Frækorn - 22.03.1909, Side 4

Frækorn - 22.03.1909, Side 4
36 FRÆKORN kensla ætti alveg að hverfa úr þeim, séu þeir styrktir af al- mannafé, — er hárrétt afleiðing af trúarbragðajafnrétti. Kirkjufélögin frjálsu tækju auð- vitað trúarbragðakensluna að sér sém sérkenslu, líkt því og hefir tíðkast víða í löndum mót- mælenda og t. d. á sér stað að nokkru leyti hér á landi, þar sem kristindómsfræðslan er feng- in í hendur prestanna. Prestar þeirra kirkna, sem yrðu í land- inu eftir að »umbótin mikla< væri komín, fengju þá eðlilega það hlutverk að fræða börn hver í sinni kirkju, en ekki annara kirkna börn. „Ðjarmi" um trúboð §, d. aðvontista. 15. f. m. flytur »Bjarmi<' grein eftir einhvern A. B. um >Trú- mál og kristindóm«. Ræðir þar um ýms trúmál, þótt lítið béri á röksemdum. Skal eg ganga fram hjá öllu, sem þar er sagt, nema eftirfarandi orðum um mig og s. d. a. trúboðið. Pað geti sem sé verið vel vert að sjá, hvílíkar staðleysur þétta blað geti borið á borð fyrir lesendur sína, at- hugasemdalaust að öllu leyti. Á. B. segir: »Aðventista-trúboðið, sem Da- vid Östlund flytur hér í blaði sínu Frækornum og fleiri ritum, kvað vera farið að fá áhangend- ur í Reykjavík. Mun það mest koma af því, að blað hans inni- heldur svo mörg fögur kristin- dómsatriði innan um hinarGyð- inglegu bókstafskreddur, svo sem helgihaldið og svo um skírnina, sem fáir munu geta séð að hafi ! þýðingu í þá átt, að gera mann að guðs barni, — ekki að tala um sálarsvefninn, sem ekki hef- ir einusinni bókstaf fyrir sér í ritningunni. Um þessar kenn- ingar hefir einhver Ó. V. ritað ágæta grein í Bjarma og ræð eg mönnum til að lesa hana.« „Syðinglegar bóksfafskredc/ur". Eins og menn sjá aftilvitnun- inni hér að framan, er það tvent, sem þessi gamli, heiðursverði »rétt-trúaði« »Bjarma«-höt'undur uppnefnir þannig; það er helgi- haldið og skírnina. Gáum nú að: 1. Skírnin. Sé skírnin »gyðingleg bók- stafskredda«, hví vill »Bjarmi« og fylgislið hans þá viðhafa hana? Eða vill þessi sveit meða! trú- mannanna afneita skírn ailri, af því að gyðingurinn Jesús Kristur, frelsari vor, innsetti hana? Eða er skírnin ekki »gyðing- leg bókstafskredda«, ef breytt er nógu mikið frá orðum heilagrar ritningar, eins og þjóðkirkjan vitanlega gerir? Á. B. hælir »hreinni Lúth- erstrú«? Veit liann það, að Lúther sjálfur var öldungis sam- dóma því, sem s. d adventistar framfylgja í tilliti til skírnarað- ferðarinnar? Vér höfum áður tilfært orðrétt orð Lúthers um þetta mál, en vegna »Bjarma« og Á. B. verðum vér að gera það aftur. Lúther segir um skírnaraðferðina, í Stóra-katekis mus: »Að lokum verða nienn einnig að þekkja, hvað skírnin þýðir, og hvers vegna guð einmitt býð- ur slík ytri tákn og verkanir í því sakramenti, sem fyrst veitir oss móttöku í kristnina. En verknaðurinn eða ytri táknin eru i því innifalin, að oss er dýft niður í vatnið og: vér síð- an dregnir upp úr því. Pessi tvö atriði: að hverfa niður í vatnið og koma aftur upp úr því, táknar kraft og áhrif skírn- arinnar, sem ekki er annað en deyðing hins gamla Adams og því næst upprisa hins nýja manns.« Petta er »hrein Lútherstrú*. Og hún er bókstaflega og and- lega í samræmi við heilaga ritn- ingu. Vill ekki »Bjarmi« og Á. B. fylgja oss að málum að boða og framfylgja þessari »hreinu Lúthers-trú< ? Væri það ekki betra og sæmi- legra en að uppnefna kenningar, sem »Bjarmi« og Á. B. geta ekki með einu orði neitað að séu bæði biblíulegar og lútherskar? »Bjarmi« leggur ekki út í að svara þessum skýru spurningum. Það er engin hætta á því. Og fólk út um land skilur ógn vel, hvers vegna hann ekki gerir það. 2. Helgihaldið. Manni verður á að segja:- Þegar sunnudagurinn er lielg- ur haldinn hjá þjóðkirkjumönn- um, þá er það alt í lagi. En undireins og menn faraaðhalda helgan þann dag, sem drottinn óneitanlega hefir helgað og bless- að til hvíldar, þá þarf að koma með óviðeigandi orð um þá, sem halda þessu »helgihaldi< fram, Erhvíldardagshelgihaldið »gyð- inglegt« í raun og veru? Jesús Kristur svarar þeirri

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.