Breiðablik - 01.09.1909, Page 11
BREIÐABLIK
59
Postular Krists og höfundar nýja
testamentis ritanna voru ekki ávalt sam-
mála í öllum skoöunum. Síöur en svo.
Páll segir frá því, að svo ósamþykkur
hafi hann eitt sinn verið Pétri, aö hann
hafi orðið að standa gegn honum upp í
opin augun. Aftur á móti er Jakob
töluvert annarrar skoðunaren Páll í einni
aðalkenningunni. Páll segir, að mennirn-
ir réttlætist af trúnni án verkanna.
Jakob spyr, hvað það stoði, þótt einhver
hafi trú, en hafi eigi verk ? Mun trúin
geta frelsað hann ? Og hann neitar því
og segir að trúin sé dauð, hafi hún ekki
verk. Báðir taka þeir sama dæmið til
útskýringar máli sínu, hlýðni Abrahams,
þá er hann átti að fórna ísak. Af þess-
um ummælum gamla testamentisius um
það : ,,En Abraham trúði guði, og það
var reiknað honum til réttlætis“, draga
þeir nákæmlega mótsettar ályktanir. Páll
segir: Þetta sannar að Abraham rétt-
lættist af trú. En Jakob segir : Þetta
sannar, að Abraham réttlættist af verk-
um. Óneitanlega eru þeir hvor á sinni
skoðun. En þó fundu þeir Páll og Pétur
og Jakob og Jóhannes til þess, að þeir
voru allir eitt, og ekki mundi þeim hafa
komið til hugar að fara að víkja hveröðr-
um úr kritsilegum söfnuði eða kirkjufé-
lagi með neins konar fyrirdæmingarsam-
þyktum. Þeir vissu og fundu, að þeir
voru allir eitt í kærleika drottins. Þeir
voru sannfærðir um, að mest var um það
veit að lifa í honum. Fyrir því leggur
Jakob svo ríka áherzlu á það, að vera
orðsins gerendur, og ekki að eins þess
heyrendur, og sýna kærleikann í breytn-
inni við meðbræðurna. Og Páll er hon-
um sammála í því og segir.að kærleikur-
inn sé fylling lögmálsins. Og um þann
kærleika hefir hann ritað svo fagurlega,
að mér finst það standa hverri óðsnild
ofar, sem heimurinn þekkir enn. Og þar
tekurhann það fram, að þótt hann hefði
alla trúna, svo að færa mætti fjöll úr
stað, en hefði ekki kærleika, þá væri
hann ekki neitt. Eg bið yður, vinir nún-
ir, lesið 13. kapítulann í fyrra Korintu-
bréfinu ; lesið hann hvað eftir annað, og
vitið þér svo, hvort þér séuð í vafa um
einkennið. Og um þetta er Jóhannes
þeím sammála, Jakobi og Páli. í bréfi
sínu segir hann meðal annars þetta :
,,Guð er kærleikur, og sá, sem er stöð-
ugur í kærleikanum, er stöðugur í guði
og guð er stöðugur íhonum.“ Og í
þessu atriði er Pétur ekkert hikandi.
,,Umfram alt hafið brennandi kærleika
hver til annars, því að kærleikur hylur
fjölda synda“. Þeir mundu allir, hvað
Jesús hafði sagt þeim í dæmisögunni um
dómsdag. Þegar kouungurinn fer að
dæma, spyr hann ekki um nein trúar-
atriði, heldurum miskunnar-eða kærleiks-
verkin, hvort þau hafa verið unnin, eða
ekkiunnin. Þér kannist við þessi orð :
,,Komið, þér hinir blessuðu föður míns.
Þvíað hungraður var eg og þér gáfuð
mér að eta ; þyrstur var eg og þér gáfuð
mér að drekka ; gestur var eg og þér
hýstuð mig ; nakinn og þér klædduð mig;
sjúkur og þér vitjuðuð mín ; í fangelsi og
þér komuð til mín.....Sannlega segi eg
yður, svo framlega sem þér hafið gert
þetta einum þessara bræðra minna, sem
minstir eru, þá hafið þér gert mér það. “
—Með öðrum orðum : mennirnir verða
að lokum eingöngu dæmdir eftir því,
hvort þeir hafa lifað í kærleika Krists eða
ekki.
Nú langar mig til að spyrja eins.
Hvar hefir þú mætt því, sem mest gildi
hefir, því er þér finst dýrðlegast ? Hugs-
aðu til dæmis um hana móður þína.
Varþaðþað, sem þér fanst dýrðlegast
við hana, hve vel hún kunni skil á trúar-
játningum og öðrum deiluatriðum kirkju-
deildanna? Var það ekki miklu fremur
hitt, hve hún var góð við þig, hvað hún
lagði mikið í sölurnar, hvað hún gat
fyrirgefið mikið ? Fanst þér aldrei til
um, hve undirgefnin var mikil í mótlæt-
inu og þolinmæðin og trúnaðartraustið