Breiðablik - 01.01.1912, Side 5
BREIÐABLIK
leyti hefi eg aldrei haft að föruneyti. Var
auösætt a8 uppeldið hafði veriö gott og
eg spurði sjálfan mig, hvort þaö heföi
oröið jafn-gott, ef þessi ungi maÖur hefði
verið borinn og barnfæddur vestan hafs.
Er skipið var komið út af höfninni, var
fyrsti viðburðurinn sá, að hvert Marconi-
skeytiö kom á fætur öðru, frá öðru skipi,
er lagt hafði af stað litlu fyrr. Þau skeyti
voru eigi um nein stórmál. Þau voru
ekki um nein stórvægileg tíðindi eða við-
skitti milii þjóða. Síður en svo. Þó komu
þau eins ótt og skæða-drífa félli. Það
voru konur tvær, sín með hverju skipi,
sem skiftust þessum skeytum á. Tilefn-
ið var, að þeim hafði báðum verið sendir
blómvendir af vinum í borginni, en þeir
farist á víxl; sá, sem fara átti til Mrs. A.
fór til Mrs. B. og svo vice versa.
Ut af þessu merkismáli spunnust skeyta-
sendingar þessar. Fyrst hugsaði eg: hve
hégóminn er mikill í heiminum. En þar
næst hugsaði eg lengi um þessa dásam-
legu uppt'undning nútímans, sem að vissu
leyti er furðulegust þeirra allra. Og þá
ekki sízt um hitt, að menn eru farnir að
láta sér skiljast, aö nákvæmlega sama
undrið eigi sér staö í andans heimi. Þar
sé líka um þráðlausar skeytasendingar að
ræða úr einum mannshuga til annars. Nú
erþaö alment viöurkent mál,að sálarfræði-
rannsóknir vorra tíma hafi bætt inn í
þekkingarkerfi mannanna því mikilsverða
atriði, sem táknaö er með orðinu t e 1 e-
pathy — fjarskynjan. Það er í því
fólgið,að hugsanaflutningur verði á milli,
án þess eiginlega að unt sé að hugsa sér
nokkurt flutningsfæri.
Á þenna hátt getur það boriö við, að
þú segir einhverjum vini þínum í Ame-
ríku eða á íslandi leyndarmál. Og áður
varir er þaö flogið inn í huga einhvers
í Ástralíu eða Kína eða Parísarborg, án
þess sá, er þú talaðir við, hafi ferðast hið
allra minsta. Það er eins konar samúð í
fjarska. Enginn skilur. Hvert getur
getur flutningsfærið verið? Er það loftið,
>17
eins og þegar tónkvisl er snortin? Eða
er það Ijósvakinn, eins og þar sem um
segulaflið er að ræða? Eða er það eitt-
hvað, sem ekkert á skiltvið efnisheiminn,
algerlega sálarlegs eðlis? Eöa er sam-
bandinu milli andans og efnisins alt ann-
an veg farið en menn hafa gert sér í hug-
arlund og takmörkin annað hvort engin
eða þá mjög óljós? Um þetta er engum
manni unt að segja, enn sem komið er.
Miklu meira verða menn að vita, áður
þeim spurningum verður svarað. Það
bendir oss á heilarálfur í þekkingar heim-
inum, sem enn eru öldungis ónumið land.
En um leið á það, hve óumræðilega líkt
lögmálið í andans heimi virðist vera nátt-
úrulögmálinu í efnisheiminum. Hve ynd-
islegt verður að vera uppi -á þeirri öld, er
jafn-mikinn gaum gefurandans heimi eða
hinni ósýnilegu hlið tilverunnar, og sú
öld, er vér nú erum uppi á, hefir gefiö
efnisheiminum, Hvílík dýrð uppgötvan-
anna! Hvílíkan fögnuð mannssálin hlýt-
ur aö eiga framundan, er hún lærir betur
að þekkja sjálfa sig.
Skipiö hét Carmania og er eitt af mörg-
um skipum C u n a r d-línunnar. Það fer
á sjö dögum yfir pollinn. Hraðskreið-
ustu skipin fara frá New-York og eru
eign þessarrar línu. Þau stærstu og fljót-
ustu eru Mauritania og Lusitania. Þau
fara á fimm dögum. Fremur var mér
ráðið frá aö taka fari með þeim, nema ef
eg væri að flýta mér mjög mikið. Hrist-
ingurinn væri svo mikill af vélunum, að
lítið væri betri en mikið hatrót á miklu
minna skipi. Hvað satt er í, veit eg ekki.
En hitt veit eg, að aldrei hefir betur um
mig farið á hafinu en þetta skifti. Alt
var frámunalega þægilegt og rúmgolt á
SKÍpinu. Og borðhaldið sérlega gott,
enda er línan orðlögð fyrir. En eitt þótti
mér að. Eg tek það fram, af því eg býst
við, aö flestum öðrum hafi fundist aðdá-
anleg nærgætni. Einn svertingi var í
förinni. Það var snyrtimaður hið ytra á
borð við allan þorrann, virtist mér. En