Breiðablik - 01.09.1909, Síða 10
5§
BREIÐABLIK
Kristur gfefur engar reglur um það,
hvernig' greina eigi þá sundur, falsspá-
menn og sanna spámenn eftir kenning-
unum. Hann talar ekki um að nein
kenning skeri úr. En hann bendir á
annað einkenni. Hann bendir á líf þeir-
ra, breytni þeirra. Af ávöxtunum skul-
uð þér þekkja þá. Eins og vér höfum
órækan vott um eðli og ástand trésins,
einkum um það, hvort það sé heilbrigt
eða skemt, í ávextinum, sem áþvísprett-
ur, svo kemur og sálarástand mannsins
fram í verkum hans. Og fyrir því bætir
hann því við,að þeir einir komist í himna-
ríki, sem geri vilja síns himneska föður.
Alt sé undir því komið.
En nú haldið þér ef til vill áfram að
spyrja og segið : Eg er litlu nær fyrir
þetta. Það er svo erfitt að vita, hvað er
guðs vilji og hvernig eg á að gera hann.
í því efni hefir Jesús vísað vel til veg-
ar. Hann hefir ekki eftirlátið oss neitt
trúfræðikerfi og enga siðfræði og
og engar trúarjátningar. Hann lét
sér nægja að gefa lærisveinum sínum
eitt nýtt boðorð: að þeir elskuðu hver
annan. Þar er einkenniQ. Hvað sem
guðspjöllunum kann að bera á milli—og
þeim ber á milli—í því atriði er enginn
munur : það sem Jesús heimtar af læri-
sveitium sínum er elskan, kærleikurinn
til guðs og manna. Þrjú fyrstu guð-
spjöllin orða það svo : þú skalt elska
drottin guð þinn af öllu hjarta þínu og
náunga þinn eins og sjálfan þig. Jóhann-
esar-guðspjall, sem er hinum að svo
mörgu ólíkt, er stöðugt með þá kröfu.
Einna átakanlegast kemur það fram í
bæn drottins á skilnaðarstundinni, þar
sem hann biður til síns himneska föður
með dauðann fram undan sér og skilnað-
arviðkvæmni og hrygð í hjarta. Það
orðar höfundur Jóhannesar-guðspjalls
svo :
,,En eg bið ekki einungis fyrirþessum,
heldur og fyrir þeim, sem trúa á mig
fyrir orð þeirra ; til þess að þeir séu allir
eitt, eins og þú, faðir, ert í mér og eg í
þér, til þess að þeir og séu í okkur ; til
þess að heimurinn skuli trúa, að þú hafir
sent mig. Og dýrðina, sem þú hefir
gefið mér, hefi eg gefið þeim, til
þess að þeir séu eitt, eins og við erum
eitt, eg í þeim og þú í mér “(Jóh. 17,20-
12). Þessi dýrð, sem hann talar um, er
það ekki hið undursamlega og dýrðlega
kærleikssamband við hann og föðurinn ?
Og er það ekki af því kærleikssam-
bandi, sem elskan til bræðranna sprett-
ur? Er þetta ekki einkennnið ?
Kom Jesú til hugar að þeir yrðu allir
eitt í skoðunum, í kenningum ? Var það
ekki heldur hitt : að þeir yrðu allir eitt í
kærleikanum? Eg hygg hann hafi geng-
ið út frá því sem sjálfsögðu, að kenning-
arnar yrðu mismunandi og að þá mundi
greina á í ýmsum atriðum. Hann hélt
víst ekki,að kenningarnar yrðu allar eins
hjá þeim öllum. Til þess þekti hann
lífið of vel og til þess þektl hann
manneðlið of vel. Lífið er svo marg-
breytilegt bæði fyrir utan osá og í oss,
að það er óhjákvæmilegt annað en að
skoðanirnar verði mismunandi á svo
mörgu, er snertir trúna. Því að trúin
verður hjartað í lifsskoðun vorri. En
lífsskoðunin öll mótast af þekking vorri
á alheiminum og skoðunum vorum á
lífinu yfirleitt. En þekking vor á hvoru-
tveggja er í molum, og enn sjáum vér
sem í spegli og í ráðgátu. Hins vegar
knýr sú meðvitund mennina stöðugt
áfram til nýrrar og nýrrar sannleiksleit-
ar. Og öll sannleiksleit er ’eit að guði,
leit að fullkomnari þekking á honum,
sem alt hefir skapað og er ,,alt í öll-
um“. Sé hún gerð af hreinskilni, hlýtur
hún að verða til góðs. Mennirnir kunna
að villast í bili að einhverju leyti, en guðs
andi leiðir þá að lokum á rétta leið, er
leita sannleikans af einlægum hug.
Kristur hefir sjálfur hvatt oss til að
leita : ,,leitið og þér munuð finna, knýið
á og mun fyrir yður upp lokið verða “.