Breiðablik - 01.11.1913, Blaðsíða 14

Breiðablik - 01.11.1913, Blaðsíða 14
94 BREIÐABLIK víst óttalega óguðlegt". ,,Það jafnar sig- alt“, segir fóstra hans. ,,Biddu guð að h álpa þér til að vera æfinlega góður“. Og svo kysti hún hann. Það varð ekkert af hýðingunum. Fóstra Jóns lifði lengi eftir þetta. Lergi eftir að hann var orðinti fulltíða' maður áttu þau tal saman um eitthvað svipað. Hann var þá dapur í bragði; Traust hans á mönnunum horfið og traust þeirra á honum. Hann skalf í næðingn- um. Þá minti fóstra hans hann á sög- una. ,,Ertu raunamæddari nú en þá?“ — ,,Eg veit það ekki“, sagði hann, ,,en eg veit að þetta, sem nú er um að tefla, er einn af hryllilegustu veruleikum lífs- ins og ekki hégómi, eins og þá“. — ,,Af hverju veiztu það?“ sagði fóstra hans, en hann svaraði ekki. Þá segir hún : ,,Ef við komumst einhvern tímann svo langt að sjá það, að allar okkar áhyggjur og sorgir og móðganir og reiði, og alt þetta sem þjáir þig nú, er ekki annað en barns- legur hégómi, ekki annað en skuggar af hrófatildri heimskunnar— skuggar, sem verða að engu, þegar hrófatildrið hrynur — þá sjáum við líka, að við höfum verið börn, alveg eins og þú sér nú, að við höfum verið börn, — alveg eins og þú sér nú, að þú varst barn, þegar marjas- inn olli öldugangi í sál þinni“. — ,,En ef við komust aldrei svo langt ?“ sagði Jón. — ,,Þá, er það af því, að við slokn- um.út af. Og þá er alt hégómi", sagði fóstra hans. Tilgangur sögu þessarar er að varpa Ijósi yfir eitt af allra-almennustu fyrir- brigðum mannlegs lífs. Það er kvíðinn, sem upp rís í sálum vorum fyrir hinu og þessu fram undan. Hann verður ósjald- an svo sár og tilfinnanlegur, að kvíðaefn- ið verður sama sem ekkert;þegar vér hugs- umumþað,sem fram við oss kemuríraun og veru. Sálarangistin sem vér komumst í út af einbverjum hillingum hugarins fram undan er oft svo óumræðilega mikil. En þegar það sem komið hefir slíku ölduróti af stað í huga vorum, kemur fram, skil- jum vér hve mikii börn vér vorum. Alt er af því spunnið, hve vantraustið er mik- ið í sálum vorum. Vér kvíðum því ein- lægt annað slagið og sumir jafnvel stöð- ugt, að tilveran sé í illum höndum, að alt muni leiðast út svo, að það verði til sem allra mests sársáuka og kvalraeðis. Og þó erum vér alt af stöðugt að reka oss á hitt, að tilveran er í góðum hönd- um — kærleiksríkum föðurhöndum, sem einlægt eru að greiða úr öllum vanda, gera gott úr hverju kvíðaefni og koma mönnunum í skilning um, að kvíðaefnin sé hugarburður og hégómi. Hverju mannsbarni sjálfsagt að treysta, — treysta því að alt fari vel áendanum. Því lífið er sigur. Framhald í næsta bl. KVEINSTAFIR. Forseti Kirkjufélagsins hefir ritað dá- lítinn greinarstúf í október-blað Sam., sem hann nefnir : ,,í rósemi og trausti skal styrkur yðar vera“. Hann telur þar upp með eigi litlum drýgindum afreks- verk Kirkjufélagsins í seinni tíð og má hann það, sé honum nokkur huggun að í raunum sínum. Flestum munu finnast afreksverk þessi raup eitt og hrófatildur, sem að eins er gert til að sýnast, en Kirkjufélaginu lítill vegsauki. En vel- komið er forsetanum að telja þetta upp- sér og félagsskap sínum til frægðar. Eg minnist ekki á þetta í þeim tilgangi að meina honum það. En hann hefir flétt- að fáein orð inn í þetta greinarkorn, sem ekki má með öllu leiða hjá sér. Þau eru út af deilunum, sem hann hefir lent í nú í sumar og var sjálfur uppbaf að með ó- svífnum árásum á þá, sem aðrar skoðan- ir hafa á trúmálum en hann. Ut af því að honum skyldi andmælt eða ummælum þeim, er hann kom fram með, (arast hon- um svo orð :

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.