Breiðablik - 01.02.1912, Blaðsíða 2

Breiðablik - 01.02.1912, Blaðsíða 2
130 BREIÐABLIK Veiztu, hvar voriðdvelur? Já, vorið færist nú óðum nær; og alt það, sem frostnornin felur um fold og sjó, leysir vorsins blær. Þá hýrnar h’ið háa og lága, jafnt hugur mannsins, sem smáblóm ungt, er ljósdrotning loftsalsins bláa vill létta alt, sem oss fellur þungt. L. Th. , •~r~-:-'-------- —-7* *- ." ... -4 SUMARFERÐ. IV. Á ATLANTSHAFI. N hvað maðurmað- er ávalt einmana, þegar út á hafið er komið. Einmana mitt í allri mann- þrönginni. Að minsta kosti er það svo fyrir mér. Hið dularfulla og óskiljanlega dregur hugann. Það sogar hann til sín, svo maður veit naumast í þenna heim né annan. Eg var ekki einn um þetta. Eg varð hins sama var um aðra. Góðir og glaðlegir eru all- ir hver við annan og margt hug- næmt samtalsefni berágóma. En það fellur fljótt niður. Aftur er maður einn,—einn á lífsins knerri, einn á leið til hinnar dularfullu strandar, einn með sinn hlut,mik- inn eða lítinn eftir álitum og á- stæðum. Það er eins og undir- vitundin rísi upp og flæði yfir tún og engjar hins daglega sjóndeild- arhrings. Eitt flóðið kallar til annars, eins og skáldið hebreska kemst að orði (Sálm 42). Hið dularfulla í mannssálunni og hið dularfulla í náttúrunni og tilver- unni yfirleitt felst í faðma. Eg sat í góðviðrinu og veður- blíðunni lengst af uppi á þilfari og var að lesa. Eg hafði stungið hjá mér öllu, sem eg átti ólesið af skáldinu Maeterlinck. Yfir vetur- inn hafði eg lesið heilmikið eftir hann ogtvö önnur skáld, sem ein- kenna tímann, sem vér lifum á, flestum skáldum fremur: Tolstoi og Fogazzaró, ítalska skáldið. Og eg hafði talað um þá heiimikið til skemtunarogfróðleiks á Banda- lagsfundum. Mér fanst eg vera

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.