Breiðablik - 01.02.1912, Blaðsíða 9

Breiðablik - 01.02.1912, Blaðsíða 9
BREIÐABLIK >37 að náö guðs veitist mönnunum svo sem afleiðing' þess, aö réttlætiskröfum guðs til mannanna sé fullnægt með því sem Jesús leið. Pál! kennir hvergi, að guð sé fyrst eftir dauða Krists orð- i n n náðugur guð. Guð er, eftir skoðun Páls, frá eilífð ást og náð, — hefir frá eilífð haft í hyggju að frelsa oss af misk- unn sinni (sbr. 1. Kor. 2,7. Kól. 1,26). Sú ráðstöfun guðs, að láta Krist deyja oss til hjálpræðis var opinberun miskunn- andi kærleika, sem frá eilífð er insta eðli guðs. Skuldabréfið, sem stóð gegn oss, lætur Páll hafa verið afmáð á krossinum, ónýtt, en ekki innleyst og borgað (Kól. 2,14). Ekki verður þessi hugsun, að guð sé o r ð i n n oss náöugur guð fyrir synda- afplánun Krists,bygð á þeim stöðum í rit- um Páls,þarsem hann talar um sætt milli guðs og manna, sem dauði Krists hafi til leiðar komið,— að guð hafi fyrir Krist sætt oss við sig (2 Kor. 5,18. —19. sbr. Róm.5, ion.),því að það er ekki guð, sem þar lætur sættast, heldur mennirnir. Það er ekki guð, sem breytir afstöðu sinni til mannanna, heldur mennirnir, sem við það að reyna náðina, breyta afstöðu sinni til guðs. Guð sjálfur er sá, sem kemur þessari breytingu til leiðar, það var gu ð sem í Kristi sætti heiminn við sig (2 Kor. 5,19). Hugmyndina um hughvarf hjá guði eða breytta afstöðu til vor mannanna sök- um fullnægjugjörðar Krists, vantar með öllu hjá Páli. Aftur á móti verður fyrir oss hjá honum sú hugsun, að Kristur hafi saklaus þolað hegningu í vorn stað, og með því sé oss afrekuð syndafyrirgefn- ing og hjálpræði. En þessa staðgöngu liugsar Páll sér e k k i sem bætur, laga- lega jafngildar brotum. Hann skoðar það sem dýrlega náðarathöfn, að guð sökum hins eina réttlætir hina mörgu og lætur þeim hjálpræði í té. Páll segir hvergi: Sökum dauða Krists er guð orð- inn oss náðugur guð, heldur: Sökum Ó- rannsakanlegrar eilífrar náðar guðs er Kristur fyrir oss dáinn! En þar sem nú guð er frá eilífð ást og náð, og þar sem hinsvegar hegningin, sem Kristur leið í vorn stað, var alls ekki nákvæmlega jafn- gild því, sem syndugum mönnum bar að líða sem hegningu eða þurfti að vera það, hversvegna þurfti þá guð að heimta, að hinn saklausi liði hegningu í vorn stað, til þess að náðarsambandið milli gu's og manna kæmist á? Þeirri spurningu svar- ar Páll hvergi í ritum sínum, leiðir hana algerlega hjá sér. Páli er nóg að vita, að hann, sem af guði var viðurkendur Messías, hefir saklaus liðið kvalir og dauða á krossi. Honum er það sönnun fyrir því, að guð hafi einmitt með þeim hætti — sökum dauða Krists — viljað koma á stofn náðarsambandinu milli sín og mannanna. En eins og um Pál, svo er og um aðra rithöfunda nýja testamentisins,— enginn þeirra heldur fram fullnægjugjörðarkenn- ingunni í sama lögfræðilega sniðinu, sem þeir Anselmus og rétttrúnaðarguðfræð- ingarnir. (Meira)- Það heldur velli sem hæfast er. T TINUR minn síra Jón Bjarnason var " einu sinni sem oftar að deila við mig í ástúðlegu og alvarlegu bréfi út af trúmálaskoðunum í N. Kbl. Tók hann það fram að baráttan milli eldri stefnumi- ar og yngri yrði óaflátanleg, og bætti því við, að þar mundu ráða sömu lög sem í ríki náttúrunnar, að það lifði af sem fær- ast væri í baráttunni: — survival of the fittest. — Eg lagði ekki þann skilning í þetta, að síra Jón gæfi með þessari tilvitnun undir fótinn að nýja stefnan (0: nýja testament- is-kentiingin forna) gæti á sínum tíma fengið þessa reynslu-sönnun sér í vil. En munað hefi eg þessi viturlegu orð. Og er mér ánægja að færa þessa meginsetn-

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.