Breiðablik - 01.01.1912, Page 8

Breiðablik - 01.01.1912, Page 8
120 BREIDABLIK Gal. 2,20. 1. Kor. 1,13. 2. Kor. 5,i4n. Rómv. 5,8 o. fl.st.) á hann ávalt við það, að dauði Krists verði oss til syndafyrir- gefningar. Að öðrum kosti yrði að segja, að Kristur hafi til ónýtis dáið, (sbr. Gal. 2,2i). Með engu öðru móti getur Páll g'jört sér grein fyrir dauða Krists. Sama skoðunin kemur fram bæði hjá Pétri (sbr. 1 Pét. I,i8n., 2,22—24, 3,i8) og hjá Jó- hannesi (sbr. Jóh. 1,7. 2,2. 4,10), ogeins í Hebreabréfinu (7,26n. 9,11—10,22). Þessari viðfestu,sem hin kirkjulega kenn- ing á sér hjá þessum rithöfundum n. ts. er það þá líka fyrst og fremst að þakka, að skoðunin á dauða Jesú sem f u 11- nægjugjörð fyrir syndir mannanna hefir haldist í gildi innan kirkjunnar um svo margar aldir. Hinsvegar hefir hið kirkjulega kvöldmáltíðarhald, þar sem orðin ,,fyrir yðttr gefinn“ og ,,fyrir yður úthelt“ voru hin miklu áherzlu orð,erhvern helgan dag hljómuðu í eyrum safnaðarins, gjört sitt til að styðja nienn í þeirri trú,að þessi skoðun væri hin eina rétta. Það sem menn því fram eftir öldunum eru í nokkurri óvissu um, er ekki það, a ð Kristur hafi dáið oss til syndalausnar, heldurhittað hve miklu leyti og hvers vegna einmitt dauði Krists hafi verið nauðsynlegur í þessu tilliti. Viðvíkjandi fyrri spurningunni þá líta bæði grískir og latneskir kennendur forn- kirkjunnar í höfuðatriðunum eins á þetta mál: Mannkynið sé vegna syndarinnar orðið herfang djöfulsins, en Kristur hafi með dauðasínum keypt mönnunum lausn. En hverjum átti hann að hafa greitt lausnargjaldið? Um það voru skoðanir manna nokkuð á reiki. Algengust var sú skoðun.að Jesús hefði greitt djöflinum það, því að á hans valdi áttu mennirnir að hafa verið og orðnir hans eiginleg eign. Sú skoðun verður fyrst fyrir oss hjá Órígenesi, sem kennir að Jesús hafi greitt Satan sálu sína sem lausnareyri, en Satan ekki getað haldið henni vegna sambands hennar við guðdóminn. Menn- irnir hefðu þannig losnað úr ánauðinni, en Satan mist af lausnargjaldinu. Sömu hugsunina útlistar Gregóríus frá Nyssa nánar á þá leið, að hin guðlega náttúra Jesú, fólgin undir agni hinnar mannlegu náttúru hans, hafi orðið sá öngull er djöf- ullinn festi sig á, svo að hann misti við það vald sitt yfir mönnunum. Líkt þessu kendu þeir Ambrósíus, Leo mikli og Gre- gor mikli. Djöfullinn hefir eftir skoðun allra þessara manna verið beittur brögð- um svo lausnargjaldið gekk honum úr greipum. Enafþvíað djöfull hafi þar mátt sjálfum sér um kenna, hafi kaupin ekki gengið til baka. Þá eru þeir nokkrir sem mótmæla þessari skoðun, og kenna, að lausnargjaldið hafi verið greitt guði, en ekki Satan, því að það væri guS.sem maðurinn væri kominn í skuld við vegna synda sinna, og því heimtaði fullnægju- gjörð. Honum hefði því lausnargjaldið verið greitt. Svo kendu menn eins og Gregoríus frá Nasiansos og Jóhannes frá Damaskus. En samt sem áður lifir hin skoðunin alt fram á siðbótartíma, svo að jafnvel bólar á henni hjá Lúter sjálfum. En sé það guð, sem mannkynið er orð- ið sekt við vegna synda sinna, vaknar jafnskjótt sú hin erfiða spurning, h v e r s v e g n a guð hafi ekki getað af takmarka- lausri elsku sinni látið allar kröfur sínar á hendur mönnunum falla niður, í stað þess að framselja í dauðann eingetinn son sinn, — láta hann saklausan deyja í stað sekra manna. Við þessa spurningu hafði miðaldakirkjan glímt all-lengi áður en Anselmus erkibiskup trá Kantaraborg (dáinn 1109) kom með þá úrlausn á þess- ari vandaspurningu, sem kirkjan hefir gjört sér að góðu fram á þennan dag. III. Kenning Anselmusarerí fæst- um orðum þessi: Synd mannanna er í því fólgin, að guði hefir ekki verið sýndur sá heiður, sem honum ber. Slíka synd getur guð ekki fyrirgefið orðalaust vegna

x

Breiðablik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.