Frækorn - 16.12.1903, Blaðsíða 6

Frækorn - 16.12.1903, Blaðsíða 6
174 FRÆKÖRN. Vegur krossins Konungur himinsins, drottinn dýrðarinnar, yfirgaf auð, heiður og vald til þess að frelsa fallna menn. Hann kom til jarðar og lifði lífi í niðurlægingu, fátækt óg smán. „Hann þoldi krossfestíngu í stað þeirrar gleði, sem hann átti kost á.“ Hví erum vér þá svo næmir í tilliti tilhörm- ungar og smánar, þegar drottinn og meistar- inn hefur gefið oss slíkt dæmi? Oetum vér gert oss von um að fá að innganga til gleði drottins vors, þegar vér ekki erum viljugir til þess að taka þátt í píslum hans? Skyldi þjónninn vera óviljugur til þess að lifa í niðurlægingu og smán, þegar herrann og meistarinn urnbar þetta allt hans vegna? Skyldi þjónninn halda sér frá því að lifa í auðmýkt og sjálfsafneitun, sent mun vérða honum til eilífrar gleði? Heitasta ósk hjarta míns er, að eg mætti fá hluttöku í píslum Krists, til þess að egásíðan mætti verða hluttakandi í dýrð hans. Hinn guðlegi sannleikur hefur aldrei verið heiðraður i heiminum. Af náttúrunni til gera menn uppreisn gegn sannleikanum. En með guðs hjálp er það mögulegt að segja skilið við allan stoltleika, allan kærleika til heimsins og allt, sem leiðir burtu frá guði, til þess að fylgja Kristi. Þeir, sem hlýðnast sannleikanum, verða aldrei elskaðir né virtir af heiminum Þegar hinn guðlegi meistari gekk á meðal mannanna barna, þá hljómuðu þessi orð af vörutn hans „Hver, sem vill fylgja mér, afneiti sjálfum sér, taki á sig sinn kross hversdagslega og fylgi mér eftir." Lúk. 9, 23. Látum oss fylgja meistara vorum. Leitaðist hann við að ná heiðri manna? Nei, nei. Eigum vér þá að sækjast eftir heiðri og hylli heimsins? Þeir, sem ekki elska guð', elska heldur ekki börn hans. Heyrið, hvað vor himneski meist- ari segir: „Vei yður, nær tnennirnirhæla yður." Lúk. 9,26. „Sælir eruð þér, þegar menn at- yrða yður, ofsækja og tala gegn yður allskonar illyrði mín vegna, en þó Ijúgandi. Fagnið og verið glaðir, því yðar verðkaup er mikið á himnum." Matt. 5, 11. 12. E. O. White, Hvað segir drottinn um gamla testamentið? Eftir C. Asschenfeldt Hansen sóknar- PREST. Já, hvað segir drottinn? Lýsir hann Abraham sem þjóðsagna- persónu ? Segir hann oss, að Móse hafi ekkert að gera með Mósebækurnar sem höfund- ur þeirra? Segir hann líka, að Davíð enga sálma hafi i itað? Hafnar hann einnig Jónasar bók og Daníelsbók sem falsritum? I Jóh. 5, 45—47 segii drottinn við Gyðingana: »Ætlið ekki, að eg muni á- kæra yður fyrir föðurnum; sá er, sem á- kærir yður Móse, sem þér treystið, Ef þér tryðuð Móse, þá tryðuð þér og mér, því hann hefur skrifað um mig. En ef þér trúið ekki hans ritum, hver von er þá til þess, að þér trúið mínum orðum?« Kemur þetta heim við biblíukritík- ina? Um Abraham segir drottinn (Jóh. 8, 56): »Abraham, faðir yðar, gladdist af því, að hann mundi sjá minn dag, og hann sá hann 07 gladdist.« Bendir þetta á, að drottinn skoðaði Abraham sem þjóðsagnapersónu ? Og með tilliti til Davíðs sálma nefnir drottinn í Matt. 22, 41—45 Dav. 110. sálm á þann hátt, að orð hans verða meiningarlaus og án alls kraftar, efþessi sálmur er ekki skrifaður af Davíð. Oll röksemdaleiðsla drottins á þessum stað

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.