Breiðablik - 01.02.1912, Blaðsíða 6
134
BREIÐABLIK
brunns að bera, sem þá hefir verið nefnd
ný gfuðfræði. Kenning frelsarans var ný
guðfræði frá sjónarmiði Farísea og fræði-
manna. Kenning kirkjufeðranna ný
guðfræði. Kenning Águstinuss kirkju-
föður ný guðfræði. Kenning Lúters ný
guðfræði í stórum stíl. Og kenning
Schleiermachers ný guðfræði. Hver ein
einasta öld, er andlega lífið hefir staðið
með nokkurum blóma,hefir haft einhverja
nýja guðfracði til brunns að bera, svo
engum manni með öllum mjalla ætti að
koma það ókunnuglega fyrir sjónir, þó
talað sé um nýja guðfræði á vorri öld.
Svo miklu ryki er einlægt þyrlað framan í
menn í sambandi við þetta, að engin furða
er, þó einhverir verði blindir. En vei þeim,
sem hneyksla!
Þegar nálgast tók land, urðu þráðlausu
símskeytin aftur þykk eir og skæða-
drífa. Mitt í þeirri skæðadrífu heyrði eg
sögu þá, er nú skal greina og þótti
merkileg.
Eitt sinn var skipið L u c a n i a komíð
út á mitt Atlantshaf. Þá kemur ungur
maður til féhirðis skipsins og biður hann
að lána sér tíu pund sterling, þar sem
hann vaeri peningalaus og nú væri hann
að nálgast Lundúnaborg meir og meir
með hverri stundu. Féhirðir sagði hon-
um, að hann hefði tekið sér þá föstu
reglu að lána ekki peninga og benti á, að
hinn ungi maður skyldi lána hjá einhver-
jum kunningja sínum á skipinu. ,,En eg
á engan. Eina manneskjan er láta myndi
tíu pund af hendi rakna til mín, er móðir
mín og hún fór frá Lundúnaborg áleiðis
til New-York sama dag og við létum í
haf frá New-York“. Féhirðir hugsaði
sig um dálitla stund og sagði svo: ,,Vera
má að við getum komistí skeytasamband
við skipið, sem móðir yðar er á, og þá
gætið þér beðið hana að lána yður pen-
inga með þráðlausu skeyti“. Nóttina
eftir var þessi ungi maður rifinn upp úr
fasta svefni með fregninni um, að Lucania
væri komin í skeyta-samband við skipið
sem móðir hans væri farþegi á. Hún
afhenti fljótt féhirði skipsins, sem hún
var á, tíu pund sterling. Og hann gaf
féhirðinum á Lucania heimild til að af-
henda þessum unga manni upphæðina.
Margar mílur voru á milli skipanna og
náttmyrkrið biksvart og þó bætti kær-
leihurinn á einu skipinu úr þörfinni á
hinu.
Mér fanst sagan fögur og geymdi í
huga.
FRIÐÞÆGINGARLÆRDÓMURINN.
Erindi flutt á synodus 1911.
Eftir prófessor Jón Helgason.
(Framhald).
IV.
Getum vér nú sagt, að endurlausnar-
kenning Anselms og kirkjunnar eftir
hans dag komi heim við skoðanir J e s ú
sjálfs?
Fyrirgefning syndanna er hið mikla
megin-atriði í hjálpræðis-prédikun Jesú,
höfuðskilvrðið fyrir sáluhjálp vorri og um
leið guðs gjöfin háleitasta og mesta.
Þess vegna boðar hann sérhverjum, sem
hann finnur hjá þrá eftir guðlegu hjálp-
ræði, fyrirgefningu syndanna (Mark. 2.
i—5. Lúk. 7,42n. 23,43) °S setur bæn
um fyrirgefning inn í fyrirmyndarbænina
dýrlegu ,,faðir vor“ (Matt. 6,12). En
jafnframt setur frelsarinn ákveðið skilyrði
fyrir því að öðlast þessa fyrirgefningu hjá
guði, en það skilyrði er afturhvarf synd-
arans og að hann láti bræðrum sínum í
té samskonar fyrirgefandi elsku (Matt.
6,14, 15.; 18,32—35). En hvergi
heldur Jesú því fram eða gefur í skyn, að
guð hljóti að heimta fullnægjugjörð eða
syndaafplánun til þess að geta látið mönn-
um náð syndafyrirgefningarinnar í té.
Hvorki bendir hann á friðþægingameðul
gamla testamentisins, né heldur vísar
hann til friðþægingarfórnar sjálfs sín,er á