Alþýðublaðið - 05.05.1963, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 05.05.1963, Blaðsíða 15
\ v Ég tók eftir honum vegna rustalegs og tuddalegs fríðleika hans. Hann leit út eins og vöru bílstjóri, sem eignazt hefur pen inga. Honum leið auðsjáanlega illa í þessu fína umhverfi lúxus hótelsins. Hann þélt á sjússglasi í brúnni hendinni. Gróft andlit hans, sem var laglegt vegna dýrslegs losta, var eins og hálf ruglað á svip. Ég leit af honum og leitaði Rimu. Hún sat í miðjum barnum, einangruð af tómum stólum og borðum. Ég þekkti hana varla aftur. Hún var i svartri kápu yf- ir grænum kjól og hún var búin að láta lita hárið á sér, eftir nýj ustu tízku, brúnt og grátt. Hún var geysilega smart og eins köld og hörð, eins og fágað granít. Hún hafði sannarlega notað peningana mína. Ég gekk yfir herbergið, dró fram stól og settist gegnt henni. Um leið og ég gerði það, sneri maðurinn í horninu sér dá lítið í stólnum og starði fast á mig. Ég vissi þá, að liann var lífvörður Rimu. ,,Halló“, sagði Rima, opnaði eðluskinnaveskið sitt, tók upp bréfið mitt og fleygði því til mín. „Hvað á þetta að þýða?“ Ég kryplaði bréfið saman og setti það í vasann. „Þú ert búin að fá tíu þúsund. Þú verður að gera þig ánægða með það í bili. Ég má ekki missa meira sem stendur. Ég þarf á öllum mínum peningum að halda til að bjarga lífi kon- unnar minnar“. Hún tók upp flatt sigarettu- vexki úr gulli, tók upp sígarettu og kveikti í hénni með Dunhill- kveikjara úr gulli. „Það er þá svo að sjá sem við þurfum að fara í fangelsi", sagði þún. ,,Ég sagði þér það: mér er andskotann sama hvort er. Ég hefði-haklið, að þú vildir . vera lijá honu þinni, en ef þig langar í fangelsi, þá get ég séð um það fyrir þig“. ,Þú getur ekki meint þetta“, sagði ég. „Ég þarf á hverjum einasta dollara að halda til að bjarga konunni minni. í lok mán aðarins skal ég láta þig hafa eitt hvað. Ég veit ekki hve mikið, en það verður eittþvað. Það or það bezta, sem ég get gert“. Hún hló. „Þú gerir miklu betur cn það. Jeff. Þú lætur mig hafa ávís- un upp á tíu þúsund dollara núna strax og fyrsta næsta mán aðar ávísun upp á þrjátíu þús- und. Þetta eru skilmálarnir. Ég þarf á peningunum að halda. Ef ég fæ þá ekki, er ég reiðubúin til að fara í fangelsi. Ef ég fer í fangelsi, kemur þú með mér. Hafðu það, eins og þú vilt“. Ég starði á hana. Hin ofsa- lega löngun mín til að drepa hana hlýtur að hafa sézt í and •liti mínu, því að skyndilega fliss- aði hún. „Ó, ég veit. Þig langar til að drepa mig, er það ekki? En vertu ekki að blekkja sjálfan þig“, sagði hún. ,,Ég er alltof klók. Sérðu þennan vesalings uxa, sem situr þarna í fínu föt- unum sínum? Hann elskar mig. Hann spyr engra spurninga. Hann gerir það, sem ég segi hon um. Hann er bara vitlaus og heimskur uxi, en hann er harð ur af sér. Láttu þér ekki detta í hug, að þú hafi nokkuð í hann að gera. Hann er aldrei meira en þrjá metra frá mér. Þú getur ekki drepið mig, jafnvel þótt þúi fyndir mig, og það geturðu ekki einu sinni. Þú skalt því gleyma þessu“. „Þú virðist ekki skilja aðstöðu mína“, sagði ég og reyndi að tala rólega. ,Konan mín hefur orðið fyrir alvarlegu slysi og hún er alvarlega veik. Ég verð því fyr- ir mörgum óvæntum útgjöldum. Það eina, sem ég er að biðja um, er meiri tími til að greiða þér. Ég get ekki látið þig hafa neina peninga núna og samt greitt reikninga fyrir læknis- hjálp.“ „Geturðu það ekki?“ Hún hallaði sér aftur á bak í stóln- um og sperrti brýnnar. „Jæja, allt í lagi, þá verð ég að fara til lögreglunnar. Annað hvort fæ ég peningana eða þú ferð í tukthús. Hafðu það, eins og þú vilt. „Hlustaðu nú . . .“ „Hlusta þú!“ Hún hallaði sér áfram og svipur hennar var orð- inn ofsafenginn og grimmdar- legur. „Þú virðist hafa stutt minni! Smáatburður þessu likur gerðist fyrir ellefu árum! Þú ert kannski búinn að gleyma hon- um, en það hef ég ekki. Við sát um saman í bíl. Þú sagðir, að ef ég léti þig ekki fá þrjátíu doll- ara, færir þú með mig til lög- reglunnar. Mannstu? Þú tókst veskið mitt og allt, sem ég átti. Þú skipaðir mér fyrir Þú sagð- ir, að ég yrði að vinna fyrir þig, þar til peningarnir hefðu verið greiddir. Ég er ekki búin að gleyma þessu. Ég lofaði sjálfri mér því, að næði ég einhvern tíma slíku taki á þér, skyldi ég sýna þér sömu miskunn og þú sýndir mér! Mér er andskotann sama um konuna þína! Mér er andskotann sama um þig, svo að þú skalt bara halda þér saman! Ég vil fá tíu þúsund dollara hjá þér núna strax, og ef ég fæ þá ekki, fer ég til lögreglunnar!!* Er ég horfði á hart, úrkynj- að andlitið á henni, sá ég ekk- ert, er gætti kveikt neita mis- kunnar í henni. Augnablik freist aðist ég til að segja henni að fara til helvítis, en það var að- eins örstutfa stund. Hún var dópisti. Það var ómögulegt að vita hver viðbrögð hennar yrðu. Ég þorði ekki að standa uppi í hárinu á henni. Henni var trú- andi til að fara til lögreglunnar, og ef hún gerði það, mundi lög- reglan koma að sækja mig nokkr um tímum síðar. Það var eng- in leið til út ur þessum erfið- leikum. Hún hafði haustak á mér. Ég yrði að borga. Ég skrifaði ávísunina og ýtti þenni yfir borðið til hennar. „Þarna hefurðu hana“, sagði ég, ög ég undraðist hve styjík rödd mín var. „Og nú ætla ég að gefa þér smá viðvörnu. Þú hef ur rétt fyrir þér í því, að ég ætla mér að drepa þig. Einhvern tíma mun ég finna þig og drepa þig. Mundu það“. Hún flissaði. ,,Hættu að tala eins og kvik- myndahandrit, og gleymdu því ekki, að ég vil fá þrjátíu þúsund fyrir næsta mánaðar. Ef ég fæ þá ekki, heyrirðu ekki frá mér, heldur frá lögreglunni". Ég stóð á fætur. Út undan mér sá ég, að vinur hennar var staðinn upp líka. „Segðu ekki, að ég hafi-ekki aðvarað þig”‘, sagði ég, sneri mér við og gekk yfir að síma- klefa hinum megin í barnum. Ég hringdi til sjúkrahússins og skýrði frá því, að ég væri nú á leiðinni heim. ,,Ó, herra Halliday, viljið þér bíða augnablik . . .“ Ég var heldur illa á mig kom- inn, en tónninn í rödd hennar reif mig upp úr sinnuleysinu. Ég heyrði hana segja eitthvað. eins og hún væri að þvíslast á við einhvern rétt hjá sér, síðan sagði hún: „Herra Halliday? Dr. Weinborg vill, að þér kom- ið. Það er engin ástæða til ótta, en hann vildi gjarna tala við yð- ur sem fyrst". „Ég kem“, sagði ég og lagði símtólið á. , Ég fór út úr barnum og út á götuna og kallaði á leigubíl. Ég sagði bílstjóranum að aka til spítalans í hvelli. Þegar bíllinn ók frá gangstétt arbrúninni, sá ég Rimu og vin hennar ganga í áttina að bíla- stæðinu. Hún horfði brosandi upp til hans, og hann þorfði hungraður á hana. Ég var kominn til spítalans eftir sjö mínútur og var vísað beint inn til Weinborgs. Hann kom fram fyrir skrifborð ið og tók í hönd mér. „Herra Halliday, ég er ekki vel ánægður með framfarir konu yðar“, sagði liann. „Henni ætti að vera farið að matna meira, en satt að segja er því ekki að heilsa. Misskiljið mig ekki. Á- stand hennar hefur ekki versn- að, en það hefur ekki batnað, og eftir slíka aðgerð gerum við ráð fyrir merkjum um bat þrem til fjórum dögu'm eftir aðgerðina“. Ég byrjaði að segja eittþvað, en varir mínar voru svo þurrar, að ég kom engu orði upp, starði aðeins á hann og beið. „Ég er búinn að tala við Dri Goddyear. Hann stingur upp á, að Dr. Zimmermann líti á kon- una yðar“. „Hvað kemur honum til að halda, að Dr. Zimmermann, hver svo sem hann er, geti gert nokk uð betur en hann sjálfur?“ spurði ég. Weinborg færði til pappírshínf á borðinu. „Dr. Zimmermann er færsti sérfræðingurinn í taugum heii- ans, herra Hallidag. Hann . . “ ,,Ég hélt, að Dr. Goddyeat væri það“. „Dr. Goodyear er þeilaskurð- læknir", sagði Weinborg þolin- móður. „Hann kemur ekki ná- lægt eftiraðgerðum. Dr. Zimm ermann tekur venjulega við af honum i flóknum málum“. „Annar hreinsar upp eftir klaufaskapinn í hinum?“ Dr. Weinborg varð harður á svip. „Ég skil hvernig yður hlýtur að líða, en þetta er tæplega drengilegt". > „Ég býst ekki við því“. Ég settist skyndilega á stól. Ég var snögglega dauðþreyttur og gjör- sigraður. „Jæja, allt í lagi, við skulum fá Dr. Zimmermann". ,,Það er dálítið flóknara en1 þetta“, sagði Weinborg. „Dr. Zimmermann vill aðeins stunda __Það var í dag, sem ég átti að selja merki fyrir skátana. Nú i «»rður þú að fara, raamma, ALÞÝÐUBLA9IÐ — 5. maí 1963 |$

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.