Frækorn - 15.02.1905, Qupperneq 9

Frækorn - 15.02.1905, Qupperneq 9
FRÆKORN 29 ár að stóli, og tók nú að gefa út bæk- ur til eflingar lútherskum sið og kristin- dómi; gerðist hann þar svo stórvirk- ur og afkastamikill, að heita má, að all- ur kristindómur og guðs orð á Islandi fram á þessa öld stafi nær eingöngu frá honum, Biblíuna þýddi hann alla og gaf út (1584) með frábærri rausn og snildar- frágangi. Það var stórvirki unnið á stuttum tíma Og þar með unnin kristin- dóminum mesta þörf. »Eitt stórverk gafstu mér, guð, af náð að gjöra með kröftunum ungu: nú geymir að eilífu Isa-láð þitt orð á lifandi tungu« leggur séra Matthías Guðbrandi í munn. Guðbrandur lýsti biblíuna mjög að myndum og skar þær sjálfur, því að hann var þjóðhagi. Sálmabók gaf hann út (1580 og aftur 1919) til söngs við messugjörð og húslestra og enn nótna- bók með sáimum, sem vér köllum »grall- ara«; kom sú bók út 19 sinnum (fyrst 1594, síðast 1779) og var aðal kirkju- söngsbók á Islandi alla 17. og 18. öld og síðan notuð fram á 19. öld. (Síð- astur presta á Islandi, er haft hefir grall- arann við messugjörð, mun hafa verið séra Skúli Glslason á Breiðabólsstað, en hann dó 1888.) Það yrði langt að telja, ef þylja skyldi upp allar þær bækur, er Guðbrandur biskup ritaði eða þýddi eða lét rita og þýða og gefa út, en ekki er það mörguin fátt í hundraðið. Ouðbrandur biskup var um alla hluti llangmestur lærdómsmaður allra samlendra manna í þá daga. í veraldlegum málum og landsmálum tók hann mikinn þátt og var kappsam- ur þar sem annarsstaðar, og lét ekki hlut sinn fyr en í fulla hnefana, og komst því í harðar deilur við ýmsa menn. Mjög var hann þjóðrækinn maður og studdiáallan hátt að sóma og gagniþjóðar- innar. Hreinn og beinn var hann í orð- um og hispurslaus íallri framkomu. Iðju- maður var hann dætnalaus. Hann andaðist að Hólum 20. júlí 1627. Hafði hann þá verið 56 ár biskup, og eru slíks engín dæmi önnur á Islandi. Þá hafði hann fimm um áttrætt. (Að mestu leyti eftir Sf. II, 6). Bræöur konung'sins. Konungur nokkur var einu sinni úti á skemtigöngu. Mætti honum þá bein- ingamaður, sem fór fram á, að kon- ungur gæfi sér peninga. En konungur gaf honum ekkert. »Herra konungur«, sagðí beininga- maðurinn, »þú hefir víst gleymt því, að vér erum aliir bræður og eigum að skifta öilu bróðuriega með oss. »Pað er satt, sem þú segir«, sagði hann, »allir eruni vér bræður.« Og hann gaf honum guilpening. Beiningamaðurinn tók við guiipen- ingnum og sagði: »Pað er nokkuð iítið, sem þú gef- ur mér! Qetur það heitið að skiþa bróðurlega? Pú átt meira en eina miiiíón guiipeninga, og þó gefur þú mér að eins einn. »Satt er það«, sagði konungurinn; »eg á meira en eina miilion gullpen- inga, og samt hef eg að eins gefið þér einn; en bræður mínir eru líka eins margir og gullpeningarnir«. Eftir Tolstoj. Biblíugáta. 2. Hvenær var skorið úr þrætu með því að horfa á mynd?

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.