Frækorn - 27.03.1907, Síða 7
FRÆKORN
91
að 7 árum líðnum (þar frá) þá yrðu
»aldamót«.
Sennilega álíta flestir menn báðar
þessar spár markleysu. En hjátrúar-
fullir menn geta sumir hverjir gert
»númer« út af því.
Án þess að dæma neitt um þær
skulum vér taka það fram, að um
heimsenda hefir Kristur sagt þessi
skýru orð:
»En þann dag og tima veit enginn
fyrir*. »Mannsins sonur mun koma
þegar þér sízt ætlið«. Matt. 24, 36.
44.
»Himinn og jörð mun forganga, en
mín orð munu aldrei forganga. »En
þann dag eður stund veit enginn«.
Mark. 13, 31. 32.
»Pað er ekki yðar að vita tiðir eða
tima, sem faðirinn hefir sett i sjálfs
síns vald«. Postg. 1, 7.
Hins vegar ítrekar orðið, að dagur
drottins er nálægur, og við endalok
hinnar helgu opinberunar segir herra
tímans og eilífðarinnar: >Sá, sem
þetta vottar, segir: já, egkem skfótt«.
Op. 22, 20.
Verið því viðbúnir! F*ví mannsins
sonur kemur ekki á þeim tíma, sem
nokkur maður segir. En hann kemur
skjótt. Og hafi það verið satt, þegar
sjáarinn heyrði þau orð á eyjunni Pat-
mus, þá eru þau engu að síður sönn
í dag.
Hugsanir.
Pá sit eg einn og halla hönd að kinn
og hugsjón leiði æviferil minn,
mighrygðin slær, því harla margt þar er
sem harðan dóm og sakir á mig ber.
Og það var- sælum sumardegi á
er sólarljósið skein mér fyrst á brá,
þá fold var reifð í unað, yl og skrúð
og upp mót sólu horfðu blómin prúð.
Og tíminn leið, — og vetrar höndin
hörð
í harðan klaka greipti blóm og svörð.
Já, tíminn leið, — og Ijósbjört sumartíð
því lífið gaf, seni deyddi vetrarhríð.
Já, þannig alt er umbreytingu háð
þó eitt ei breytist: drottins mikla náð,
og sérhvað lúta verður valdi hans —
hans vilji’ er ofar hyggju’ og ráði
manns.
Mig langar, guð, að ganga’ á vegum
þín,
svo gæfan mætti signa sporin mín,
og þreyttur síðast falla’ í faðminn þinn
nær feigðargustur leikur mérumkinn.
T. O. 4.
Hvildardagur - Sunnudagur.
(Aðsent.)
Hvíldardagurinn er ætlaður og tilsettur
af guði, mönnum og skepnum til hvíldar,
ánægju og blessunar.
En hvernig notum vér kristnir menn
hinn eina hvíldardag vikunnar, sem vér
að nafninu til höldum helgan?
Pað virðist að helst til mikið kæruleysi
eigi sér stað hjá ærið mörgum með van-
brúkun hans.
Pað er orðið víða, að flest dagleg störf,
hverju nafni er nefnast, eru ekki síður
unnin á sunnudögum en hina dagana.
Parf þetta nú endilega að eiga sér stað?
Flest fólk þykist fullþreytt eftir erfiði
vikunnar einkum í sveitunum á sumrin,
meðan sláttur stendur yfir, og er það von,
því það er erfiður starfstími bæði fyrir
menn og skepnur.
Það er auðvitað ekki takandi til þess,
þó eitthvað lítilfjörlegt sé gjört, ef endi-
lega nauðsyn krefði þess, en alt, hvað
meira er gjört, er ófyrirgefanlegt kæruleysi
og lýsir mjög mikilli vanþóknun gagn-
vart deginum.