Alþýðublaðið - 08.05.1963, Side 13

Alþýðublaðið - 08.05.1963, Side 13
 STJÓRN SIíÓLAS^JÓRAFÉLAGS ÍSLANDS, talið frá vinstri: Vilbergur Júlíusson ritari, Hans Jörgen- son formaður, Páii Guðmundsson gjaldkeri og Hermann Eiríksson meffstjórnandi, — Á myndina vantar Sigurbjörn Ketilsson, Njarðvík, — (Ljósm.: Kristján Magnússon). SKÓLASTJÓRAFÉLAG íslands efnir til fræðslu- og kynningar- móts fyrir skólastjóra og yfirkenn- ara í barna- og framhaldsskóluni að Laugum í S-Þingeyjarsýslu, dagana 11.-13 ágúst n.k. Mótið hefst sunnudaginn 11. . ágúst með messu. Séra Sigurður Stefánsson, vígslubiskup prédik- ar. Síðar um daginn mun norskur j biskup flytja erindi um skóla og kirkju. GESTUR MÓTSINS KUNNUR norskur skólamaður hr. Ola Lauklí'fræðslustjóri í Dram- men (í Noregi) verður aðalleið- beinandi og gestur mótsins. Auk hans munu 10 landskunnir ís- lenzkir skólamenn og fyrirlesarar halda erindi á mótinu um skóla- og menningarmál, en þeir eru: Benedikt Tómasson, Þorsteinn Ein arsson, Guðmundur G. Hagalín, Sigurjón Bjömsson, Jónas Páls- son, Heimir Áskelsson, dr. Broddi Jóhannesson, Óskar Halldórsson og Þórarinn Björnsson. FERÐALOG OG KVÖLDVÖKUR FARIÐ verður í ferðalög um nær- liggjandi sveitir og merkisstaðir skoðaðir. M. a. verður farið til Mývatns, Dettifoss, Ásbyrgis í jboði Kaupfélags Þingeyinga. Leið sögumaður verður með í ferðinni. Að lokinni þessari hringferð býð- ur bæjarstjórn Húsavíkur móts- gestum til kvöldverðar á Húsavik. Á inótinu eru fyrirhugaðar kvöldvökur m.a. Þ'ngevin«avaka, Vestfirðingavaka og Kvöldvaka kvenna og verður þar margt úrvals skemmtiatriða. Aðalfundur Skólastjórafélags íslapds verður haldinn föstudag- inn 16. ágúst. LOKAHÓF Á AKUREYRI MÓTINU lýkur á Akureyrl laug- ardaginn 17. ágúst með kvöldverð- arboði bæjarstjórnar Akureyrar, en síðar um kvöldið verður Ey- | firðingavaka, og er sérstaklega til hennar vandað Þórarinn Björns- son skólameistari flytur aðalræðu kvöldsins. ÞÁTTTAKENDUR Um 60 manns hafa þegar boðað komu sína til Lauga, og eru það eins og áður er sagt, skólastjórar og yfirkennarar úr barna- og fram haldsskólum landsins. STJÓRN SKÓLASTJÓRA- FÉLAGS ÍSLANDS vinnur að undirbúningi mótsins, en hana skipa: Hans Jörgenson skólastjóri Rvík, Vilberg Júlíus- son skólastjóri, Silfurtúni, ritari, og Páll Guðmundsson skólastjóri, Seltjarnarnesi, gjaldkeri Með- stjórnendur eru Hermann Eiríks- son skólastjóri, Keflavík og Sigur- björn Ketilsson skólastjóri Njarð- vík Ragnhildur Helgadóítir í Evrópuráð FIMMTÁNDA ráðgjafaþing Evr- ópuráðsins hófst í Strasbo)urg mónudaginh 6. maí, og standa fundir þessa fyrsta hluía þingsins í 5 daga. Það dagskrármál, sem mesta athygli hefur vakið, er um- ræða um stefnu Evrópuráðsins og efnahagssamstarfs Evrópuríkja. Meðal þeirra, sem þátt taka í um- ræðunni eru Edward Heath, ráð- herra og aðal samningsmaður Breta í Brússel; Halvard Lange, utanríkisráðherra Noregs; Gunnar Lange, viðskiptamálaráðherra Sví- þjóðar; Bruno Kreisky, utanrikis- ráðherra Austurríkis og Pflimliu, fyrrv. forsætisráðh. Frakklands. Af hálfu íslands mun frú Ragn- hildur Helgadóttir, albm., sitja ráðgjafarþing Evrópuróðsins að þessu sinni. Spífalinn Framh. af 4. síðu , Landakotsspítali hefur sérstakan fjárhag, aðskilinn og óviðkom- andi kaþólska söfnuðinum. Mér liggur í léttu rúmi, þó veitzt sé að kaþólskri kirkju, og raunar hvaða trúfélagi sem er, en þegar vegið er að þeirri mannúðarstarf- semi, sem mest hefur verið unnin á þessu landi fram á þennan iag, þá nenni ég ekki að þegja. Með þökk fyrir birtinguna. Bjarni Jónsson. er borðstofusett hinna vandlátu Teiknað af Sigvaida Thordarson Framleitt af „Helga Eisiarssyni" Vönduð vinna og valið efni er einkenni þcssa glæsilega setts. Það er framleitt úr tekki og reyktri eik. Þetta sett er án efa í flokki þess bezta sem hér hefur verið fram- leitt. Fást hjá HÍBÝLAPRÝÐI HALLARMÚLA — SÍMI 38177. SKEIFUNNI KJÖRGARÐI — SÍMI 16975- ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 8. maí 1963 |,3

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.