sam- kvæmt kölluninni. Vér finnum svo sárt til þess, að kirkjan hefir syndgað svo mikið og syndgar enn svo mikið með öllum sínum deilum og þrætum um lítilsverð ágreiningsatriði. Gef oss því meira lítillæti, meiri hógværð, meira langlundargeð, svo að vér umberum hver annan í kærleika og kapp- kostum æ meir að varðveita einingu andans í bandi friðarins. Mikli, góði guð! Vertu með öllum þeim, sem líða vegna þess, að þeir af kærleika til þín og sannleikans verða að leggja út á nýjar brautir. Gefðu þeim uppbót fyrir það, sem mennirnir gera þeim, með því að fylla hjarta þeirra þínum friði, sem heimurinn getur ekki frá þeim tekið. Lát blessun streyma inn á þá frá samhug allra þeirra, er unna sérhverri sannleiksleit, og þakka hvert framfaraspor, af því að þeir vita að það flytur oss nær þér. Drottinn ! Þegar hugann svo að segja sundl- ar út af því, hve kirkja þín á jörðunni er sundur- greind og sundurtætt, þá gef oss að muna, að bak við alla greining liggur þó þráin eftir þér og þínum kærleika. Ó, mildiríki guð, gef mönn- unum að finna til þess, að trúin er ekki nema ein, þrátt fyrir alt, að hún er hið dýrðlega kær- kærleikssamband við þig. Tak blindnina burt, sem af þrætunum stafar, svo að allar kirkjudeild- ir megi finna til þass, að þær eru allar einn lík- ami. Lát þann tíma nálægjast, að þær geti með einum rómi, þrátt fyrir allan kenningamun, tekið undir orð postula þíns : ,,Einn drottinn, ein trú, ein skírn, einn guð og faðir allra, sem er yfir öllum og með öllum og í öllum“.—Já vertu í oss, svo að vér megum allir vera í þér. Amen. RŒÐUTEXTI: Matt. 7, 15—23. Gætið yðar fyrir falskennendum ? Það er mikilsverð áminning, því að hún felur óbeinlínis í sér þá erfiðu spurning, hverir prédika hinn sanna krístindóm ? Hvert er einkenni hinna sönnu kennenda? Eða með öðrum orðum: hvað er hinn sanni kristindómur ? Sú spurning hefir verið lengi uppi í kristninni, er í raun og veru nær því jafngömul kristindóminum, og hefir að líkindum þegar verið farin að gera vart við sig, er guðspjallamaðurinn reit þessi ummæli Krists á þennan stað í guðspjall sitt. Þessi spurning gerir og mjög vart við sig á vorum dögum. Og vér skulum því nota þessa guðsþjónustustund, til þess að varpa ljósi yfir hana. Og þá verð eg fyrst að gera grein fyrir, við hvað guðspjallamaðurinn átti, er hann talaði um falskennendur. ,,Gætið yðar fyrir falskennendum“. Svo er viðvörunin orðuð í hinni eldri bibl- íuþýðing vorri. Og sú biblíuþýðing er tekin upp í handbókina. En hér af pré- dikunarstólnum las eg guðspjallið upp úr nýja testamentinu sjálfu, nýju þýðing- unni. Þar er viðvörunin orðuð svo: , ,Gætið yðar fyrir falsspámönnum’, Og sú þýðing er vitanlega réttari. Því að í gríska frumtextanum hefir þar aldrei staðið an'nað síðan nýja testamentið varð til. Og það er nokkur munur á spá- mcnnum og kennendum. Gamla þýðing- in er röng á þessum stað, eins og víða annarstaðar. En hvernig á því stendur, að spámenn hafa orðið að kennendum, er skiljanlegt, þegar maður þekkir sögu kristilegrar kirkju. Á postulatímabilinu voru aðalkennendurnir í kristnum söfn- uðum kallaðir spámenn. Þá prédikuðu þar ekki menn, sem setið höfðu við nám um mörg ár, heldur þeir menn einir, er höfðu þá gáfu til að bera, sem í nýja testamentinu er nefnd náðargáfa eða anda-gáfa. Og athugið þér svo g'uð- spjall dagsins, og þá verður yður það ljósara. Jesús er að vara þar við falsspá- mönnum, sem komi fram í söfnuðunum.

x

Breiðablik

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.