Breiðablik - 01.11.1913, Blaðsíða 13

Breiðablik - 01.11.1913, Blaðsíða 13
B R E I Ð A R L I K 93 bárur heigulskaparins og ódrenglyndis- ins“. Hún spyr : „Hvers vegna felið þið eldinn fyrir fólkinu — eld nýrra hugsana, eld andans, — þið ykkar, sem vitið, a8 hann hefir aldrei loga8 skærara í veröldinni en nú ? .... Þi8 látiS alt af bera vatn í eldinn í sálum ykkar — slökkva sannleiksástina sjálfa....Og við og viS fer eins og í dag. Sannleikanum afneitað, og öll ill öfl látin fara me8 fólkið út í ódrengskap og rangsleitni“. GeSshræring prestskonunnar endar með gráti. Hann sezt hjá henni og held- ur fyririaks fagra varnarræðu yfir henni, um vandann, sem lífsbaráttunni fylgi. ,,Mennirnir fjandskapast ekki jafn-ákaft gegn neinu eins og sannleika, sem birt- ist þeim í nýrri mynd. Og allur fjand- skapur gefur illum öflum byr undir báða vængi......Eg veit, að samkvæmt ein- hverju dularfullu lögmáli tilverunnar, verBa æfinlega einhverir menn þeim mun verri, sem meira gott er unnið. Hugsa8u ummigsem veikanvinþinná vegamótum, breyskan og ráðþrota í myrkrinu“. Vörn prestsins er vörn góðs, en veiklynds manns, sem ekki þorir þvers fótar, því hann sér vandann við hvert fótmál. Skömmu síðar, er presturinn var frá henni farinn og prestskonan er ein farin aftur a8 hugsa, skilst henni, að kærleiks- þráin og sannleiksástin hljóti að geta átt samleiB. Og að finna leiðina verður hlutverk hennar sjálfrar. Drættirnir eru skýrir. Presturinn á vegamótum milli hins gamla skilnings á kristiridóminum og hins nýja. Hefir sannfærst um sannleikann, sem hið nýja hefir til brunns aS bera, en brestur kjark og karlmensku. Hann vogar sér ekki út í bylinn. Hann er í þann veginn a8 verða að engu. Sjálfum sér til kvalar, konunni sinni og öllum sannleikselskum mönnum til skapraunar. Ekkert annað en skrípamynd af þeim sannleiksvotti, sem hver prestur ætti að vera. Vi8 eig- um marga slíka. Prestskonan er fyrirtak. Við þurf- um að eignast margar aðrar eins. 5- Onnur sagan í safninu heitir M a r j a s. Það er saga, sem fulltíða maður er látinn §egja frá smáatburði einum úr æskulífi sínu, er þá fekk mikið á hann og hann hefir veriS mintur á. Hann hafði verið narraður til þess aS yrkja rímu um vinnu- mann og vinnukonu á heimilinu, þeim eða einkum vinnumanninum til ni8runar. Vinnumanni barst einhver orðrómur til eyrna um rímuna, og ginti drenginn til að þylja hana upp fyrir sér meS því að lofast til að spila marjas við hann í tóm- stundum sínum. En þessi spil var hann nýlega búinn að læra og þótti geisilega gaman að, því ekki hefir nú verið mikið um skemtanir á bænum. En er vinnu- maður hefir heyrt rímuna, verður hann afar-reiður og hótar, að hann skuli sjá svo um, að hann verði hýddur næsta sunnudag, í stað þess aö sitja viö spil. Nonni verst barsmíðum þegar úti í hlöö- unni, þar sem hann hefir haft yflr rímuna, aö eins með því að bera fyrir sig heynál- ina. Um kveldið, er hann sat við tó- vinnu hjá fóstra sínutn og fóstru, fanst honum svo mikið til um þetta ódáöaverk, sem hann hefði unnið, að hann óskaði sér að vera dauður. Það batnaði ekki, þegar þau Manga og Jónas komu inn úr fjósinu. Manga kennir Grími það beint, að hann hafi hjálpað þessum þokkapilti til aö koma saman níði um sig. Jónas vinnumaður bætir ekki um, þegar hann segir, að Nonni litli hafi nú í kvöld ætlað að reka heynálina í kviðinn á sér, í því skyni að koma sér til helvítis. Þá fanst Nonna, aö hann mundi vera verstur mað- ur á allri jörðunni. En þá fanst fóstru hans barninu nóg boðið. Kvaðst hún ráða hýðingum hér á þessu heimili, skip- ar Nonna að fara að hátta, strýkur um kinnina á honum og lætur hann segja sér alla sögu. Og endar Nonni söguna með því, að hann segir grátandi: ,,Þetta er

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.