Breiðablik - 01.02.1912, Blaðsíða 1
BREIÐABLIK.
Mánaðarrit til stuSning's íslenzkri menning.
FRIÐRIKJ. BERGMANN
RITSTJÓRI
VI. Ár. WINNIPEG, FEBRÚAR 1912. Nr. 9.
Veiztu, hvar vorib dvelur?
Veiztu, hvar vorið dvelur?
Það vermir nú ylfaðmi suðræn lönd,
er veturinn aldur sinn elur,
með íshjarta g'eig'vænt, við norðurströnd,
með snjófeld á fjöllunum háum
og fannaslæðurnar niðri í bygð;
á ylgjandi bylg"junum bláum
er brynja’ úr ísmálmi, silfurskygð.
Sumar er suður í löndum,
þar syngja vorfuglar allan dag,
er sól dreifir blikandi bröndum
við birting morguns, við sólarlag,
og smáglit um laufsali líða,
er leika geislar um skógarþak;
og rós fær þar fjörkossinn þýða
við fyrsta sóldagsins andartak.
Vetur heldur hér völdum
— því vetri skipar það tímans boð;
en kalt er á morgnum og kvöldum,
og köld er grund undir snjóvgri voð,
og smá-viðir tárfrosnir titra,
og tigin eikin er særð og ber.
En blys, sem í blásölum glitra,
þau benda á h a n n , sem að vorið lér.