Alþýðublaðið - 05.05.1963, Side 8

Alþýðublaðið - 05.05.1963, Side 8
í marz sl. var mér ásamt öðru j ungu fólki, sem sat ráðstefnu ungra sljórnmálamanna í Bonn boðið til Beriínar. Þessi ferð varð mér sem j Og öðrum þátitakendum ógleyman- i leg, því þó svo að flestir hafi bæði , lesið um ástandið í Berlín og séð | myndir þaðan mun flestum sem . með eigin augum sjá hinn marg- , umrædda múr verða líkt innan- I brjósts og mér varð á þessum vor- degi ,en ég verð að játa að ég stóð agndofa gagnvart þessu furðuverki. Það er hins vegar ekki gott að lýsa með orðum þeirri tilfinningu sém grípur mann en þó vil ég reyna að segja frá því helzta í þessu greinarkorni. Við komum með flugvél til Berlínar frá Bonn og strax við upp haf ferðar verður maður var við það stríð um Berlín sem »enn er óleyst. Flugleiðin er afmarkað 20 km. svæði sem í engu má af víkja, e nnig er aðeins þrem flugfélögum heimilt að fljúga til Berlínar, þ. e.a. s. P.A.A. Air France og B.E.A. Luft hansa, sem nú flýgur um allan heim fær ekki að fljúga til borgar inn- an Þýzkalands og Berlínar. Móttökur allar í Beilín voru góðar. Við hlustuðum á Villy Brandt yfirborgarstjóra Berlínar í Ráðhúsinu og ég verð að segja að fáir menn hafa orkað eins sterkt á mig og hann og ég er ekki hissa hve fúslega hinir frjálsu Berlínarbúar fylktu sér um slíkan persónuleika. Sú heimsókn verður ógleymanleg. Einnig vorum við gestir Félags Sameinuðu þjóðanna í Berlín og Félags Atlantshafs- bandalagsins. Við bjuggum á mjög góðu lióteli og var auðséð á þeirri byggingu sem og öðrum að mikið hefur verið gert og er verið að gera í uppbygingu Berlínar. Þó fannst mér eftirtektarverðast að heimsækja Hansa-hverfið sem sam- anstendur af byggingum, teiknuð- um af öllum helztu arkitektum heims. Einnig gafst okkur tækifæri til að sjá hina nýju óperu Berlín- ar, mjög glæsilega byggingu sem hefúr á að skipa söngvurum og h’jómsveit sem er með því bezta er þekkist. Þar sáum við óperu eftir Hans Werner Henze, sem á þýzku heitir Elegie Fúr Junge Lie- bende, þeíta er nútíma ópera og vcrð ég að viðurkenna að ekki féll mér sú músík þótt textinn væri í mörgu góður. í sambandi við þessa óperu og óperuna í Köln som við heimsóttum, dettur mér í hug útvarpsþáttur Sigurðar Magn ússonar, þar sem Friðjón Stefáns son gaf þá j^irlýsingu að í yestur , Þýzkalandi væri ekkert nema pen- ingar list og óþverri. Sú yfirlýsing er gott dæmi um hinn alþjóðlega Torgið í' Postsdam, Piccadilly Berlínar, var einu sinni einn miðpunktur borgarinnar. Nú ríkir þar þögn kirkjugarðs STEFNIR HELGASON: komúnisma sem fólk í alvöru held ur að ekki sé til á íslandi vegna sérstöðu og þroska íslendinga. Slík um mönnum er hossað hér og hrópa þeir manna mest um óréttlæti og einokun, menn sem fyrstir verða til að svíkja allt sem þjóðlegt og heilbrigt, er fyrir þá list sem í öllum ríkjum kommúnista nefnist „Socialist realism" En sem betur fer eru íslendingar alltaf betur að kynr/ist raunveru!le;ju starfi kommúnista hér sem er og verður nákvæmlega eins og þeim er skip- að frá þeirra eina föðurlandi, Rúss- landi. Ekki vil ég láta hjá líða að segja frá heimsókninni að múrnum ;,c/n allir hafa séð á myndum. Múrnum sem kommúnistar segja að hafi verið byggður til að koma í veg fyr ir mannrán vestan megin frá, e.n þeir eru einir um þá skoðun. Þessi múr er að mínum dómi einstakt minnismerki um hugsanagang kommúnista og virðingu fyrir al- mennum mannréttindum, því að það hlýtur að þurfa einstakt hug- myndaflug til að láta eér detta slíkt í hug. Múrinn er þarna og til að kóróna sköpu :arverkið er raðað gierbrolum ofan á og síðan er snengdur gaddavír. Ekki virðist húsnæöisleysi vera fyrir að fara hjá þeim aus'anmönnum ef dæma 5 ef' ir þvi hvernig þeir fara með bygingar við mörkin. Þar er fyilt upp í hvern glugga í allt að fimm hæða húsum og auk þess er strengd ur gaddavír eftir þakinu ef ske kynni að einhverjum tækist að komast upp á þak húsanna. Já Bcriín er skipt í tvo hluta og það svo algjörlega að ef hringja þarf frá einum hluta til annars verður að hringja fyrst til annarra borgar og síðan að fá samband við viðkom- andi. Sama er og ef senda þarf bréf og tekur það allt að 10 daga þó í næsta hús sé. Heldur virtist okkur dauft aust an við múrinn og til að geta kynnt okkur lítillega þann hluta borgar- innar ákváðum við gestirnir frá Norðurlöndum að fara í heimsókn austur fyrir. Til þessarar farar á- kváðum við laugardagskvöld sem flestir myndu álíta að væri vel til þess fallið, þar sem fólk á þá yfirleitt frí og notar tímann til skemmtana. Þessa ferð fórum við einir og á eigin ábyrgð og gekk okkur nokkuð vel að komast í gegnum „landamærin" en þó þurft um við að bíða lengst eftir vega- bréfum okkar ísendinganna. Það tók hálfan tíma að grandskoða þau og mynda, hitt má koma fram að austur-þýzkir starfsmenn, sem við áttum við voru mjög kurteisir, spúrðu að vísu hvað við værum að gera, hve mikla peninga við hefð- um-o.fl. En að sjálfsögðu eru sömu peningar ekki notaðir og var okk ur sagt að létt væri að losna við vestur-þýzka peninga fyrir marg- , falt verð, einnig væru sígarettur ein af þeim vörum sem illa vant- aði austan megin. Að fengnu ferða- leyfi lögðum við upp í ferðina gangandi, því að bæði var fátt um leigubíla og hitt að við kusum að ganga óáreittir um borgina. Skammt frá hliðinu er hin fræga gata Unter der Linden, Stalin- alle eða Karl Marx Alle sem hún heitir víst nú þessa stundina. Þessi gata sem fræg er frá gömlum tíma var algjörlega mannlaus, héldum við því ferðinni áfram og komum að aðal verzlunarhverfi þeirra aust- anmanna, ekki var ástandið betra þar því að slökkt var í öllum glugg um nema í gluggum sem sýndu út bifreiða- verkstæði í Húsavík flutningsvöru. Nokkuð var af fólki á gangi en aðeins sáum við eitt veitingahús þar sem fólk sat að snæðingi, þá sáum við járn- brautarstöð og fórum við þar inn þar sem járnbrautarstöð er alltaf eins og smækkað þjóðfélag þar sem allt úir og grúir af fólki og athafnalíf er mikið. Nægir í bá c-—■' ' d að nefna járnbrautar stöðina í Kaupmannahöfn sem margir þekkja, eiijnig er sá saman burður góður að því leyti, að íbúa- tala er ekki fjarri, í Austur-Berlín búa um 1,1 milljón manna en í Vestur-Berlín , milljónir. Það brá hins vegar svo við, að mikil deyfð virtist ríkja þarna, nokkrar hræður voru þar en eng'n umferð. Afram héldum við göngunni og næst sá- um við tvo lögreglumenn með stóra hunda sér við hlið ðf hafði einn félaga okkar frá Noregi orð á að Húsavík 28. apríl. Laugardaginn 27. þ.m. var opnað hér í Húsavík nýtt og glæsilegt bifreiðaverkstæði. Eigandi er Jón Þorgrímsson, bifvélavirkjameistari Hiisið er byggt úr steinsteypu með strengjasteypubitum í þaki. Gólf- flötur er tæpir 500 fermetrar, en allt liúsið um 3000 rúmmetrar. Húsinu er skipt niður þannig, að nyrzt er það á þrem hæðum. í kjallara eru upphitunartæki og geymslur fyrir lagervörur. Á fyrstu hæð er lager, skrifstofur, vistlegar snyrtingar og kaffistofa. Þar er einnig vélasalur til upptöku bif- véla. Á efstu hæðinni er svo íbúð. Sambyggt við þetta er svo aðal- vinnusalurinn, er veitir mjög full- komin vinnuskilyrði fyrir 12-15 manns. Er þarna vandað loftræst- ingarkerfi, og eru m.a. loft-„kanal- ar“ í gólfi til varnar kolsýrings- SIGGA VIGGA myndun. Þá er vönduð smurstöð og eru öll tæki hennar frá Olíu- verzlun íslands, mjög fullkomin. Mun smurstöðin að sjálfsögðu hafa allar vörur Olíuverzlunarinnar til sölu, svo og allar aðrar algengar olíur. Þá verður þarna benzín- sala, þvottastöð, og alhliða þjón- usta önnur er tilheyrir faginu. Öllu er þarna mjög haganlega fyrirkomið. M.a. eru sér skápar með verkfærum og vinnuborð fyrir hvefn mann. Verkstæðið er þó ekki enn fullbúið að véum, en dag lega eru að koma alls konar við- Framhald á 13. síðu. 8 5. maí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.