Frækorn - 22.03.1909, Qupperneq 10
42
bindindis- og bannlagafélaginu,
sem »Reykjavík« talar um.
Svo er mál með vexti, að
bindindismenn í Noregi um mörg
ár hafa haft talsverð áhrif. Þann-
ig var Sven Aarrestad — aðal-
maður þeirra í Noregi — um
tíma í ríkisstjórn Norðmanna.
Ymsar umbætur urðu þá á
þeim lögum, sem snerta fram-
leiðslu og sölu áfengra drykkja,
en um alger bannlög er ekki
hægt að tala enn hjá þeim.
Eilt, sem brennivíns-bruggur-
unum sveið — bæði í buddu
og hjarta — á þeím árum, er
Aarrestad var í stjórninni, var
það, að þá var samþykt að taka
af brennivíns-bruggurum styrk,
er þeir áður höfðu haft fyrir
áfengis-tílbúning.
Og út af þessu myndaðist svo
— fyrir forgöngu brennivíns-
bruggara og brugghúsa-eigenda
— »félag móti bannlögum og
þvingun« —.
Hve mikils metið slíkt félag í
rauninni er, geta margir ef til
vill skilið betur en ritstj. Reykja-
víkur.
Og hve mikinn heiður öðrum
eins manni og Björnstj. Björns-
son er gerður með því að setja
hann í samband við félag þetta,
eins og »Reykjavík« gerir, er
líka hægt að renna grun í.
Líklega getur »Reykjavik« snú-
ið sig út úr þessum ógöngum
með því að segja, að afskifti
Björnsons ekki eiginlega sé í
þessu félagi, heldur í hinu poli-
tiska félagi, sem »Reykjavík«
nefnir í sömu andránni.
Og það væri óneitanlega bet-
ur viðcigandi að aðskilja málin
ofurlítið betur, en hún hefir gert
í þessari frásögn sinni.
FRÆKORN
Jónas Guðlaugsson ritstjóri
hefir verið goodtemplar og lof-
að því, »í trúnni á tilveru og
mátt allsvaldandí guðs« að gera
alt sem í hans valdi stendur að
vínna að útrýmingu áfengra
drykkja frá íslandi. Ef hann
hefði munað eftir því drengskap-
arheiti sínu, er hann reit frásögu
sína um þetta Noregs-mál, þá
hefði hún ekki orðið eins vill-
andi og einhliða, eins og raun
er á orðin.
Goodtemplara-hreyfingin og
með henni bannlagastefnan er
komin ti) íslands frá Noregi.
Meiri blessun hefir hlotist og
mun hljótast af henni heldur en
brennivíns-varnarstefnunni, sem
»Reykjavík« nú er að mæla með.
Kraftur kærleikans.
Ungur Englendingur segir svo
frá:
Eg lá á amerísku sjúkrahúsi
langt frá heimili mínu. Blóðæð
hafði brostið, og læknirinn sagði
mér, að eg ætti naumast marga
daga ólifaða. Eg óttaðist ekki
dauðann, því eg var undirbúinn.
Eg gat ekki frelsað sjálfan mig.
Kristur dó fyrir mig. Eg ósk-
aði innilega að fá að sjá móður
mína elskulegu, áður en eg dæði,
og hvað sem það kostaði varð
eg að komast heim. Rrátt fyrir
lífshættuna var eg fluttur út á
gufuskip, sem fór frá Ameríku
til Englands. Eg var svo veikur,
að eg gat ekki hreyft mig, og eg
minnist þess, að eg bað þeirrar
einu bænar dag frá degi, að guð
varðveitti líf mitt, þangað til eg
fengi að sjá móðurmína. Loks
komum við í Queenstown höfn-
ina, og skipstjórinn bauð mér
að senda símskeyti heim fyrir
mig. »Hvernig á það að vera
orðað?« spurði hann. »Ó, segið
einungis móður minni, að dreng-
urinn hennar liggi fyrir dauðan-
um hérna úti í skipinu«.
»A eg ekki að biðja hana að
koma strax að finna yður?«
spurði hann.
»Nei, þér þekkið ekki móður
mína«, svaraði eg, »fyrst þér
spyrjið þannig; hún kemur ó-
beðin.«
Að vörmu spori varhúnkom-
in og móðurhendurnar vafðar
um háls mér. —
Hversvegna kom hún óbeðin?
Af því hún elskaði drenginn
sinn.
En — jafnvel móðurástin er
mjög veik ímynd Krists kærleika,
eins og hann elskar hvern ein-
stakling.
Góð meginregla.
Fyrir hér um bil 20 árum síðan
var fátækur, vinarlaus ungur maður
í Chicago. Eftir að hann hafði með
sínum síðasta eyrir lokið við að borga
fyrir kenslu í hraðritun, fékk hann
einnig atvinnu sem bréfritari.
Hann setti sér það mark að verða
kunnugur ö lum viðskiftumyfirboðara
síns; þegar hann las fyrir bréf við-
víkjandi sólu á kolum, tók hinn
ungi maður sér fyrir að rannsaka
kolamarkaðinntilþess að geta komist
eftir, hversvegna hann seldi einmitt
fyrir þetta verð. Pegar viðskifta-
menn heimsóttu yfirmann hans, og
þeir tveir lögðu saman og báóir Ieit-
uðu egin hagnaðar, veitti hann,
bæði með augum óg eyrum, að
komumanni eftirtekt, skapsmunum
hans, hverju brosi og hverri hrukku
á enni hans.