Frækorn - 16.12.1903, Blaðsíða 10

Frækorn - 16.12.1903, Blaðsíða 10
i78 FRÆKO RN. Páfadæmið 4. Upphefð páfans osr kröfur hans Kristindómurinn er »guð með ess« sem maður. Páfadæmið er maður yfir oss sem guð. Kristur lítillækkar sjálfan sig og verður maður, tekur á sig »þjóns- mynd«, þó »án syndar;« en maður synd- arinnar, sonur glötunarmnar . . . setur sig á móti og rís gegn Ulu því, sem guð eður heilagt kallast; svo að hann sezt í guðs musteri, og lœtur eins og hann væri guð. Lítið á Krist og hinn svonefnda stað- göngumann hans, hvorn við hliðina á öðrum. Lítið til Betlehem, Nazaret, Get- semane, Golgata. L'tið til hans, >sem þó hann væri í guðs mynd, miklaðist ekki af því, að harm var guði likur, heldur minkaði sjá/fan sig, tók á sig þjóns mynd, og varð mönnum likur. Sjáið hann, er var svo lítilmotlegur og fátækur, að rncðan refarnir hafa holur og fuglarnir hreiður, þá hefur hann ekki það, sem hann kunni höíði sínu að að halla. Sjáið hann ganga um og gera vel, og þó er hann fyrirlitinn og yfir- gefinn af mönnum, maður sorga og þján- inga. Sjáið hann, þar úti í garðinum í kyrið nælurinnar sveitast blóði, um leið og hann með undirgefni tckur á móti kaleik þjáningarinnar. Sjáið hvernig hann krýnist særandi þyrnikórónu ! Sjáið, hvern- ig hann verður húðstrýktur, spottaður og barinn I Sjáið hann hníga saman undir krossinum! Sjáið hann, sem »lítillækk- aði sig sjálfan, og var hlýðinn allt fram í cjauðann á krossinum!« Og heyrið hann þrátt fyrir allt biðja fyrir óvinum sínum: »Faðir, fyrirgef þeim, því þeir vita ekki, hvað þeir gjöra.« (Kil. 2, 5 — 8; Es. 23.) Lítið síðan í áttina til Rómaborgar og skoðið hinn svonefnda staðgöngumann Krists, fulltrúa páfaveldisins I Sjáið hans heilagleika á hásæti sínu, krýndan þre- faldri kórónu, umkringdan af óheyrðu glysi, pijáli og auð Og sjáið, hvernig konungar og keisarar ásamt áhangendum sínum falla niður og kyssa stóiutá hans! Hcyrið, hvernig hann blessar tilbiðjendur sína, en útsendir fyrirdæmingardóma sína yfir alla, sem ekki beygja sig undir hans andlega harðstjórnarveldi, um leið og hann líka — þegar hann getur það — drcgur sverð hins veraldlega valds, — sverðið, senr drjúpir af blóði Krists eftii breytenda! Og hann á að vera staðgöngumaður Krists! Vér þurfum heldur ekki að fara langt aftur í tímanr, til þess að verða varir við páfalega upphefð, skraut og auð, og ekki hefur það verið aðeins ómenntaða fólkið, sem veitti páfanum virðingu og lotningu, eins og hann væri guð, heldur hinir lærðu og voldugu menn heimsins, keisarar, konungar og aðrir þjóðhöfðingj- ar. Vér áttum kost á því að sannfær- ast um þetta í byrjun þessa árs, þá er hinn nýlátni páfi hélt 25 ára stjórnaraf- mali sitt. Rúmsins vegna getum vér aðeins bmt á það hér. Mikið var þá um dýrðir. Um 75,000 manns voru þá samankomnir íRóm. Páfinn var þá klædd- ur einum hinum skrautlegasta búningi sínum, en af þessháttar skrautfötum mun hann hafa haft óteljandi fjölda. A höfði sínu bar hann hina þreföldu kór- ónu, og svo voru honum réttir hinir gullnu lyklar, sem tákna hið páfalega vald hans. »Hann setti sig á hið gullna hásæti sitt nálægt háaltarinu (í Pétuis- kirkjunni), og um leið og hann var bor- inn þaðan á setia gestatora af tólf skar- latsklæddum jnönnum, beygðu sig djúpt prinsar, kardinálar, þjóðhöfðingjar og biskupar, en fólksfjöldinn var eins og óður og heilsaði honum samtímis á 10 mismunandi málum « Þannig var frá sagt í blöðunurm Og það einkennilega er það, að einn- ig þjóðhöfðingjar mótmælenda nú á dög- um taka þátt í páfadýrkuninni. Þannig sáust meðal þeirra, sem tóku [>átt í af- mælishát'ð Leo XIII., aðrir eins menn og Játvaiður konungur og Vilhjálmur keisari. Oþarft er það, að færa rök að því, að Kristur hafi ætlað og óskað, að eftir- breytendur hans skyldu framvegis sýna sömu auðmýkt og óeigingirni, og hann sjálfur sýndi. »Takið á yður initt ok og

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.