Breiðablik - 01.02.1912, Blaðsíða 7
BREIÐABLIK
i35
sínum líma muni verða borin fram. Er
hug'sandi, að Jesú hefði látið þess ógetið
ef hann hefði litið á dauða sinn, er fyrir
hendi var, svo sem slíkt friðþægingar-
meðal, — sem skilyrði fyrir því að guð
yfir höfuð að tala g et i fyrirgefið synd-
irnar? Naumast er það hugsandi, enda
verður ekki betur séð en að d æ ni i s a g-
an um glataða soninn (Lúk.
15,11.—32.) taki hér af öll tvímæli. Með
þeirri dæmisögu er því beinlínis haldið
fram, að samkvæmt föðtireðli sínuséguð
jafn-reiðubúinn til að fyrirgefa iðrandi
syndara, sem til hans flýr, sem jarðnesk-
ur faðir til að fyrirgefa glötuðum syni, er
hverfur aftur heim til sín og kannast ein-
læglega við ávirðingar sínar. Jafn óhugs-
andi og það væri, að jarðneskur faðir
gjörði það að skilyrði fyrir fyrirgefningu
sinni, að annar bróðir, sem ekkert hefir
til saka unnið, afplánaði brot seka bróð-
ursins í hans stað, — jafn-óhugsandi er,
að Jesú hefi í þessari dæmisögu sinni
gjört þegjandi ráð fyrir friðþægjandi
dauða sínum svo sem sjálfsögðu skilyrði
fvrir því að guð láti mönnunum fyrirgef-
andi náð sína í té.
Einu orðin af munni Jesú, sem í fljótu
bragði gaeti virst mega byggja á slíka
skoðun á dauða hans, eru hin alkunnu
orð hans um að hann ,,leggi lífið í söl-
urnar seni lausnargjald fyrir marga“
(Mark. 10,45. sbr. Matt. 20,28) og orð
hans við innsetningu kveldmáltíðarinnar
(Mark. 14,22—24 og 1. Kor. 11,24).
Hvað snertir fyrri orðin, þá er varlega
á þeim byggjandi. Því að auk þess sem
hér er bersýnilega um óeiginlegt tal að
ræða, verður og á það að líta hvaða lausn
hér er átt við. Þeir sem í orðum þessum
hyggjast eiga eina af höfuðstoðum frið-
þægingarlærdómsins, láta þar vera átl
við Messíasar-lausnina í hinni sérstak-
legu merkingu hennar: lausn undan sekt
syndarinnar og hegningu. En hver heim-
ild er til þessa, verður ekki séð. Slíkt
hefði getað komið til mála ef auðið hefði
verið að sýna fram á, að Jesú hefði sjálf-
ur álitið dauða' sinn það friðþægingar-
meðal, er guð hefði sett að skilyrði fyrir
veitingu syndafyrirgefningarinnar. En
einmitt ritningarstaðir þeir, sem drepið
var á hér á undan.þar sem Jesús talar um
fyrirgefning syndanna, sanna oss miklu
fremur hið gagnstæða: að sú hugsun hafi
verið fjarlæg Jesú, að slíkrar friðþæg-
ingar gjörðist þörf. Þegar því Jesús tal-
ar um að leggja lífið í sölurnarsem lausn-
argjald fyrir marga“, verður þar að vera
átt við Messíasar-lausnina alment, —
lausnina sem Jesú áleit sig í heiminn
kominn að afreka mönnunum með öllu
köllunarstarfi sínu og þá um leið með
dauða sínum, er hann líður vegna þessa
starfs.
En er ekki þessi hugsun fólgin í inn-
setningarorðunum? Samkvæmt Mark.
(14,22, 24) segir Jesú: ,,Þetta er líkami
minn; — þetta er sáttmáls-blóð rritt,sem
úthelt er fyrir marga“; eftir því sem
Páli segist frá (1. Kor .ll,24n.): ,,Þetta
er minn líkami, sem er fyrir yður,------
þessi bikar er hinn nýi sáttmáli i mínu
blóði“. Sameiginlegt fvrir báða er ann-
ars vegarþað,að Jesús eignar sjálfum sér,
að því leyti sem hann á að verða kvala-
fullum dauða að herfangi, hjálpsamlega
þýðingu ,,fyrir marga“, þ. e. til heilla
fyrir lærisveina sína, og hins vegar það
að hann setur dauða sinn í samband við
,,sáttmáls“-hugtakið, þar sem hann kall-
ar bikarinn ,,sáttmáls-blóð“ (Mark.) eða
,,hinn nýja sáttmála í sínu blóði“ (Páll).
En með því að nota sáttmáls-hugtakið
hefir Jesússýntí hvaða sérstakri merkingu
hann hefir hér talað um dauða sinn.
Hugsun hans er sú að dauði hanssé guði
helguð fórnargjöf, þakkarfórn fyrir hinn
nýja sáttmála, og að guð muni vegna
þessarar fórnar koma hinum nýja sátt-
mála á fastan fót, þótt sín missi við, það
því fremur, sem hann leggur lífið í söl-
urnar fyrir það málefni, sem guð sjálfur
hefir sent hann til að starfa fyrir.