Frækorn


Frækorn - 27.03.1907, Qupperneq 9

Frækorn - 27.03.1907, Qupperneq 9
PRÆKORN 93 Hinn yfirgefni. »Guð minn, guð minn, hví hefir þú yfirgefíð mig?« Konungursálar minnar, ástkæri drott- inn minn! Hvaða umbrot verða nú í djúpi anda þíns? Aldrei heyrði eg þig mæla svo fyr. Föður-nafnið er bliknað á vörum þínum, og þú ákallar guð þinn og segir, að hann hafi yfirgefið þig. Jafnvel í grasgarðinum, þar sem þú sveittist blóði, gaztu sagt: »Faðir\« En nú er orðið dimt fyrir augum sál- ar þinnar samfara því, að myrkur legst yfir landið. — Rú segir nú aðeins »guð«, og þér virðist að guð sé þér horfinn. Mín vegna leiðstu hinar ósegjan- legu kvalir. Mín vegna færðist myrkr- ið yfir sál þína. Ti! þess að eg skyldi ganga í Ijósi guðs auglitis, til þess að synd mín hyrfi, og eg, hinn seki, næði eilífu, óslítanlegu sambandi við föður þinn. Lofa þú drottin, sála mín, og alt sem i mér er, hans heilaga nafn. ®irosBÍnn. Lofið drottin, lífsins herra! Líf í dauða hann oss gaf, vora synd og sorg lét þverra, sökkva guðs i kærleiks haf. Blóðið sitt lét drottinn drjúpa, döggvar það vor hjartasár. Látum oss við kross hans krjúpa! Komum, grátum synda-fár. Komum, höndlum frið og frelsi. Friðþægt hefir Jesús oss. Trúum, sigrum synda helsi. Sigrum fyrir Jesú kross. D. 0. (1907).

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.