Breiðablik - 01.11.1913, Blaðsíða 11

Breiðablik - 01.11.1913, Blaðsíða 11
BREIÐABLIK 91 út bókl), skáldsag'a, eftir amerískan höf- und, sem meira þykir til koma, en ef til vill nokkurra hinna. Nú er um hann tal- a8 í hverju blaði og tímariti svo aS segja, og um hana prédikað í fjölda mörgum prédikunarstólum, þar sem ensk tunga er töluð. Sjált't nafnið er úr biblíunni : Bikarinn að innan (Matt. 23, 25 —26). Þar eru trúarhugmynd'rnar tekn- ar fyrir, sem mest er veriö um að raeða, eins og til dæmis þrenningarlærdómurinn og meyjarfæðingin, með mikilli ná- kvæmni og ljósi skáldskaparins varpaö yfir. Og þetta er gert með skilningi svo miklum og varfærni, að sá sem ekkert hefir botnað í þeim umræðum áður, hlýt- ur að skilja og sannfærast um, að gát- urnar eru enn ekki leystar. í prédikan, sem einn af allra-helztu kennurum og guðfræðingum hér í þess- arri borg, d r. S. G. B 1 a n d frá Wesley College, flutti í sumar út af bókinni, sagöi hann, að upp væri að rísa í hinum enska heimi hópur skáldsagnahöfunda, er fretnur væri á undan en á eftir helztu prestum og guðfræðikennurum, sem nú eru uppi, með að prédika kristindóminn fyrir almenningi. Sjálfir hefði þeir með langvinnri baráttu látið sér takast, að samþýða kristindóminn þekkingu sinni og tileinka sér um leið. Og nú væri þeir með skáldsögum sínum að láta sér takast enn betur að koma sönnum krist- indómi inn í hjörtun, og ávinna sálir fyrir guðs ríki, en prestum og kirkjum og prédikunum. 3. Eg hefi bent á þetta í sambandi við skáldsögur Einars Hjörleifssonar. Þunga- miðja þeirra liggur einmitt á þessu svæði. 1) Wínston Churchill: The Inside of the Cup. New York 1913. Höf. er fæddur 1871. Hafa menn það aö gamni sér, að þeir sé nú jafn- frægir alnafnarnir austan hafs og vestan, Win- ston Churchill á Englandi og Winston Church- ill í Ameríku, annar í stjórnmálum, hinní fcók- mentunum. Það dylst víst engum, sem lesið hafa Ofurefli og G u 1 1. Og það dylst heldur engum, sem ies síðasta safnið af smásögum,sem út hefir komið eftir hann, og hann nefnir Frá ýmsum hlið- u ml). Hann er að vinna það verk, sem helztu skáidsagnnböfundar eru nú á dög- um að vinna fyrir stórþjóðirnar: A8 sam- þýða kristindóminn nútíðar þekkingu fólksins og nútíðar þörfum. Eg hefi fyrir nokkuru bent á, hvernig A n t o n i o F ogazzaro inti það af hendi fyrir ítölsku þjóðina. Og eg gæti enn bent á heilmarga, þar á meðal G e r h a r t H. auptmann, sem eru að leysa af hendi sams konar líknarstörf fyrir Þjóð- verja. Það er svo mikilsvert að finna til þess, að íslenzku skáldin lifa sama hugs- analífinu og skáld stórþjóðanna. A8 lífið verður ekki að tónni ryki eöa sora í hönd- um þeirra. Og að eilífðarmálin eru þeim hjartfóignustu málin, — þau málin, er þau láta sig mest langa til að eiga tal um við þjóð sína. Enginn ritar nú skáld- sögu á voru máii af líkt því annarri eins snild og Einar, að öðrum ólöstuðum. Enginn hefir neitt líkt því jafn-mikið að segja þjóð vorri og hann. Og enginn verpur eins mikilli nýrri birtu yfir eilífð- armálin og gerir þau jafn-yndisleg í huga þjóðar vorrar, og hann. Þegar eg sit meö skáldsögu eftir Einar Hjörleifsson, geng eg ávalt úr skugga um, að þaö seni eg er aö lesa jafn-gildir hinu bezta, sem eg þekki í nútíma-bókmentunum. Vita- skuld er eg þar ekki eins fróður og eg ætti að vera, en þó svo, að ekki mæli eg alveg út í bláinn. 4. í þessu nýja hefti eru fimm sögur, eöa eða öllu heldur fjórar sögur og eitt æfin- týr. Fyrsta sagan heitir : Á v e g a- m ó t u m. Hún er rituö 1908 og er af 1) Einar Hjörleifsson : Frá ýmsum hlið- um. Sögur. Rvík, 1913. Bókaverzlun Sig- urðar Kristjánssonar, 156 bls.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.