Frækorn - 16.12.1903, Blaðsíða 5

Frækorn - 16.12.1903, Blaðsíða 5
tRÆKOk N. 173 Hér drekíd ég sorgum í sælunnar lind, og sárindin hverfa um tíma, — — eg dreg upp af lífinu ljósari mynd við leiftur, hvar þekkist ei gríma, við bjarma, sem géislar frá guðlegri sál og gerir mér vonina bjarta, en álengdar heyri þó ómandi mál frá einstöku stynjandi hjarta. Hallgr. Jónsson. “ <sr» Minni Kristjáns koininsrs lx. Á 40. afmæli stjórnar hans 15. nóv. 1903. Með vegsemd berðu, vísir kær! þín völdin fjögra tigu ára, því sóminn þinna silfurhára á ríkið aftanroða slær. í dag er glatt í björtum borgum, nú brenna ljós á fögrum torgum. Nú horfa lands og lagar völd með lotning á þinn ríkisskjöld. En stjórn þfn hófst á háskatíð, er hjörinn grimmi völdum skifti, og enginn með þér Iaufa lyfti, en þjóðin draup við dauðastríð. Þá gekstú fram í stjórnar stafni og stýrið tókst í drottins nafni: Nú undrast heimsins ógnar-völd, að enginn á s o fagran skjöld! Nú mætir dýrleg fursta fjöld í flokki þinna veldisniðja, og eigin lýðs, og allir biðja, að friður guðs þitt krýni kvöld. —- Þú, norræn Saga, sástú fegra? Hvar sástú höfuð konunglegra? Hvar horfðuð þér á hreinni skjöld, þið heimsins stóru maktarvöld? Með »rétt« óg »æru« ríktir þú, Óg rikið óx, svö gegnir furðu, svo fljót og stór þau framstig urðu, er lönd þín, sjóli, sýna nú. Þín gifta vár, svo glöggt að skilja Og gjöra’ og styðja fólks þíns viija. Nú bléssar fólkið öld af öld þinn auðhumilda tíkisskjöld. Vér börn þín yzt við íssins haf og öll vor þjóð þér kveðju færum og gullinstrenginn hrærðir hrærum: Til lífs, til lífs þig guð oss gaf! Þú eini jöfur aldrei brást oss, þú eini jöfur komst og sást oss. Þú færðir oss vor fornu völd, og fægir e;.n vorn þjóðarskjöld. Þú, jöfur, engum öðrum jafn, vor æðsta d'-s, hin tigna Saga, skal róma hátt við hörpu Braga þitt dýra Kristjáns konungs nafn ! Og þegar fánann fram skal bera, og frelsið meir’ en nafnið vera, skal þjóð vor blessa öld af öld þinn auðnusæla, hreina skjöld. Matth. Jochumsson. Veizlur. Þegar þú býður til miðdags eða kvöld- verðar, bjóð þú þá hvorki vinum þínum, bræðrum eða náungum, ekki heldur ríkum nágrönnum þínum, svo bjóði þeir þér aftur, og verði það þér þannig endur- goldið. Heldur nær þú gjörir heimboð, þá bjóð þú fátækum, vönuðum, höltum og blind- um; Og sæll ert þú þá, því þeir hafa ekk- ert til að endurgjalda þér með: en það mun verða þér endurgoldið í upprísu réttlátra. (Lúk. 14, 12—14.) Jesús Kristur.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.