Alþýðublaðið - 08.05.1963, Síða 5
Upplausnin hjá kommúnistum:
Einar gegn Bergi
Geir gegn Gils
Hvað er að gerast hjá ís-
lenzkum kommúnistum? Þann
ig spyrja inenn nú hvern ann-
an. Og ekki að ástæðulausu.
Því að aldrei mun íslenzk
ur stjórnmálaflokkur hafa
hagað framboði sínu með
spaugilegri hætti en nú á sér
stað hjá kommúnistum.
Svo aumir eru kommúnistar
orðnir, að þeir telja sigr t l-
neydda til þess að gera banda
lag við stjórnmálaflokk, sem
er raunverulega dauður, vegea
þess að allir beztu mennirnir,
sem einu sinni störfuðu þar,
hafa yfírgefið hann.
Innan; Þjóðvarnarflokksins
fyrrverandi er ákvörðunin um
samvinnuna við kommúnista
tekin á 16 manna fundi. 8
greiða atkvæði með, 4 á móti
og 4 sitja hjá! Síðan segja
2 sig úr flokknum.
Framboð Gils Guðmundsson
ar í Reykjanéskjördæmi er á-
kveðið af miðstjórn Alþýðu-
bandalagsins samkvæmt til-
lögu Finnboga R. Valdimars-
sonar, sem ekki er í Sósíal-
istaflokknum, en gegn vilja
Geirs Gunnarssonar. Ekkcrt
Alþýðubandalagsfélag er til í
kjördæminu. Þar eru hins veg
ar Sósíalistafélög. En ekkert
þeirra hefur samþykkt fram-
boð Gils Guðmundssonar. Fyr
ir hvern er Gils í kjöri? AI-
þýðubandalagið? Sósíalista-
flokkinn? Finnboga R. Valdi-
marsson? Eða bara sjálfan sig?
Framboð Bergs Sigurbjörns
sonar í Reykjavík er ákveðið
af miðstjórn Alþýðuband-
\agsins saoikvæmt tillögu
Ilannibals Valdimarssonar og
gegn mótmælum Einars Ol-
geirssonar. En Sósíalistafélag
Reykjavikúr feljdi framboð
Bergs. Fyrir hvern er Bergur
í kjöri? Alþýðubandalagið?
Sópíal'istaflofykinn? Sá, sem
honum er ætlaður að vera
varamaður fyrir á Alftingi,
hefur ekki samþykkt fram-
boð hans. Sá, sem hefur naú’ð
fram framboð hans, Hannibal
Valdimarsson, er ekki í Sósí
alistaflokknum, sem Einar
Olgeirsson er formaður í.
Hafa menn heyrt um aðra
eins kómedíu?
Er þetta sigurstranglegt
samsull?
Leiðrétting
Sú villa var í grein um stjórn-
málaástandið á Ítalíu í blaðinu
1 gær, að jafnaðarmannaforinginn
Saragat var sagður hafa lýst því
yfir, að flokkur hans hefði ver- 1
ið eini flokkurinn, sem aukið
hefði fylgi sitt i kosningunum.
Hér var um úrfellingu að ræða.
Saragat sagði, að flokkur jafnaðar
manna hefði verið eini stjórriar-
flokkurinn, sem aukið hefði fylgi
sitt.
Vinnudeila
Framh. af 3 .síðu
og með 1. apríl og 2% til
viðbótar 10. apríl á næsta
ári.
Samningurinn, sem á að
gilda í 18. mánuði, mun þar
með sennilega binda enda á
verkfallið og verkbannið,
sem náði til 400 þús. verka-
manna í fylkinu Baden-
Wiirtemberg, en þar hófst
launadeilan 29. apríl_Upp
haflega kröfðust verkamenn
8% kauphækkunar.
Framburður
Wood's
Framh. af 1. síðu
ur. Það má bæta því hér við, að
Wood og fjölskylda hans, qru skráð
ir eigendur að fjórum útgerðar-
fyrirtækjum, sem samtals eiga 14
togara. Flestir þeirra eru um 230
til 240 tonn að stærð, og smíðaðir
á árunum frá 1959-’61.
Skýrsla sú, er Wood gaf fyrir
réttinum í gær, er á þessa Ieið:
Eg gerði allt, sem ég gat gert,
og leitaðist við, að ná sambandi
við Smith, skipstjóra á Milwood,
og fá hann til að hlýða skipunum
skipherrans á Óðni og halda til
íslands. Vegna skorts á styrkleika
talstöðvarinnar í Milwood, náði ég
ekki sambandi við Smith laugar-
daginn 27. fyrra mánaðar.
Um klukkan 11,30 fyrir hádegi
sunnudaginn 28. fyrra mánaðar, til
kynnti skozka innanríkisráðuneyt-
ið mér, að herskipið Pallisser
væri komið á vettvang, og gæti
komið á sambandi við Milwood. Eg
bað um samband við Palliser um
kl. 11,40 gegnum Oban-stöðina í
Skotlandi. Eg fékk þó ekkert sam-
band fvrr en kl. 12,17.
Klukkan tvö þennan sama dag
hélt ég fund með útgerðarráði
mínu, og útgerðarstjórn og beið
eftir sambandi við Milwood. Sam-
bandið náðist kl. 5, en það var
mjög slæmt. Þó náði ég tali af
Smith. Eg skipaði honum að snúa
við og hlvða Óðni. Allir sem út-
gerðarráðsfundinn sátu þrábáðu
Smith að verða við þessum tilmæl-
um, og tók samtalið eina klukku-
stund og 20 mínútur.
Þegar allt kom fyrir ekki, bað
ég Hunt skipherra, að halda sam-
bandinu við mig milli klukkan 7
og 7,15. Var þá ætlunin að vera
búinn að ná í konu Smith, og láta
hana tala við hann á þeim tíma.
En því miður náðist ekki í hana.
Kl. 7,15 tilkynnti Palliser mér, að
Smith væri um borð í Juniper, sem
væri á leið til Aberdeen. Samkv.
umtali lét ég ráðuneytið vita hvað
skeð hafði.
Skömmu síðar hringdi ambassa-
dor Breta á íslandi í mig, og fór
þess á leit við mig, að ég fengi
Juniper til að snúa aftur til
Reykjavíkur. Eg spurði hann þá,
hvort ég ætti að líta á þessi til-
mæli sem-fyrirmæli. Ambassador-
inn svaraði, að hann gæti ekki
skipað mér fyrir verkum. Eg fékk
sams konar boð frá innanríkisráðu
neytinu, en ráðuneytið tjáði mér
jafnframt, að málið væri komið í
hendur brezka utanríkismála- og
flotamálaráðuneytisins, og væri
ekki að vænta frétta þaðan næstu
fjórar klukkust. — Wood tók
það fram, að haft hefði verið sam-
band við fyrrgreint innanríkisráðu
neyti fyrir milligöngu yfirmanns
flotadeildar, sem hefur eftirlit með
íiskiskipum. Er ég hafði rætt við
ambassadorinn, hafði ég enn sam-
band við fyrrgreindann yfirmann
flotadeildarinnar, sem ekkert
hafði frekar um símtalið að segja.
Ég tek það fram.að ég eagði
yfirmanninum að ég liti svo á,
að óslitin eftirför væri nú
hafin eftir Juniper, sem einnig er
í minni eigu.enda gæti ég ekki
fallizt á, að bæði skipin færu til
íslands.
Um klukkan 9,35 e. h. á sunnu-
deginum, tjáði yfirmaður flotadeild
arinnar mér, að óskað væri eftir
því, að Juniper snéri við í um hálf
tíma. Eg veitti leyfi eftir skamma
umhugsun, að skipið héldi til baka
í eina klukkustund.
Klukkan 10,30 hafði ég enn ekk-
ert heyrt. í símtali við Ilunt, skip-
herra kl. 12,17 sagði ég honum, að
Juniper yrði að snúa aftur til Ab-
erdeen til að ná markaði, sem
Hunt tjáði mér þá, að Smith væri
um borð í Palliser. Þar sem ég
taldi það einu lausnina til að fá
Juniper heim, svo og til þess að
fá einhverja framvindu mála, skip-
aði ég Hunt að flytja Smith út i
Juniper aftur, og láta þann togara
sigla síðan til Aberdeen.
Mér skilst, að þetta hafi haft
þau áhrif, að Juniper lagði fljót-
lega af stað til Aberdeen, þó hann
kæmi degi of seint til að ná mark-
aðnum.
Um klukkan 7,30 e. h. þriðju-
daginn 30. apríl bárust mér til-
mæli frá brezka utanríkisráðuneyt
inu um að fara til fundar við Smith
um borð í Palliser, áður en her»
skipið kæmi til hafnar í Bretlanúl
og reyna að fá Smith til að fara
með Palíiser til Reykjavíkur.
Eg fór ásamt syni mínum með
skipi frá brezka flotanum. Við voi’
um komnir um borð í Palliser um
kl. 8 á miðvikudagsmorgun. Við
töluðum við Smith í káetu Hunvs,
en okkur tókst ekki að sveigja
hann. Síðan ræddi ég við Hunt og
yfirmann fyrrnefndrar flotadeíW-
ar, sem kom með okkur, og vi8
komumst að þeirri niðurstöðu, acl
við gætum ekki maft frek-
ari áhrif á Smith, fórum við frá
borði. Síðan hefi ég oft talað vi'cJ
Smith, og reynt að fá hann til &tí
fara til Reykjavikur. Daginn áðui’
en ég fór hingað, var farið métf
skjal til Smith, sem var þess efn-
is, að hann samþykkti að vera
dæmdur hér að sér f jarverandi. —
Smith neitaði að undirskrifa þetta
skjal, sem var útbúið af lögfræði-
legum ráðunaut.
Er John Wood hafði skýrt írá
þessu, gerði Jón Thors, fulltrÖJ
saksóknara ríkisins þá kröfu &i
hálfu ákæruvaldsins, að af háifv*
saksóknara ríkisins með framkoitt
inni kröfu John Wood fyrir hönd
eigenda Milwood’s um afhendingta
nefnds togara, mótmælir saksókn-
ari sem fyrr þessari kröfu, og
krefst þess, að nefndur togarl
verði hafður hér enn um sinn ð
haldi.
Fyrr í- gærmorgun höfðu komicJ
fyrir réttinn, skipverjar af Óðni
og Milwood, og þá aðallega a9
bera vitni í sambandi við bilunina
á ratsjá togarans. Réttarhöldunura
mun verða haldið áfram í dag.
ÖSPIN
Framh. af 3. síffll
nokkru meiri á Tumastöðum 3
Fljótshlíð, enda stendur sú stöcý
allmiklu sunnar en Fossvogsstöðin.
Ekki var um neinar skemmdir atf
ræða í stöðvunum á Norður- og
Austurlandi, því að þar var gróð-
ur svo til ekkert kominn áleiðis.
Garðeigendum hér í Reykjavífc
til hugarhægðar skal þess getið,
að þótt sitkagrenið hafi roðnacJ
við áhlaupið, þá nær það sér ör-
ugglega aftur. Eina útbreidda tié-
ið, sem illa hefur orðið uti, ex’
öspin. Þingvíðir, sem illa varð útl
líka, er nú orðinn tiltölulega íá-
séður í görðum hér miðað viíl
Hvernig skyldi ástandið
vera hér á landi í dag, ef
Emilsstjórnin hefði ekki
stöðvað verðbólguna í árs-
byrjun 1959 og núverandi
ríkisstjórn hefði ekki gert
viðreisnarráðstafanir sínar í
byrjun ársins 1960. Her-
mann Jónasson forsætisráð-
herra vinstri stjórnarinnar
lýsti sjálfur ástandinu, eins
og það blasti við, er hann
sagði af sér. Hann sagði þá:
Ný verðbólgualda er skollin
yfir. í ríkisstjórninni er eng-
in samstaða til lausnar efna-
hagsvandanum.
Gamla vísitalan var 202
stig, er vinstri stjórnin
sagði af sér og Jónas Haralz
skýrði frá því á þingi Alþýðu
sambandsins haustið 1958,
að vísitalan mundi á ehtu
ári fara upp í 270 stig, ef
ekkert yrði að gert. Til allr
ar hamingju fyrir þjóðina
stöðvaði Emilsstjórnin það
dýrtiðarflóð er var að skella
yfir, þegar Hermánn hljóp
frá vandanum. En ef ríkis-
stjórn Alþýðuflokksins hefði
ekki unnið stöðvunarverk
sitt hefði dollarinn ekki fall
ið í 38 kr. eins og hann
gcrði 1960, heldur í 60 kr.
★
Kommúnistar saka stjórn-
arflokkana um að hafa auk-
ið dýrtiðina en sannleikurinn
er sá, að Alþýðuflokkurinn
með aðstoð Sjálfstæðisflokks
ins stöðvaði dýrtfþarflóðið
1958-1959 og þessir tveir
flokkar komu efnahagslífinu
síðan á réttan kjöl 1960. Ef
kommar hefðu mátt ráða,
hefði dýrtíðin aukizt mun
meira og gengið þar með
fallið meira.
★
Framsókn ræðst einnig á
rikisstjórnina fyrir gengis-
lælrfunina 1960 og raunar
fyrir gengislækkunina 1961
einnig. En sannleikurinn er
sá, að Framsókn lagði sjálf
fram. tillögur í vinstri st jórn
inni vorið 1958 sem jafn-
giiíu algerlega gengislækkun
Gylfi Þ. Gislason upplýsti
það á Alþingi 5. feb* 1960,
að Framsókn hafði lagt til
vorið 1958, að lögfest yrði
éitt almennt yfirfærslugjald
á allan keyptan og seldan
gjaldeyri, en með því að
hafa yfirfærslugjaldið eitt
hefði dáðstöfunin vcrið ná-
kvæmlega eins og gengls-
lækkun. Gjaldið hefði þurít
að vera 90%, sem jafngdt
hefði 37% gengislækkun.
★
Alþýðuflokkurinn lagði
hins vegar til, að sett yrðu
þrjú yfirfærslugjöld fyrir
innflutninginn og eitt fyrir
útflutninginn og var það mun
nærri þeirri leið sem farin
var.
★
Kommúnistar lögðu til að
tekið yrði stérlán í Sovétríkj
unum upp á 100 millj. kr„
innflutningur á hátollavör-
um yrði aukinn en innflutn-
ingur fjárfestingaravara
minnkaður, þ.e. dregið úr
framkvæmdum.
★
Alþýðuflokkurinn _ lagði
auk þess til í vinstri stjórn-
inni vorið 1958, er efnahags
málin voru til meðferðar, að
almannatryggingar yrðu
stórauknar og tekjuskattur
yrði lækkaður. Var það ætl-
un Alþýðuflokksins, að
þessi tillaga flokksins ýrði
framkvæmd samhliða ráð-
stöfunum þeim, er gera
þurfti í efnahagsmálunum.
En tillögur Alþýðuflokksins
um aukningu trygginganna
fengu engar undirtektir
Framsóknar eða kommún-
ista. Framsókn vildi lækka
gengið án þess að auka trygg
íngarnar og kommúnistar
vildu taka rússneskt lán en
kærðu sig kollótta urn al-
mannatryggingarnar.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 8. maí 1963 §