Breiðablik - 01.09.1909, Síða 7
BREIÐABLIK
55
Og einkennið á þeim er eigi að eins þaS,
að þeir séu úlfar í sauðarklæðum, heldur
og það, sem tekið er fram í niðurlag'i
guðspjallsins: þeir játa trú á Jesum,
kalla hann herra; og þeir spá með hans
nafni, reka út illa anda með hans nafni
og gjöra kraftaverk með hans nafni.
Að kennendurnir í hinutn fyrstu kristnu
söfnuðum gerðu slík kraftaverk, það var
talið eðlilegt og þess væntu menn. Guð-
spjöllin segja beinlínis frá því, að Jesús
hafi sent út lærisveina sina, eigi að eins
til þess að prédika, heldur og til að gjöra
slík náðarverk. Og Markús segir, að
Jesús hafi sagt að lokum við lærisveina
sína: Þessi tákn skulu fylgja þeim, er
trúa: í mínu nafnl munu þeir reka út illa
anda, tala nýjum tungum, leggja hendur
yfir sjúka o.s. frv. Og í fullu samræmi
við það talar Páll postuli um andagáfurn-
ar eða náðargáfurnar með kristnum
mönnum í söfnuðunum í Korintuborg.
Hann talar einkum um þær í i2. kap.
fyrra Korintubréfsins. Þar segir hann
meðal annars þetta: ,,Því að einum veit-
ist fyrir andann að mæla af speki, en
öðrum að mæla af þekkingu....; öðrum
trú í hinum sama anda; öðrum lækninga-
gáfur....; öðrum framkvæmdir krafta-
verka; öðrum spámannleg gáfa; öðrum
greining anda ; öðrum tungutalsgáfa ;
en öðrum útlegging tungna“. Og síð-
ar í sama kapítula segir hann: ,,Og guð
hefir sett nokkura í söfnuðinum fyrst
postula, í öðru lagi spámenn, í þriðja
lagi fræðara, þar næst kraftaverk, enn-
fremur náðargáfu til lækninga, líknar-
störf, stjórnarstörf ogtungutal.“ Hér
eru spámennirnir taldir næstir postulun-
um sjálfum. Þessir spámenn voru aðal-
prédikarar í fyrstu kristni. Þeir töluðu
í einkennilegu hrifningarástandi af yfir-
náttúrlegum andakrafti, urðu það sem
hinn sami postuli kallar ,,frásér numdir“,
og var þá sem æðri heimur vísdóms og
þekkingar lykist upp fyrir þeim. Og þá
þá sögðu þeir stundum fyrir óorðna hluti.
í því efni er nægilegt að minna á postula-
söguna. Þegar Páll er á ferð til Jerúsa-
lem, spáir Agabus spámaður honum því
eða segir honum það fyrir, að hann muni
verða tekinn höndum af Gyðingum í Jerú-
salem (Post. 21, 10 n.). Og sjálfur segir
Páll eitt sinn á þeirri leið, að hann viti
eigi, hvað muni mæta sér, nema hvað
keilagur andi birti sér í hverri borg (þ. e,
gegn um spámenn safnaðanna), að fjötrar
og þrengitigar bíði sín (Post. 20, 23, sbt.
21, 4). Og þeir sdádómar rættust, eins
og vér vitum.
En spámaðurinn þurfti að vera undir
leiðsögu heilags anda, til þess að hann
væri sannur spámaður, til þess hann væri
guðitinblásinn. Fyrir því skiljum vér og
áminning Jóhannesar postula: ,,Trúið
ekki sérhverjum anda, heldur reyniðand-
ana, hvort þeir séu af guði;þvíað margir
falsspámenn eru farnir út í heiminn“.
Falsspámennirnir voru undir illu anda-
valdi. Og nú er talað í guðspjallinu um
það, hvernig eigi að fara að þekkja þá
frá sönnurn spámönnum. Og þar nægir
ekki hin ytri játning. Þeir kunna að
vera ákafir í því að telja Jesúm herra og
játa trúna á hann, og jafnvel nota nafn
hans til kraftaverka, og þó verið falsspá-
menn, úlfar í sauðaklæðum. Eitt af
þeim kraftaverkum, sem Jesús framdi
tíðast, eftir því sem guðspjöllin segja frá,
var að losa menn undan slíku illu anda-
valdi; hann rak út af mönnum illa anda,
eða læknaði djöfulóða mean.
A öll þessi dularöfl, sem svo mikið er
talað um í nýja testamentinu, hefir kirkja
vor verið mjög skilningslítil, og eigi all-
fáir menn innan hennar hafa ætlað, að
í þessu efni hafi einhver hálfgerð hjátrú
drotnað meðal frumsafnaðanna og Jesús
sjálfur lagað sig eftir eða verið háður
röngum hugmyndnm sinna tíma á þess-
um hlutum, og alt þetta tal um náðar-
gáfur sé hjal eitt, eins og líka djöfulæðið
hafi ekki verið annað en geðveiki. En
sálarfræðisrannsóknir þær, sem nú hafa