Breiðablik - 01.02.1912, Blaðsíða 15

Breiðablik - 01.02.1912, Blaðsíða 15
BREIÐABLIK 143 eins og allir héldi þeir dyggileg'a vörð. Cecco sá þá beygja sig áfram og rýna út í myrkrið. Þeir voru nú komnir út í hafs- mynnið við Ltdo og stóra, stormæsta haf- ið lá fram undan. Það fór eins og að snökta innan í Cecco Hann bugsaði, að hér undir þessum öld- um væri líkin þeirra beggja að hrekjast. Hann blíndi niður í vatnið eftir tveim vel- þektutn andlitum. Honum miðaði þó á- fram að minsta kosti. Cecco lét ekki kúgast. Snögglega stóðu þeir þrír á fætur í b'itnum, og Cecco féll á kné, þó hann héldi árinni stöðugt fastri. Stórt skip stefndi beint á þá. Það var þó torvelt fyrir Cecco að sjá, hvort þetta var skip eða rekatidi þoku- mökkur. Seglin voru stór, eins og þau væri þanin í allar áttir himins, ogskrokk- urinn voldugur, en það var eins og það væri gert úr léttustu hafmóðu. Honum fanst hann sjá skipshöfn illra anda á því og heyra hróp þeirra, en hinir illu andar voru eins og þykt myrkur og hróp þeirra voru eins og stormgnýrinn. Að minsta kosti var það óumræðilega hræðilegt, að sjá skipið stefna beint á þá og Cecco kreisti saman augun. Þá hlutu þeir þrír í bátnum að hafa bægt árekstrinum frá, því báturinn var ekki sigldur í kaf. Þegar Cecco leit upp, var skipið á flótta á haf út og há neyðar- óp bárust gegn um náttmyrkrið. Hann reis skjálfandi á fætur til að halda lengra, þó hann væri svo þreyttur, að hann fengi naumast haldið átum. En þá var alt í einu öll hætta búin. Storm- inn hafði lægt og öldurnar urðu brátt kyrrar. ,,Far þú nú með okkur heim til Fen- eyja!“ sagði hinn ókunni við fiskimann- inn. Cecco fór með bátinn til Lido, þar steig biskupinn af, og til San Giorgio, þar sem riddarinn skildist við þá. Hinn fyrsti, voldugi ókendi maður fylgdist með hon- um alla leið til Rialto. Er þeir stigu á land við Riva degli Schiavoni, sagði hann við fiskimanninn: ,,í dögun skalt þú ganga fyrir hertog- ann og herma honum frá, hvað fyrir þig hefir borið í nótt. Seg honum, að San Marco og San Giorgio og San Nicolo hafi í nótt barist við illu andana, setn vilja leggja Feneyjaborg í eyði, og hafi rekið þá brott“. ,,Já, herra minn“, sagði fiskimaður- inn, ,,eg skal herma rétt frá öllu. En hvernig á eg að tala svo, að hertoginn trúi orðum mínum?“ Þá rétti San Marco honum hring með furðulega björtum gimsteini. ,,Sýn þú hertoganum þenna“, sagði hartn, ,,svo kemst hann að raun um, að þú ert sendur af mér. Hann þekkir hringinn minn“. Fiskimaðurinn tók hringinn og kysti hann með mikilli lotningu. ,,Enn fremur skalt þú segja hertogan- um“, sagði dýrlingurinn, ,,að eg get hring þenna sem jartegn upp á, að eg aldrei skal ofurselja Fereyjaborg. Jafn vel þá, er síðasti hertoginn er fluttur úr Palazzo ducale, skal eg halda Feneyja- borg við lýði. Jafnvel þó Feneyjaborg gangi austureyjar úr greipum og veldi hennar yfir hafinu líði und.r lok, og eng- inn sigli meira á skrautdrekanum,Bucen- taurus, skal eg varðveita borgina í feg- urð og ljóma. Ávalt skal hún verða auðug og ástsæl, ávalt lifa í söngum og lofgjörð, ávalt vera mönnttm hinn ljúfasti bústaður. Seg þetta, Cecco, og hertog- inn mun ekki gleyma þér á ellidögum þínum“. Svo hvarf postulinn og stuttu síðar reis sólin upp yfir hafsmynnið við Tor-

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.