Frækorn - 31.12.1902, Blaðsíða 1

Frækorn - 31.12.1902, Blaðsíða 1
Heimilisblað með myndum RITSTJÓRI: DAVID ÖSTLUND. 3. árgansur. Seyðisfirði. 31. des. 1902. 23.-24. tölublað. Múrníur (smurð lík). Á vesturbökkum Nílfljóts- ins, skammt frá pýramídanum við Gizeh, eru rústirnar af gamla bænum Memfis, sem í biblíunni er nefndur Nof, og varreistur af hinum fyrsta konungi Egyptalands, sem hét Menes; var Nof um þús- und ár höfuðstaðiir hins gamla konungsríkis og hinn merkasti bær þar. Það var hér, sem Jósep veittist hin mikla tign og Faraó stjórnaði á dögum Mósesar og forfeðr- anna. Ogánefahafa Israels- menn, meðan þeir voru í hinum langvinna þrældómi, byggt margar af þeim bygg- ingum, sem þar finnast nú rústir af. Fyrir aftan þessar rústir, bakvið pálmaviðarskógana og litlu lengra frá Níl, er hin víðlenda libyska eyðimörk, og grafreitur Memfisborgar. Mismunurinn á hinum lauf- græna Nílárdal og ófrjósömu eyðimörkinni, er eins og milli MÚMÍA RAMSESARjlI. lífs og dauða, og hér er ein- mitt vel til fallinn hvíldar- • oC. staður fyrir hinn mikla fólks- fjölda, sem hér hvílir. Þessi mikli kirkjugarður er hinn stærsti og elzti í heim- inum, og nær norðan frá pýramídanum við Gizeh og suður að Dashur, sem er hér um bil 4 mílur, og er áætlað að hann muni geyma um 20 millj. mannalíka, auk ótölulegs fjölda smurðra dýra. Þar finnast langar graf- hvelfingaraðir í klettunum, sem eru fyltar af múmíum, og er þeim raðað hverri of- an á aðra og nákvæmlega smurðar, og svo vel hafa þær geymst, að það er eins og þær hefðu verið látnar í gröfina í gær; en samt sem áður hefir þessi mikli fólks- fjöldi lifað á dögum Abra- hams, Jóseps og Mósesar. En friður grafarinnar er rofinn. Nú eru múmíurnar ekki einasta sendar á forn- gripasöfn um allan heim, — þannig finnur maður marg- ar múmíur á enska forngripa-

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.