Breiðablik - 01.01.1912, Side 10
122
BREIÐABLIK
yfirgefinn af guöi. Og loks þaö seni
gjörir dauöa Krists svo mikilvægan og
ábrifaríkan er ekki það eitt, að hann líö-
ur saklaus, heldur og að hant) liður af
takmarkalausri sonar-hlýðni, sem hann
að vísu hafði auðsýnt í lífi sínu öllu, en
nær sínu hæsta stígi í dauðanum ákross-
inum. Hitt er hvorki hinum miklu sið-
bótarfrömuðum né sporgöngumönnum
þeirra, lútersku trúfræðingunum á 16. og
17. öld, neitt rannsóknarefni, hvort þessi
kirkjulega erfðaketining sé fyllilega sam-
hljóða ritningunni eða öllu heldur s' oðun
nýja testamentisins á dauða frelsarans.
Og verulega verður það ekki rannsóknar-
efni guðfræðinganna fyr en kemur fram
á næstliðna öld og meira að segja seinni
hluta hennar.
Þetta er líka skiljanlegt. Meðan inn-
blásturskenningin gamla var enn í fullu
gildi og alment viðurkend hlaut svo að
virðast sem hér væri um fullkomna sam-
hljóðan við ritninguna að ræða. Því að
samkvæmt þessari innblástutskenningu
bar að skoða ritninguna sem eina sam-
stæða heild, sem á hverri blaðsíðu birti
oss jafnfullkomna guðlega opinberun án
tillits til mismunandi aldurs hinna ein-
stöku rita. En frá því augnabliki sem
menn hætta að lesa ritninguna með gler-
augum þeirrar kenningar, horfir alt þeg-
ar í stað öðruvísi við. Menn fara að
koma auga á all-greinilegan þróunarferil
í opinberunarsögunni og mönnum tekur
að skiljast, að ekki tjáir lengur að gjöra
jafn-hátt undir höfði því sem tilheyrir
fyrsta skeiði þessa þróunarferlls og 'ninu
síðasta. Mönnum skilst að eins og ekki
má blanda hugmyndum prestaritsins svo
nefnda, um nauðsyn og áhrif helgisiða-
legra friðþægingarmeðala, inn í skoðanir
spámanna gamlatestamentisins á skilyrð-
unum fyrir því að öðlast fyrirgefning
synda sinna, svo má enn þá miklu síður
láta þessar hugmyndir prestaritsins móta
skoðanir vorar á endurlausnarverki Jesú
Krists. Og innan nýja testamentisins
sjálfs verður ekki síður að greina hvað
frá öðru, hugsanir Jesú sjálfs, er birta
oss guðsopinberunina á sínu hæsta stigi,
og hins vegar tilraunir hinna postullegu
höfunda til að gjöra sér grein fyrir sálu-
hjálplegri þýðingu dauða Krisls.
(Framhald).
HRINGUR FISKIMANNSINS.
Eftir SELMU LAGERLÖF.
r
T stjórnartíð Gradenigo hertoga átti
gamall fiskimaður heima í Feneyja-
borg, Cecco að nafni, Hann var krafta-
rumur og hraustmenni á þeim aldri; en á
seinni árum var hann þó hættur vinnu og
lét sonu sína tvo, er hann átti, sjá fyrir
sér. Hann var mjög upp með með sér
af sona eigninni, og elskaði þá,o signore!
Eins og hann elskaði þá!
En það hafði atvikast svo, að hann
hafði verið nærri einn um uppeldi þeirra.
Móðir þeirra hafði snemma dáið og Cecco
varð einn að ala önn fyrir þeim. Föt og
fæði hafði hann séð um handa þeimjhann
hafði setið með nál og spotta í bátnum
og bætt og staglað. Ekkert hafði hann
grenslast eftir, hvort hlegið væri að hon-
um fyrir þetta. Aleinn hafði hann líka
kent þeim alt, sem þeir þurftu að vita.
Hann hafði gert þá að duglegum sjó-
mönnum og kent þeim að bera lotningu
fyrir guði og San Marco.
,,Minnist þess“, sagði hann við þá,
,,að aldrei, geeti Feneyjaborg haldist við