Breiðablik - 01.02.1912, Blaðsíða 12
140
BREIÐABLIK
Honum fanst stormurinn miklu geig;-
vænlegri nú en um kveldiö. Hann heyrði
óp í lofti,sem eigi voru stormgfnýr. Stund-
um komu biksvört ský, eins og fylking
af svörtum g'aleiðum. Það var eins og
legði þau fratn til atlögu.
Hann heyrði þá greinilega,hvernig tal-
að var úr einu þessara sundurfifnu skýja,
sem færðust honum yfir höfuð.
,,Nú eru brátt dagar Feneyja taldir“,
var sagt úr einu skýinu, ,,brátt koma
bræður vorir, andarnir illu,og velta borg-
inni um“.
,,Eg óttast,að San Marco láti það ekki
viðgangast“, var sagt úr öðru.
,,Einhver Feneyjamaður hefir lostið
San Marco í höfuðið, svo hann liggur
máttvana og fær engum lagt lið“, sagði
sú fyrri.
Orðin komu ofan til Ceccogamla,borin
af storminum,og frá þeirri stundu láhann
á knjám og bað San Marco um líkn og
fyrirgefning.
Því það var satt,sem andarnir illu höfðu
sagt. Eyjadrotningin fagra var nærri
aldurtila. Feneyjamaður hafði smánað
San Marco, og þess vegna lá nærri, að
hafið skclaði Feneyjum á brott. Og
engar mannaferðir hefði framar orðið á
hafi þeirra og síkjum og engin róðrarvísa
hefði lengur hJjómað frá rennibátunum
svörtu. Hafið hefði þá gengið yfir gló-
hærðu konunum, yfir veglegu höllunum
og gyltu dómkirkjunum.
Ef enginn verndaði þessa leirhólma,
voru þeir dæmdir til tortímingar. Áður
en San Marco kom til Feneyja, bar það
oft til að stórum flákum af þeim skolaði
brott.
í fyrstu dagrenningu tóku klukkur San
Marco-kirkjunnar að hringja. Fólkskreið
til kirkju og fötin nærri rifnuðu utan afþví.
Prestarnir höfðu ályktað að ganga út,
gegn storminum og hafinu. Aðalhlið
kirkjunnar voru opnuð og í langri skrúð-
göngu streymdu þeir út úr kirkjunni.
Iírossmarkið var borið fyrst, svo komu
blysberarnir; seinast var San Marco fán-
inn borinn og oblátan helga. En storm-
urinn lét ekki kúga sig, það var þvert á
móti eins og nú hefði hann fengið bezta
leikfangið. Krossmarksberanum varp
hann um koll, slökti á vaxkertunum,
henti skrúðhimninum, sem borii.n var yf-
ir oblátunni upp á þak hertoga hallarinn-
ar. Með nauðung fengu menn San Marco
fánanum með vængjaða ljóninu frá því
borgið að verða uppnuminn.
Cecco sá alt þetta og skreið með ang-
istarópi ofan til bátsins. Allan daginn
lá hann við ströndina, sokkinn niður í
viðstöðulausa bænagjörð til guðs og San
Marco. Nú fanst honum, að öll örlög
bæjarins væri undir bænum hans komin.
Ekki voru margir úti þann dag, en
nokkurir komu þó æpandi fram á riva.
Allir töluðu um hið óheyrilega tjón, sem
af storminum hefðist. Hrynjandi hús
gat að líta inni á Muranó. það vai eins
og stæði öll sú lága ey undir vatni, en
tvö hús höfðu líka hrunið hér á Rialto.
Stormurinn hélt áfram allan daginn
með sama ofsa. Undir kveld kom mik-
ill mannsöfnuður saman á Markúsarvelli
og Piazetta,þó nærri væriyfir flotin vatni.
Menn höfðu eigi þrek í sér að halda kyrru
fyrir í húsunum, sem stóðu og nötruðu á
grunnunum.
Og saman við angistaróp þeirra, er
óttuðust ólánið, runnu kvein þeirra, er
þegar höfðu orðið fyrir því. Hús voru
full af vatni, börn höfðu druknað f vögg-
unum. Gamalmenni og sjúklingar höfðu
orðið hrynjandi húsunum samferða ofan í
öldurnar.
Cecco lá ávalt á bæn til San Marco.
Ó, eigi mátti hann taka sér nærri afbrot
eins fáfróðs fiskimanns. Ekki gæti dýr-
lingurinn verið máttvana hans vegna.
Bezt væri að San Marco léti illu andana
taka hann og bátinn hans. Hann átti
ekki betra skilið. En eigi alla borgina.
Guð komi til, eigi alla borgina!
,,Synina mína“, satgði Cecco við San