Frækorn - 16.12.1903, Blaðsíða 13

Frækorn - 16.12.1903, Blaðsíða 13
FRÆ.KORN. 181 Ekki nema eina ferð »Þegar eg var unglingur,« segir James Simpson, »bjó í nágrenni við okkur mað- ur, sem var alþekktur fyrir örlæti sitt. Ef hann seldi eitthvað af þvi', sem hann lét úti frá sjálfum sér, þá var hann ætíð vanur að láta eitthvað framyfir hina ákveðnu þyngd eða mál, og það oft að miklum mun. Kunningi hans einn, sem lengi hafði veitt þessu eftirtekt, sagði við hann, að hann hlyti að skaðast stórum á þessum útlátum, þar eð hann mældi ætíð af sjálfum sér, er hann léti eitthvað úti. En maðurinn svaraði: »Guð hefur gefið mér tilefni til að ferðast að eins einu sinni um í heimin um, og þegar sú ferð er á enda, þá get eg ekki snúið aftur til að leiðrétta hrös- un mína og yfirsjónir.« Hið bænrækna ungmenni, Hinn m'kli ágætismaður presturinn Jón Angell Jakob, sem var einhver mesti kennimaður sinnar tiðar, og óþreytandi starfsmaður í kirkjufélagi sínu, hefur sagt, að mestaíla starfsemi sína og gagn það, sem hann hafi gert í kristinni kirkju, sé að þakka einum skólabróður sínum, sem bjó í sama herbergi og Angell. Hann hafði ávalt kropið á kné og beðið til guðs, áður en hann afklæddi sig á kvöldin. »Síðan eru liðin nær því fimmtíu ár«; segir hann, »en hið [litla herbergi og hin óbrotna hvíla, er ungmennið kraup við á bæn til guðs, stendur mér enn svo glöggt fyrir hugskotssjónum, að mér mun það aldrei gleymast, ekki einu sinni í dýrð himnanna.« Sköpun konunnar. Svo segir í indverskri goðafræði, að í upp- hafi tímans skapaði Twashtri heimrnn og manninn. En þegar guðinn svo ætlaði að fara að skapa konuna, kom í ljós, að öll efni voru uppgengin, þau er handbær voru. Twashtri sat lengi hugsi, unz honum kom ráð í hug. Hann safnaði saman hringmynd tungHins og bylgjulagi höggormsins; sveigjanleik jurtanna og titringi stráanna; veikleika reyrsins og viðkvæmni blómanna; léttleika laufanna og augnaráði rádvrsins; leiftri sólargeislans og tárum skýjanna; óstöðugLika vindsins og hræðslu hérans; hégómagirni páfuglsins og mjúkleika dúnsins, sem sprettur á brjósti spörfuglsins; hörku demantsins, sætleikahun- angsins og grimmd ljónsins; hita eldsins og kulda snjósins; masi spóans og kvaki dúf- unnar. Öll þessi efni hrærði Twashtri saman og skapaAi úr þeim konuna. Hann gaf hana síðan manninum. Þegar liðnir voru átta dag- ar, kom maðurinn til Twashtri og mælti:' Herra! konan, sem þú gafst mér, gerir líf mitt óbærilegt. Hún masar óaflátanlega, hún tefur fyrir mér, hún möglar án orsakar, hún er ávalt veik. Eg er kominn til að biðja þig að taka við henni aftur, því eg get ekki lifað með henni.< Og Twashtri tók við konunni aftur. Eftir átta daga birtist maðurinn aftur frammi fyrir guðinum og sagði: »Herra!« Líf mitt er mjög einmana, síðan eg skilaði þér aftur konunni. Eg minnist þess, að hún dansaði fyrirmig og söng. Eg minn- ist þess líka, að hún leit oft til mín undan augnalokunum og hún skemmti mér og vakti mér yndi.« Og Twashtri fékk manninum konuna aftur. Ekki liðu nema þrír dagar, bar til guðinn sá, hvar maðurinn kom á ný ólundatlegur á svip- inn. »Herra!« sagði maðurinn, »eg veit ekki, hvernig á því stendur, en eg er nú sannfærð- ur um, að konan bakar mér meiri skapraun, en hún vekur mér ánægju. Herra! eg grát- bið þig að taka við henni aftur.« En Twashtri reiddist og mælti: »Far þú, maður, og ger það bezta, j)ú get- ur.« Maðurinn sagði: »Eg get ekki lifað með konunni.« Guðinn svaraði: »Þú munt heldur ekki geta lifað án henn- ar.« Og maðurinn gekk burt niðurlútur og angr- ! aður: »Vei mér aumum! Eg get ekki lifað með henni, og eg get ekki lifað án hennar.« Vínland. ,s\l) (§r

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.