Breiðablik - 01.01.1912, Side 4

Breiðablik - 01.01.1912, Side 4
BREIÐABLIK 116 voru á dálitlum skemtibát aS sveima fram og- aftur og sýndust svo dæma- laust ánægðir yfir lífinu. Blíöalogn var og sterkur sólarhiti. Þeir höfðu smeygt sér úr treyju og vesti og sátu í bátnum í drifhvítum línskyrtum, strokn- um og stinnum, með stráhatta á höfði. En jafnvel stráhatturinn varð þeim ofheit- ur, svo þeir lögðu þá hjá sér og sátu ber- höfðaðir. Eg tók eftir,hvernig hár þeirra var skorið á alt annan veg en eg hafði átt að venjast, Það sat óhaggað með öllu, eins og þeir höfðu greitt það með mestu nákvæmni fyrir framan spegilinn í svefn- herbergi sínu um morguninn. Og skórn- ir á fótum þeirra svo vel fágaðir, að vel hefði mátt sjá sig í þeim. En út yfir tóku sokkarnir. Þeir voru með silki-ísaum. Það var í fyrsta sinn, að eg veitti því eft- irtekt, hve prúðmannlegur klæðaburður ungra manna getur verið. Svona mikla snyrtimensku hafði eg aldrei áður séð. Vildi eg verða svona, ef eg gæti, spurði eg sjálfan mig. Nei, hitt vildi eg þó ineta meir að reyna að læra eitthvað, ef eg með því móti mætti verða til einhvers nýtur. Svona hugsaði eg þá, umkomulaus drengur með dularblæju örlaganna fyrir augum, er eg horfði á land fyrsta sinni í hinum nýja heimi, þar sem spillingar- og hamingjuöflin togast á um mannsálina með meiri frekju en líklega nokkurs ann- ars staðar í heimi. Tuttugu og fimm ár liafði eg átt heima í Bandaríkjunum og • ivalt liðið vel. Mér hafði orðið betur og betur við land og þjóð.því lengur sem eg hafði verið. Hvergi þar sem eg hefi kynst, flnst mér að bræðralagshugmynd- iu vera nándar-nærri jafnlangt komin með þjóðunum og með Bandamönnum. Þar • r eins og ókunnum manni standi allar dyr opnar. Hvergi er maður jafn-fljótur ið kynnast og hvergi tekið jafn-ástúðlega, er um einhverja leiðbeining er að ræða. Ilvergi eru menn jafn-lítið látnir gjalda þess, þó þeir sé útlendingar. Og hvergi gefið tækifæri jafn-fúslega til að sýna, hvern mann hver og einn helir að geyma. Hæfilegleikar og mannkostir hvergi fljót- ar metnir en þar. Og hvergi meiri á- nægja að rétta þeim manni bróðurhönd, sem eitthvað vill áfram og langar til að gera gagn. Þessi bræðralagshugur og opna hjartaþel breiðir yfir marga galla og annmarka amerískrar menningar. Það er einmitt bræðralagshugmyndin, sem er göfugasta einkenni hennar, ef eg skil rétt. Hvert það var sumarblíðan og sólskin- ið og náttúrufegurðin, sem gerði mér svona hlýtt um hjarta, eða endurminn- ingarnar um liðna æfi og kynni mín af þessarri miklu menningarþjóð nútímans, veit eg ekki. Alt í einu var eg kominn út á skip. Það var búið að vísa mér á herbergi mitt. Eg var búinn að koma þar öllu fyrir með mestu nákvæmni, þeg- ar ungur Englendingur kom þar inn og sagðist eiga að verða til þess að þrengja þar aö mér og gera mér lífið leiðinlegt. Eg sagði bonum mér litist svo á hann,að okkur myndi koma mæta vel saman, ef eg ekki revndist því verr, og að mér myndi verða mikil ánægja að henum á leiðinni. Hann kom frá Chicago, þar sem hann hafði verið þau fimm ár, er lið- in voru frá því hann fór frá foreldrum sínum á Englandi og var nú á leið til að belmsækja þau. En eigi vildi hann dvel- jast nema nokkurar vikur á Englandi. Svo fanst honum mikið til um, hve lífið væri míklu fjörugra og skemtilegra í Ameríku. Hann þreyttist aldrei á að hrósa Bandaríkjunum og fanst, að þar ættihverungurmaðuraðleita gæfu sinnar. Bæri hann sig nokkurn veginn skynsam- lega að, væri hann viss með að finna. Annars naut eg miklu mi'nna ánæg- junnar af að tala við þenna unga samferða- mann minn sökum þass, að hann var sjó- veikur nokkurn veginn alla leið, og var þó harla lítil ástæða til. En elskuverð- ara uugmenni né betur innrætt að öllu

x

Breiðablik

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.