Breiðablik - 01.11.1913, Blaðsíða 6

Breiðablik - 01.11.1913, Blaðsíða 6
86 BREIÐABLIK því vaxna aS heyra allan sannleík- ann“. Ná er þaS látiS heita svo : „aó því skapi sem hann hefir komiS nær aSalefninu, hefir framsetning hans orS- iS skýrari og skilmerkilegri“, en abur átti alt aS vera óljóst og vanhugsaS, „fráleit framsetning á trúarefnum, sem geti ekki haft annaS í för meS sér en aS auka „trúna á moldviðriS! “ Eins og menn sjá, er hér alt annar tónn en í hinum greinunum tveimur, — forsetatónn er þaS aó vísu, en allur hljómblærinn vinsamlegri og kurteis- ari. ÞaS skín í gegnum alt, aS forset- inn hefir þaS á tilfinningunni, aS hann hafi hlaupið á sig og orSið sér til mink- unar meS ókurteisi sinni í fyrri grein- unum. Rangfærslur eru hér engar og rétt fariS meS orS mín nema í einni tilvitnaninni ,,er“ sett í staSinn fyrir „var“, sem gæti orsakast af vangá eSa misletran. Ásakanirnar um „Únftara- kenningu", sem voru svo háværar í fyrri greinunum, sérstaklega út af hug- leiSing minni um „grundvöll trúar vorrar“, eru hér aS mestu þagnaSar, — rétt eins og gengiS á tánum meS þaS, því aS svo innílega sem forsetann langar til þess aS innrita mig í Únítara- flokkinn, er þó eins og hann hafi eitt- hvert hugboS um, aS þegar öllu sé á botninn hvolft, muni eg þó ekki eiga þar heima! En þótí skilningsleysi forsetans, enda á næsta einfalt mál, sé svipað í þessari síSustu grein og hin- um fyrri, fundust mér þessi sýnilegu veSrabrigSi svo góSra gjalda verS, aS mér þótti rétt aS hverfa frá hinu fyrra áformi mínu. Því biS eg vin minn, ritstjóra BreiSablika, aS taka svar þetta tii flutnings, svo aS presturinn geti sannfærst um, aS eg virSi vió hann þessi veðrabrigSi hjá honum, og ætla mér ekki aS erfa þaS viS hann,hversu honum gat gleymst í fyrri greininni hiS gamla og góSa orS ,,nobilitas obligat“ (það er útlagt: kirkjufélags- forseta er skylt aS koma fram sem kirkjufélags-forseti). En skyldi nú þetta svar mitt verSa til þess á einhvern hátt aS rýra álit forsetans í augum góSra manna, þá biS eg þá, sem þetta lesa og eins for- setann sjálfan, aS skoða það ekki til- gang greinar minnar. Eins og eg virSi bann félagsskap, sem hann veitir forstöSu og óska honum alls hins bezta, eins er mér það ekkert kapps- mál, aS álit forsetans innan félagsskap- ar þessa rýrni í nokkurri grein. VerSi árangurinn annar, þá er þaS forsetan- um sjálfum aS kenna, eSa þessum greinum hans, sem eg, forsetans sjálfs vegna, gæti óskaS að hann hefSi látiS óskrifaðar, þótt þær á hinn bóginn gefi mér all-kœrkomiS tækifæri til aS sýna og sanna, að mín nýja guSfræði sé ekki eins fráleit og gefiS er í skyn af andstæSingum mínum. Eg tek þaS fram, aS eg leiSi hér aS mestu hjá mér fyrri greinarnar tvær, en held mér aóallega aS síSustu grein- inni. ViS hana hefi eg líka nógar at- hugasemdir aS gera og mig langar til aS gera þær „sine ira et studio“ þ. e. hlutdrægnislaust. I. ÞaS sem mér blöskraSi mest, er eg las þessa síSustu grein forsetans, er það, hve tilfinnanlega ókunnugur hann hlýtur aö vera nýja testament- inu sínu. Eg skal fúslega viS þaS kannast, aS eg hefi aldrei haft háar hugmyndir um lærdóm forsetans í guS- legum fræðum ; en aS þekking hans á nýja testamentinu risti svo grunt sem

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.