Breiðablik - 01.01.1912, Page 9
BREIÐABLIK
I 2 I
hátigriar sinnar, sem hér setnr frjálsræBi
guðs og gæzku takmörk. Hátign (dig-
nitas) guðs heimtar, að maöurinn annað-
hvort bæti tyrir brot sín eða líði hegn-
ingu fyrir þau. Hið s í ð a r a getur ekki
orðið, því að þá mundi alt mannkynið
fyrirfarast, sem aftur rækist tilfinnanlega
á það, sem var tiigangur guðs með sköp-
un mannanna. En hann á, eftir skoðun
Anselmusar, að hafa verið sá, að fylla
það rúm á himnum, sem autt sé síðan er
englarnir syndguðu. Þessum tilgangi
sköpunarinnar yrði ekki náð ef guð léti
verðskuldaða hegning ganga yfir menn-
ina, en hinsvegar væri það ósamboðið
vegsemd guðs, ef þeim tilgangi yrði ekki
náð. Hvað fyrra atrifið snertir, að bæta
fyrir brotin, þá leiði af sjálfu sér, að það
geti mennirnir ekki, því að annars vegar
séu þeir þegar fyrir í skuld við guð um
alt það gott, sem þeir geti í té látið, en
hins vegar sé skuldin við guð óendankg,
með því að jafnvel hver hin minsta synd
hafi svo sem móðgun við guð algjört sak-
næmi í för með sér. Til þess því að kröf-
um guðs hátignar verði fullnægt án þess
að það komi í bág við áður nefndan til-
gang hans með sköpun mannanna, verð-
ur guð sjálfur að inna af hendi þá full-
nægjugjörð, sem hátign hans heimtar.
En það gjörir hann með því að senda
guðmanninn í heiminn þ. e. með því sjálf-
ur að gjörast maður. Og þetta er nauð-
synlegt af tveim ástæðum: Annars veg-
ar er einungis sá, sem sjálfur er guð,
þess megnugur að láta í té fullnægju-
gjörð, sem að mæti taki fram ,,öllu því
sem til er fyrir utan guð“ — en svo mik-
il er skuldin! — og hins vegar getur að
eins maður gjört fullnægju fyrir syndir
mannanna. Af því leiðir að fullnægju-
gjörðin verður ekki með öðrum hætti í
té látin, en þeim, að guð sjálfur gjörist
maður í Jesú Kristi. En nú nægði ekki
starfhlýðni guðmannsins til fullnægju-
gjörðar, því að um hana var hann sem
maður guði skyldugur. Þess vegna varð
hann að deyja og það frjálsum og fúsum
vilja. Með dauða sínum á krossinum hefir
guðmaðurinn fullnægju gjört fyrir syndir
mannanna. En þegar nú guðmaðurinn
sem vegna syndleysis síns ekki þurfti að
deyja, af takmarkalausri elsku sinni legg-
ur sitt heilaga og fiekklausa líf í sölurnar
svo sem friðþægingarfórn fyrir syndir
mannanna, þá er slík lífs-fórn óendanlega
miklu meira verð en öll veröldin og því
ekki að eins nægileg til bóta fyrir syndir
allra manna, heldur og svo mikils virði
að guð hlýtur að endurgjalda hana. En
hér myndast nýr árekstur. Guðmaðurinn
annars vegar á alla hluti og þarf því
einskis við,og þá heldur ekki launa. Guð
hins vegar getur hátignar sinnar vegna
ekki látið skuldina ógreidda. Fram úr
þessu ræðst á þá leið,að guð í speki sinni
ályktar, að verðleika Krists skuli tilreikna
mönnunum þ. e. öllum þeim sem taka sér
til fyrirmyndar réttlæti það, sem guðs
sonur sýndi með því að leggja lífið í söl-
urnar fyrir oss.
Hér höfum vér þá öll meginatriði end-
urlausnarlærdóms kirkjunnar fyrir oss.
Frá Anselm erkibiskupi er hann til vor
kominn í þeirri mynd, sem vér eigum
hann nú— í öllum aðaldráttunum.
Hinir miklu siðbótamenn 16. aldarinn-
ar voru svo mjög börn miðaldarkirkjunn-
ar, að þeim voru engir sýnilegir erfiöleik-
ar á að tileinka sér kenningu þessa í
meginatriðunum. Breytingarnar, sem
þeir gjöra á henni eru óverulegar og
snerta aðallega hinn ytri búning eða
útfærslu hugsunarinnar hjá skólaspek-
ingnum mikla. Þeir setja heilagleika
guðs og réttlæti í stað hátignar guðs.
Þeir skoða friðþæginguna fremur sem
fórn en sem móðgunarbætur eftir laga-
legum mælikvarða. Þeir gjöra enga
grein milli fullnægjugjörðar og refsingar;
Kristur hefir ekki að eins fullnægju gjört
ir.eð dauða sínum, heldur og liðið refs-
ingu, meira að segja liðið kvalir helvítis,
er honum fanst hann á krossinum vera