Breiðablik - 01.09.1909, Page 12
6o
BREIÐABLIK
á guöi í erfiöteikum lífsins ? Var það
ekki fremur bænrækni hennar og guðs-
ótti, sem vakti lotning- þína, svo aö þú
getur aldrei gleymt benni, heldur en
stælur út af trúmálum ? Finst ykkur
ekki þið blátt áfram verða brosleg, efþið
tækjuð að ímynda ykkur, að það sem
hefði verið dýrðlegast við hana, hafi verið
skilgreining hennar á einhverjum kenn-
ingum og fastheldni hennar við þær?
Þá greindi sjálfsagt á um ýmislegt
Pál og Pétur og Jakob og Jóhannes. En
þeir fundu svo lítið ril þess, sem á milli
bar, af því að kærleikurinn var svo mikill
og fögnuðurinn svo ríkur í sálunni út af
opinberun drottins og kærleikssamband-
inu við hann. í honum höfðu þefr mætt
því, er eitt hefir gildi, því sem þeim fanst
dýrðlegast. Og svo hafði annað komið
fyrir þá : hann hafði verið frá þeim hrifinn
út í dauðann; þá héldu þeir í hrygð sinni,
að samfélaginu við hann væri lokið. En
síðan hafði hann birzt þeim upprisinn og
með því gert fögnuð þeirra fullkominn.
Gleðin, dýrðin, lífið—alt var orðið eilíft.
Ekkert gat slitið þá frá kærleika guðs í
Kristi. í þeim dýrðarljóma varð skoð-
anamunurinh lítilsvirði.
í þessum kærleika Krists geta allar
kirkjudeildir og sértrúarflokkar orðið eitt.
Hitt er óvíst, hvort þær verða nokkurn
tíma sammála um öll trúaratriðin, enda
ekki einu sinni víst, að það sé æskilegt.
Þetta er einingarmarkið. Heyrum
aftur, hvað hann sjálfur sagði : “Nýtt
boðorð gef eg yður, að þér elskið hver
annan, eins og eg hefi elskað yður. Af
því skulu allir þekkja, að þér eruð mínir
lærisveinar, ef þér berið elsku hver til
annars. “
Engin tegund rétttrúnaðarins er þess-
ari betri. ,,Eg er kominn til þess að
þeir hafi líf og hafi nægtir“ (Jóh.io, io).
í kærleika hans hefir trúin allsnægtir
Þetta eru trúarbrögð Jesú, þetta er
er hans kristindómur. Þ etta hlýtur og
að verða trúarbrögð komandi kynslóða,
þeirra kristindómur. Og þetta ersannur
kristindómur. Og hann hefir í raun og
veru aldrei verið neitt annað.
,,Þetta er hið eilífa lífið, að þeir þekki
þig, einan sannan guð, og þann sem þú
sendir, Jesúm Krist. “
DANÍELS-BÓK.
INS og kunnugt er, hefir
Daníel lengi verið talinn með
svo - nefndum stærri spá-
mönnum. í |hebresku biblí.
unni er samt sem áður bók
sú, er kend er við Daníel,
eigi talin með bókum spámannanna,
heldur sett á mílli Esterarbókar og Esra
og slcipað í flokk bóka, sem kallaður er
ritin.
Daníels bók er bæði lík og ólík ritum
smámannanna. Hún er lík þeim, að
því er sterka og ákafa trú á guðlega for-
sjón snertir og komu guðs ríkis. En
líkíngar, ímyndunarafl og dularatriði
gjöra hana einstaka í hópi g. t. ritanna.
Fyrirmyndarinnar verður vart hjá spá-
mönnunum Esekíel og Sakaría. Daníels-
bók er eiginlega eins konar opinberunar-
bók, enda fyrirmynd síðustu bókar nýja
testamentisins,sem ber það nafn, og mik-
illa bókmenta sömu tegundar, sem eigi
voru teknar inn i hið helga ritsafn. Ætl-
unarverk þeirra var að lesa sögu ókom-
inna alda út úr sögu liöinnar tíðar og
samtíðar höfundarins, þeirri kynslóð, er
þá var uppi, til huggunar og trúarstyrk-
ingar (Behrmann).
Efni 6 fyrstu kapítulanna eru nokkurar
sögur; segja þær fyrst frá fastheldni Dan-
íels og vina hans við trú þeírra, og þar
næst frá yfirburðum þess guðs, er þeir
trúðu á, yfir guðum Babýloníumanna.
í seinni 6 kapítulunum er sagt fráfjórum