Breiðablik - 01.11.1913, Blaðsíða 4

Breiðablik - 01.11.1913, Blaðsíða 4
84 BREIÐABLIK er í veói, fái almenningur grun um, og smátt og smátt vaxandi vissu fyrir, aS fyrirtæki þetta hafi oröiS einstökum mönnum aS fjárplógi. Og þess vegna stefni aS strandi. Vestur-íslendingum er ant um, að sömu þjóörœknis ummerkin einkenni Eimskipafélcigiö ávaltog álíka fórn- ar-fúsleikur og einkenna fjárframlög- in til þessa mikla þjöbþrifa-fyrirtœk- is, er hefja œtti nýtt tímabil í sögu þjööar vorrar. KIRKJU FÉLAGSFORSETINN Á RITVELLINUM. ■p*C*RSETI kirkjufélagsins vestur- ■*" íslenzka, síra Björn B. Jónsson, hefir gert mér þann heióur aS skreppa fram á ritvöllinn meS þrjár greinar í , ,Lögbergi“, til þess aS segja álit sitt á trúmálahugleiSingum mínum, þeim er Isafold flutti í vor. Þetta er mér því meiri heiSur, sem þaS hlýtur aó hafa kostaó forsetann ekki litla sjálfs- afneitun, aS gagnrýna á prenti hinar ,,mörgu vanhugsuSu og vansköpuSu ályktanir" mínar, sem hann svo kallar, og eySa sínum kostbæra tíma til aS skrifa um þaS, sem hann „finnur ekk- ert nýtt í og ekkert, sem nokkurt gildi hefir“, eins og hann segir um sumar hugleióingarnar. En hvort vegur forsetans sjálfs vex viS þessar greinar hans, er annaS mál. Vafalaust má gera ráS fyrir, aó ýms- um góSum mönnum innan hins vestur- íslenzka kirkjufélags þyki forsetinn hafa „kláraS sig vel“. Hitt veitir mér erfitt aS ætla, aS þeim finnist öllum fé- lagsskap sínum verulegur vegsauki aS frammistöSu forseta síns í þessu máli, — um önnur tala eg ekki. Þegar eg í sumar las tvær fyrstu greinarnar, blöskrabi mér. Mér blöskraSi fyrst og fremst fram- hleypni mannsins. Hann ríkur til að rita um ,,hugleiSingarnar“ og draga á- lyktanir af þeim um trúmálaskoSanir mínar, ábur en komiS var út af þeim meira en þriSji partur þeirra. Því næst blöskraSi mér að sjá rang- fœrslur hans á prentuSu máli. Þegar eg segi í þriSju hugleiSingunni: „Eng- in guSfræði, hvorki gömul né ný, get- ur haft aðra stefnuskrá en þá aS leita sannleikans í hvívetna11, — þá lætur forsetinn mig segja þessa vitleysu : ,,Stefna gubfrœbinnar getur verib þab eitt aS leita sannleikans !“ Þegar eg segi : „Sem stefnuskrá kristindóms síns geta þeir vafalaust og meS réttu nefnt trúarjátninguna “, þá lætur hann mig segja aSra eins flónsku og þessa : ,,Stefnuskrá kristindómsinsgeta menn nefnt trúarjátning“. Þegar eg segi að „nýja guSfræSin hafi ekki neina á- kveSna trúarjátningu fram aS leggja, sem allir þeir, er telja sig til ný-guö- inga verbi að samsinna“, — þá hegg- ur hann aftan af málsgreininni þaS sem hér er skáletraS, til þess aS geta komiS því aS, aS „fremur láti þetta illa í eyrum jafnt frá vísindalegu og trúarlegu sjónarmiói11!! Eg veit ekki hvaSa nafn eg á aS velja slíku hátta- lagi. ÞaS fer alt eftir því, af hvaSa rót þaS er runniS. Og hér eru fleiri möguleikar en einn. ÞaS gæti hugs- ast, að þetta stafaSi af mislestri, — en verSur maSur ekki aS ætla, aS forset- inn sé læs á prentaS mál ? — eSa þá af skeytingarleysi, en getur maSur ætlaS forsetanum slíkt, þar sem hann er aS fara meS orS annara ? •—- eSa þá af hreinni lœvísi, — en getur nokkur

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.