Frækorn - 22.03.1909, Síða 5
spurningu í Mark. 2, 27: »Hvíld-
ardagurinn er orðinn til manns-
ins vegna.«
Hvíldardagurinn varð til við
sköpunina, um 2,000 ár áðuren
nokkur Gyðingur var til.
Pað er þess vegna ósatt mál
og villandi, að nefna hvíldar-
dagshelgihaldið »gýðinglega bók-
stafskreddu«, eins og »Bjarmi«
gerir.
Um hvíldardagsmálið hefir svo
oft verið talað með biblíulegum
og sögulegum rökum í »Frækorn-
um«, að nær væri »Bjarma« að
leítast við að hrinda því, ef hann
treysti sér til þess. - En upp-
nefni á þau kristindómsatriði,
sem eru blátt áfram úr ritning-
unni, þar kend jafn skýrt og
hin tíu boðorð drottins vors,
það ætti hann að forðast al-
gerlega.
Að gefa í skyn, að >Frækorn«
haldi þvi fram, að skírn og
helgihald hafi þýðingu í þá átt
að gera mann aðguðsbarni« —
það er grátleg rangfærsla.
»Frækorn« hafa haldið því
fram, að maðurinn verði guðs
barn einungis fyrir trúnaájesúm
Krist, og verk vor, hvort sem
það er skirn, helgihald eða hvað
annað, sem guð býður oss í
orði sínu, er ávöxtur þess að
menn eru orðnir guðs börn
Skírn og helgihald gera eng-
an að guðs barni, en fyrirlitning
á skírn og helgihaldi geta vel
átt sinn þátt í því að svifta menn
náð guðs, eins ogdrottins þjónn
v'tnaði forðum: »Fyrst þú hef-
11 burtsnarað drottins orði, þá
^ef'r hann burtsnarað þér.« 1.
Sam. 15s 23.
^er vonum, að »Bjarmi« vilji
FRÆKOKN
ekki gjöra sig sekan í neinu
slíku.
Pá er loks:
3. Dauðasvefninn.
Það er einkennilegt, að»Bjarmi«,
sem er sannnefnt »heimatrúbóðs-
blað«, skuli amast við kenning-
una um þetta efni, fyrst hinn
mikli höfuðprestur heimatrúhoðs-
ins, séra Vilhelm Beck, kendi
hið sama um dauðasvefninn og
»Frækorn« hafa gjört.
»Frækorn« hafa ekki betra
svar í þessu efni til »Bjarma«
heldur en einmitt orð Vilhelms
Becks. Rað sést líka á þeim,
hvort sú kenning hafi ekki orð
heilagrar ritningar með sér.
Vilhelm Beck segir:
»Astandinu milli dauóans og
upprisunnar verður í heild sinni
tekið að líkja við kyrrláta nótt,
þangað til morgun upprisunnar
kemur, og hinir trúuðu dauðu
hafi það eins og sá, sem sefur
kyrrlátum, blessuðum svefni,
þangað til drottinn vor Jesús
Kristur kemur aftur og vekur
hina sofandi til upprisunnar.«
»Eg get sagt, að eg hafi lesið
og heyrt með velvild alt það,
sem trúaðir menn hafa mælt á
móti mér í þessu máli, en eg
hefi ekki fundið neitt í því, sem
hafi haft sannfærandi valdtil þess
að breyta þessari skoðun minni.
Drottins orð: »mér berað vinna
verk þess. er mig sendi, meðan
dagur er; nóttin kemur, þá eng-
inn getur unnið« (Jóh. 9, 4.),
þessu hefir enginn getað um-
hverft, hversu mikið sern gjört
hefir verið til að kollvarpa því.
Hann hefir sagt það án allra
undantekninga. Og það stend-
ur skrifað í helgri ritningu til
37
þess að vera oss regla og leið-
beining fyrir kenningu vorri og
lífi voru. »Nóttin kemur, þá eng-
inn getur unnið« — og jafnvel
ekki drottinn vor Jesús Kristur
sjálfur. »Eg get ekkert verk
unnið, þegar dauðans nótt upp
rennur«, það hefir hannsagtum
sjálfau sig fyrir dauða sinn. Hann
hefir þá ekkert verk getað unn-
ið, meðan hann var dauður....«
>Nóttin kemur, þá enginn get-
ur unnið« — heldur ekkimaður-
in.n. Þú getur ekkert verkunnið,
þegar dauðans nótt kemur,« það
hefir hann sagt við hvern mann.
Enginn maður getur unnið að
afturhvarfi sínu né annara manna
milli dauðans og upprisunn-
ar. Enginn maður getur unnið
að andlegum þroska sínum og
vexti milli dauðans og uppris-
unnar. Og alt það, sem menn
prédika um þetta, er tómur heila-
spuni, sem ekkert hefir við að
styðjast í guðs orði, og það
stríðir beint á móti þessu skýra
orði meistarans.
Hvað verður svo annað eftir
að hugsa um ástandið milli dauð-
ans og upprisunnar, þegar alt
verk er ómögulegt, - já, hvað
annað getur maður hugsað sér,
en að ástandið verði eins og kyr-
lát nótt (og meistarinn kallar það
»nóttina«) og kyrlátur svefn, eins
og Jesús segir um hinn dauða
Lazarus og hina dauðu dóttur
Jaírusar.aðþau »sofi«,ogguðsorð
aftur og aftur talar um hina dauðu
sem »hina burtsofnuðu.« Eg
skil ekki, hvernig maður géti
hugsað sér það öðruvísi. Við
reynum það sífeldlega, að þegar
líkaminn fellur í t'astan svefn, þá
er einnig sálarlífið í meðvitund-
arlausu ástandi; sálargáfurnar