Frækorn - 15.10.1903, Page 13

Frækorn - 15.10.1903, Page 13
FRÆKORN. 141 (4) Hún þykist gjðra mannlífið fullkomnara, en stendur þó á móti allri upplýsingu. Science and Health kennir, að heilbrigðisfræðin og likamsbyggingarfræðin leiði til sjúkdóms og dauða. (5) Hún tileinkar sér æðri vizku, en gjörir þó staðhæfingar, sem ganga óviti næst. (7) Hún þykist lækna líkamann með því að kenna, að allir sjúkdómar séu bara ímyndanir dauðlegrar hugsunar, þar sem hún læknar þá að eins með einföldum og velþekktum að- ferðum - áhrifum á taugakerfið. (7) Hún þykist taka burtu sársauka lífsins, þarsem það þó mundi margfalda bölið hundrað- falt, að fylgja blekkingu hennar. (Úr ritgjörð í Aldamótum XII, eftir séra Björn B. Jónsson.) Auður og réttlæti. Ensk saga. John Qriffith, auðugur enskur verksmiðju- eigandi, sat eitin dag heima á herbergi sínu í hinu skrautlega húsi sínu. Ef dæma ætti eftir útliti hans, voru hugsanir hans að hvarfla um eitthvað mjög hugnæmt. — Það lítur svo út, sagði hann við sjálfan sig, sem tekjur mínar í ár muni hækka upp í 15,000 pd. sterl. (270,000 kr.) Það er engin smá-upphæð fyrir mann, er byrjaði sem fátækur strákur. Eg er heldur eigi mjög gamall, að- eins 60 ára. Það er fleiri en einn aðalsmaður hér í landinu, sem mundi verða feginn, ef hann hefði þær tekjur, sem John Griffith hefur. Dóttir mín skal fá mikið fé í meðgift. Vinnumaður einn kom inn og truflaði John Griffith í hinum þægilegu hugsunum hans. — Herra Griffith, sagði vinnumaðurinn, þrír menn standa fyrir utan og óska að fá að tala við yður. — Þrír menn ? — Já, herra Griffith; þeir eru engir herrar, sagði vinnumaðurinn, sem skildi spurninguna. Eg ímynda mér, að þeir séu úr verksmiðjunni. — Svona. Látið þá koma inn. Það var helgur dagur og því ekki unnið á verksmiðjunni. Mennirnir voru því lausir. Fljótt heyrðist fótatak í tröppunni, og inn komu þrír menn, sem hægt var að sjá, að til- heyrði þeirri stétt, sem verður að aflasér dag- lega brauðsins með harðri og stöðugri vinnu. Föt þeirra og allt útlit þeirra bar þess ijósan vott. — Hvert er erindi yðar? spurði herra Griffith, um leið og hann stóð upp frá stóli sínum og leit með undrun á mennina. Eru þeir í vinnu við verksmiðju mína? — Já, herra Griffith, svaraði sá, sem stóð fremstur, en hann hét Hugh Roberts. Vér er- um í vinnu við verksmiðjuna, og vér erum komnir til þess að tala við yður um vinnu vora þar. — Svo er það, sagði herra Griffith, um leið og hann settist aftur; gerið þér svo vel að segja hvers þér óskið. — Já, herra Griffith, vér vonum, að þér eigi misvirðið það við oss, sem vér höfum að segja. Vér erum komnir til þess auðtnjúklega að biðja yður um að gjöra svo vel að hækka laun vor. — Hækka laun yðar! hrópaði herra Griffith með óánægju. — Já, herra Griffith; vér vonum, að þér reiðist oss ekki út af því. — Borga eg ekki eins mikið og aðrir verk- smiðjueigendur borga? — íJað getur verið, herra Griffith, svaraði Hugh Roberst. En það er fjarskalega erfilt að komast af með 3 shillings um daginn. (1 shill- ings er 90 au.) — En ef eg borgaði yður meira í vinnu- laun en aðrir gera, þá mundu þeir geta selt vörur sínar með iægra verði en eg mundi geta. — Eg veit ekki, herra minn, en eg trúi því, að við mundum vinna njeð meiri lyst og at-

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.