Breiðablik - 01.09.1909, Qupperneq 16
64
BREIÐABLIK
um neina fölsun að ræða. Á þeirri tíð
var það venja, góð og gild, að velja bók-
um sínum nafn einhvers mikils manns,
sem uppi hafði verið, og leggja orð sín
honum í munn.
Ef sannindum kristindómsins væri
hrundið um leið og sannað væri, að
Daníels-bók hafi til orðið nokkurum öld-
um síðar en ætlað hefir verið,stæði trú vor
ekki föstum fótum og þá væri vissulega
mikil hætta á ferðum. En svo er fyrir að
þakka, að kristindómur og trú stendur
jafn-óhaggað eftir sem áður. Það kem-
ur máli trúar vorrar og sáluhjálparvon
alls ekkert við, hve nær einhver bók er
færð í letur.
Guði sé lof; grundvöllur trúar vorrar
er haldbetri en svo!
ANDVÖKUR.
SVO nefnir skáldið Stephan G. Stephansson
ljóðmælasafn sitt, sem nú er út komið í
tveim bindum, og- hins þriðja von innan fárra
mánaða. Bækurnar eru prentaðar í Reykjavík
(Gutenberg) og frágangur hinn snotrasti, fyrra
bindið 324 bls., hið síðara 320 í dökkrauðu
bandi einkar-laglegu. Þegar öll bindin þrjú eru
út komin,verður þetta eitt stærsta og auðugasta
ljóðasafnj sem vér eigum á íslenzku, og slagar
jafnvel að vöxtum býsna vel upp í Matthíasar-
bindin fimm, sem öll eru minni.
Bækur þessar eru gefnar út af nokkurum
íslendingum í Vesturheimi. Hafi þeir þökk
og heiður íyrir. í>eir hafa gjört sjálfum sér
til sóma og þjóð vorri. Eg tel það eitt mesta
þjóðræknisverk, sem eftir vestur-íslenska menn
liggur. Enda lá það þeim næst. Garð þeirra
hefir skáldið gjört frægan með sínum ágætu
ljóðum. Með því að hlaupa undir bagga með
útgáfuna, sem stór-mikill kostnaður hlýtur að
vera samfara, hafa útgef. séð um, að þessi veg-
legi skeríur til ísl. bókmenta, kæmi að öllu leyti
héðan að vestan. Fegurri uppbót brottflutn-
ingsins var naumast unt að bjóða fósturjörð
vorri.
Ein bezta sending, sem pósturinn hefir lengi
fært, fanst mér það minsta kosti. Eg sat með
bækurnar, það sem eftir vardags—gat ekki slept
þeim. En svo kom annríkið og lokaði skápnum.
Miklu betur þarf að lesa og hugsa um margbreytt
og mikið efni, til þess að geta um dæmt af skyn-
samlegu viti. Hve nær sem það tekst, mun eg
hér*í blaðinu tala um eitthvað af því sem í hug-
ann kemur og leitast við að gjöra skil eftir föng-
um.
Mikið hefir verið um það rætt, hve torskilin
ijóð Stephans sé. Eg skal eigi móti því bera,
að það hefir mér ósjaldan sjálfum fundist. En
það er nokkuð annað að lesa slík ljóð í dagblöð-
um, þar sem augað er vant við að fljúga }'fir
efnið eða efnisleysið, og enginn á sér nokkurrar
áreynslu von, en vill fljúga yfir eins og á skaut-
um á hálum ísi. Óþolinmæðin vaknar, hvað lítið
sem nema þarf staðar til að hugsa. Verður þá
margur hvumsi, hendir blaðinu og tautar fyrir
munni sér: Skárra er það nú torfið !
En við fljótan lestur hefi eg sannfærst um, að
miklu minna verður um það talað og til þess
fundið af þeim, sem nú taka sér bækur þessar í
hönd til að lesa og njóta. Mönnum, jafnvel al-
mennum lesendum, munu þá finnast Ijóðin miklu
auðveldari en þeir gjöra sér í hugarlund. Lang-
oftast er hvenum meðalmanni engin ofætlan að
skilja. Og nautnin er miklu meiri en all-flestir
hafa hugmynd um. Hugsanaauður er hér svo
mikill, að hann er eigi meiri hjá nokkuru ísl.
skáldi — meiri en í nokkuru ljóðasatni öðru eftir
nokkurt íslenzkt skáld, — svo djúpt finst mér
óhætt að taka í árinni. Einar Benediktsson
kveður nú Stepháni að þessu leyti líkast og þykir
eigi síður dulur. Hjá báðum eru hugsanir nýrr-
ar tíðar í stórfelduin umbrotum.
Allir Vestur-íslendingar ætti að kaupa og
lesa—sýna sjálfum sér og skáldinu, sem vaxið
hefir með þeim, þá ræktarsemi. Bækurnar
mega heita ódýrar,$3.5o allar þrjár í góðu bandi.
BREIDABLIK
Mánaðarrit til stuðnings íslenzkri menning:.
Fridrik J. Bergmann
ritstjóri.
Heimili: 259 Spence St., Winnipeg, Canada.
Telephone 6345.
Utgefendur:
Breidablik Publishing Co.,
P. J. Thomsen,
ráðsmaður.
552 McGee St., - Winnipeg, Canada.
Verð : Hver árg. 1 doll., á íslandi 4 kr.
Hvert eintak 10 cts.
Borgist fyrirfram.
Prentsmiðja Ólafs S. Thorgeirssonar
678 Sherbrooke St., Winnipeg.^Man.