Alþýðublaðið - 11.05.1963, Qupperneq 4
Kópavogsbúar - Kópavogsbúar - Kópavogsbúar
Almennur kjósendafundur
verður haldinn í Félagsheimilinu að Auðbrekku 50 í dag, laugardaginn 11. anaí, og hefet kl. 4 e. h.
Ræðumenn: Stefán Júlíusson, rithöfundur, Ásgeir Jóhannesson, fulltrúi, Eyjólfur Sigurðsson, prent-
ari, Hclgi Sæmundsson, formaður Menntamálaráðs.
Ásgeir Jóhannessou Eyjólfur Sigurðsson Heigi Sæmundsson Höröur Ingólfsson
Fundarstjóri: Hörður Ingólfsson, kennari. Frjálsar umræður að framsoguræðum loknum. —
Kópavogsbúar eru hvattir til að f jölmenna.
SAMBAND UNGRA JAFNAÐARMANNA.
Hafnfiröingar - Hafnfiröingar - Hafnfirðingar
Almennur kjósendafundur
í
í verður haldinn í Alþýðuhúsinu við Strandgötu á morgun, sunnud. 12. maí, og hefst kl. 4 e. h.
Í Ræður flytja: Stefán Júlíusson, rithöfundur, Hörður Zophaniasson, kennari, Sigurður Guðmundsson,
1 framkvæmdastjóri og Karl Steinar Guðnason, kennari.
Stefán Júlíusson Yngvi R. Baldvinsson Karl Steinar Guðnason Sigurður Guðmundsson
Fundarstjóri: Yngvi Rafn Baldvinsson, sundhallarstjóri.
Frjálsar umræður að framsöguræðiun loknum.
Hafnfirðingar! Fjölmennið á fundinn og mætið stundvíslega.
SAMBAND UNGRA JAFNAÐARMANNA.
INGIGERÐUR
8RYNJÓLFSDÓTTIR
Framh. af 2. síðu
Ragnavs, hér í Reykjavík, en á
Fellsmúla á sumrum hjá séra
Hannesi Guð'mundssyni, sem nú
er prestur þar. Mun sjaldgæft, að
sami maður eða kona veiti sömu
fjölskyldu jafn langvarandi þjón-
ustu og Ingigerður hefur gert.
Af hinu stutta yfirliti, sem hér
hefur verið skráð, sést, að líf
Ingigerðar liefur ekki verið marg-
brotið eða viðburðaríkt, en ekki er
það sama sem að segja, að það hafi
. verið snautt að innihaldi. Ég held,
að Gerða (eins og hún var kölluð
af kunningjum sínum) hafi fundið
meiri hamingju og lífsfyllingu í
sinni kyrrlátu og staðbundnu þjón-
ustu en margir aðrir í fjölbreytt-
ara lífi og starfi og frjálsari verka-
hring, enda var hún engin yfir-
borðsmanneskja eða fiðrildissál.
Skapgerð hennar var heil og
traust. Að eðlisfari mun hún hafa
verið dálítið íhaldssöm, en heil-
brigð skynsemi var henni í blóð
borin, og á örlagastundum var hún
æðrulaus. Hún var híbýlaprúð
kona og gestglöð, enda kom það
sér betur, því að um nokkurra ára
skeið var hiin ráðskona þeirra
feðga, séra Ófeigs og séra Ragn-
ars á Fellsmúla, en þar var gest-
koma mikil og mörgu að sinna
innanhúss, bæði sumar og vetur.
Um trúarskoðanir Gerðu vissi ég
aldrei mikið. Hún var þögul í þeim
efnum. Hygg ég, að hún hafi verið
trúhneigð, en engar öfgar aðhyllt-
ist hún í trúarefnum eða tilfinn-
ingaýkjur, enda var hún of heil-
brigð kona til þess.
Ég hygg, að þá sé merkileg ör-
lagastund í lífi einstaklingsins, er
hann sannfærist um það, að ham-
ingjunnar sé ekki að leita á veg-
um þröngrar sjálfshyggju, heldur
í göfugu starfi fyrir aðra, í sjálf-
gleymi og fórn. Sem betur fer eru
noitkrir menn og konur, sem virð-
ast vita þetta af eðlishvöt sinni og
haga sér samkvæmt því. Venju-
lega er þetta fólk þó heldur fáort
um þennan mikla sannleika. Þetta
er of sjálfsagt til þess að um það
þui-fi að hafa mörg orð. Gerða til-
heyrði þessum flokki manna, en
mundi þó aldrei hafa viðurkennt
það sjálf. Til þess var liún of lítil-
lát.
Að lokum vil ég flytja séra
Hannesi Guðmundssyni, sem nú
er prestur á Fellsmula, einlægar
þakkir fyrir það, live vel hann
reyndist Gerðu síðustu ár hennar,
þegar ævidegi hennar var tekið að
halla og kvöldskuggar ýmislegir
sóttu að henni. Var þar sannur
„guðsmaður” að verki. Ennfrem-
ur vil ég þakka frú Önnu Krist-
jánsdóttur fyrir þann góða hlut,
sem hún átti í því, að gera ævi-
kvöld Gerðu friðsælt, hlýtt og
bjart. Og mörgum öðrum vil ég
þakka, þó að ég nefni ekki nöfn
þeirra allra. En ekki kemst ég hjá
því að minnast yfirlækna og starfs
liðs á Vífilsstöðum í þessu sam-
bandi, því að þar naut Gerða frá
bærrar aðhlynningar og viðmóts,
svo sem bezt varð á kosið.
Nú er útför Ingigerðar Brynj-
ólfsdóttur gerð að Skarði í Lands
sveit í dag, 11. maí 1963, en þá
liefði hún orðið 85 ára, ef henns
hefði orðið lífs auðið. Líkamsteif-
um hennar er búlnn hvílustaður á
afmælisdegi hennar, og afmælis-
gleði hennar rennur nú saman við
upprisugleði á nýju tilverusviði,
og ég trúi því, að hamingja henn-
'ar sé mikil. Grctar Fells.
4 11. maí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ