Frækorn - 22.03.1909, Side 9
FRÆKORN
41
um, sem gerðust kristnir af heið-
ingjunum, að þessir t. d. skyldu
láta sig umskera og halda Móse-
lögmál, — fórnfæringar, matarsiðir
og hátíðahald þar í innifalið.
Út af þessu ágreiningscfni héldu
postularnir almennan fund í Jeiú-
salem. Niðurstaðan, sem jaeir kom-
ust að, var þessi: »Ekki skai íþyngja
þeim, er frá heiðni snúast til guðs,
heldur skrifa þeim að þeir haldi
sér frá allri flekkun af skurðgoð-
um og frá frillulífi og frá köfn-
uðu og frá blóði.« Pgb. 15, 19.
20.
í hinum nýja sáttmála er þetta
því gildandi lög enn. »F*að er á-
kvæði heilags anda«, að trúaðir
menn haldi sér »frá köfnuðu og
frá btóði« sem fæðu. Pgb. 15,
28. 29 Sá, sem lætur drottins orð
leiða sig, mun því ekki — þrátt
fyrir hina almennu reglu í Róm.
14. — g.ta gefið sig viðslíku, hvað
fæðu snertir »Hið kafnaða og
blóð« sem mat er hið eina, sem
er undantekið, þegar kristnir menn
að öðru leyti eru leystir frá regl-
um garnla testamentisins um mat og
drykk.
Hvíldardagurinn getur held-
ur ekki verið afnuminn, þótt fórn-
færingar og hátíðisdagar aðrir frá
gamla testamentinu séu afnumdir,
því að:
1) Krislur hélt hann heilagan
(Lúk. 4, 16). 2) Kristur skipaði
lærisveinum sínum að biðja um
guðs náð til þess að gæta í'.úus
við flótta þeirra frá Jerúsalem ár
70 e. Kr. (Matt. 24, 20). 3) Sið-
ferðislögmálið, sem hann er í, gild-
ir um allar aldir nýja sáttmálans
(Matt. 5, 17. —19). 4) Páll post-
uli og hinir fyrstu kristnu héldu
hann heilagan (sjá áður tilfærða
ritningarstaði). 5) Sabbatsdagurinn
var enginn skuggi af Kristi, held-
ur endurminning um sköpunina og
hefir sama varanlegleika og hún
(2. Mós. 20, 8.-11. Lúk. 16, 17).
6) Guðs börn á hinum síðasta
tíma tnunu varðveita guðs boðorð
og Jesú trú, en sabbatsboðið er eitt
þeirra (samb. Jak. 2, 10). 7) Hvíld-
ardagurinn mun verða haldinn á
hinni tilkomandi nýju jörðu. (F.s.
66, 22, 23).
„HGÍlsuhælis~brennivín.u
Rað er einkennilegt, að sjá
orðin »heilsuhæ!i* og »brenni-
vín« saman.'
Aðflutningsbannið hefir
fengið alveg spánný mótmæli nú
á þingi.
Einn þingmaðurinn ber fram
frumvarp um það, að láta aliar
tolltekjur af víni og brennivíni
og öðru áfengi þangað til 1915
ganga til Heilsuhælisins.
Pingmaðurinn og aðrir, sem
vilja þetta, þykjast nú geta látið
landsjóð komast af án áfengis-
tollsins til hinna almennu út-
gjalda, fyrst þeir leggja til, að
láta fé þetta renna til þessa nýja
fyrirtækis, og mega aðflutnings-
bannsmennirnir taka sér þetta
»til inntektar*, enda þótt varla
sé hægt að komast hjá því, að
frumvarp þetta uin »heilsuhælis-
brennivínið* eigi að vera að-
flutningsbanninu til tafar um
nokkur ár, og ef til vili um óá-
kveðinn tíma.
Reir menn, sem vilja tefja fyr-
ir aðflutningsbanninu eða fella
það, sjá sér ekki annað fært en
að leitast við að setja hina feg-
urstu gyllingu á áfengispening-
ana, til þess að þjóðin vilji halda
1 þeim, og heilsuhælís hugmyndin
er svo göfug, að annað betra
er ekki til að dreifa, því að
berklaveikismálið he.ir hlotið þær
viðtökur hjá þjóðinni, sem eru
eins dæmi til urn langan tíma.
En anti-banningarnir reikna
skakt, ef þeir vilja styðja mál
sitt á þenna hátt.
Heilsuhæiis málið er of gott
til að verða svfvirt með þessum
blóðpeningum. Þjóðin mun ekki
fagna því, að sú stofnun, sem
hún íríviljuglega og af hreinum
og heilögum mannkærleika er
farin að taka að sér til styrktar,
skuli saurgast af fé því, sem
næst inn handa landinu með
sölu hinna ban-eitruðu drykkja.
F*að að græða fé á auðvirðileg-
um áfengis-ástríðum landsmanna
til þess með því að styrkja
heilsuhælið — það er að »gjöra
ílt til þess að gott komi af því.«
Reii munu vera mý-margir, sem
segja: Sú leið er ekki farandi.
Pað mun hægt að koma
heilsuhælinu upp, án blóðpen-
inganna, og biðin eftir því, að
aðflutningsbannlögingangi í gildi,
er nógu löng, þó hún verði ekki
lengri en til 1. jan. 1912, eins
og frumvarpið til tekur.
Noregur og bindindismálið.
Jónas Guðlaugsson fyr og nú.
í »Reykjavíkinni«, sem kom út
12. þ. m., er ritstjórinn að segja
sögu um anti-banninga í Noregi,
og því miður er sú saga miður
rétt, að minsta kosti er ekki ali-
ur sannleikurinn sagður.
Vér skulum benda á eitt atriði
sem vantar í sögusögn »Reykja-
víkur«.
Pað er um upptökin að anti-