Alþýðublaðið - 16.05.1963, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.05.1963, Blaðsíða 5
..............miiiimi 11 TÍMINN segir í gær á for- síðu að „andstæðingar í- haldsins séu að sameinast í einn flokk”. Ekki verður ljóst af þessum skrifum Tímans, hvort blaðið sé hér að boða samruna Framsókn- arflokksins við kommúnista- flokkinn eða hvort blaðið eigi við stofnun bandalags kommúnista og þjóðvarnar! Skrif Tímans benda til þess að við annað hvort sé átt. • • ÞAÐ er að vissu leyti ekkert óeðlilegt við það þó að Tím- inn skrifi ósjálfrátt um sam- einingu Framsóknar við kommúnista svo náið sem samstarf þessara tveggja flokka nú er. Skrif Tímans um „sameiningu íhaldsand- stæðinga” hljóta raunar að tákna samruna við kommún- ista, þar eð ekkj virðist Tím- inn telja Alþýðuflokkinn „andstöðuflokk íhaldsins”, ef dæma má eftir skrifum blaðsins undanfarið. Og tæp lega á Tíminn eingöngu við bandalag komma og þjóð- varnar ncma Tíminn telji Framsókn ekki lengur með andstöðuflokkum íhaldsins. FRAMSÓKNAKMENN virð- ast eiga mjög erfitt mcð að B skilja að Alþýðuflokkurinn skuli geta átt samstarf við Sjálfstæðisfiokkinn svo ó- líkir sem flokkarnir séu. Sórs^aklega virðajt þeir Framsóknarmenn eiga erf- itt meö að átta sig á því hvernig það geti verið að slíkt samstarf gangi svo vcl S sem raun ber vitni. Þetta skilningsleysi Framsóknar er eðlilegt. Framsókn hefur hvað eftir annað verið í stjórn með Sjálfstæöis- flokknum, og það samstarf hefur ætíð einkennst af ó- | heilindum Framsóknar. Og venjulcga hefur Framsókn hlaupið úr stjórn rétt fyrir kosningar og kennt sam- starfsflokknum um allt illt. SAMSTARF Alþýðuflokks- ins og Sjálfslæðisflokltsins er með öðrum hætti. Þar er unnið saman af heilindum. Flokkarnir hafa komið sér saman um framgang ákveð- inna mála, umbótamála á sviði félagsmálalöggjafar og atvinnulífsins og þessuin málmn koma þeir fram. Á meðan eru deilumál flokk- anna lögð til hliðar og flokkarnir sitja ekki á svik- ráðum hvor við annan eins og Framsókn teldi eðlilegt. Slík vinnubrögð sem þessi á Framsókn eftir að læra, en á mcðan liún á þau ólærð á hún ekkcrt erindi í ríkis- stjórn landsins. í SÍÐASTA f -' ’ éfi sjávar- afurðadeilðar F.iS fá vörubíl- stjórar í Reyk ' ftirfarandi kveðju frá Savn1- ’inu: 'v' í seinasta 'fi gerðum við góðlátlegt grí ð þeim ís- lenzka sið, að bauna vörubíl- stjórum að vinna við hleðslu og afhleðslu bíla sinna. Á þeim tíma sem síðan hefur liðíð höf- um við lært, að íslenzkir vöru- bílstjórar gela verið mjög fús- ir til að vinna, þótt ekki sé það við hleðslu eða afhleðslu. Svo bar við í febrúar sl„ að norskt flutningaskip kom til Reykja- víkur með nokkurt magn af frystum kolkrabba, sem Sjáv- arafuröadeild hafði útvegað nokkrum frystihúsum til beitu. Annars er aðal verkefni Sjávar afurðadeildar útflutningur, en ekki innflutningur og því fór sem fór. Starfsmenn deildar- innar þckktu ekki hina flóknu og þrauthugsuðu samninga inn- flutningsfyrirtækjanna við vörubílstjórana íslenzku. Hin- um ýmsu frystihúsum var sagt að senda bílana sína til Reykja víkur á ákveðnum degi, og skyldu þeir taka kolkrabbanu með sér til baka. Að morgni dags voru síðan stór og glæsi— leg ökutæki mætt við skips- hlið til að flytja beituna norsku til ákvörðunarstaðar. Þróttar- menn, sem höfðu lítið að gera þann daginn, komust fljótt að raun um að hér var verið að sniðganga þá. Fulltrúi þeirra kom á staðinn og tilkynnti að uppskipunarvinna yrði stöðvuð, nema þeir Þróttarmenn fengju aö aka á sínum bílum öðru hverju hlassi úr skipinu. Um þetta höfðu þeir samning, en ekki varö auðvelt að átta sig á því, eftir samningnum, livort bílarnir utan af landsbyggðinni áttu að fara með Vz hlass hver á sinn stað, og þá Þróttarbíll með hinn lielminginn, eða hvort að annar hvor bíll átti að fara tómur heim og Þróttarbíll fylgja á eftir með hlassið. Mála- Iok urðu þau, eftir að Þróttur hafði hótað vinnustöðvun við skipið, að rúmlega helmingur kolkrabbans var settur á Þrótt- arbíla við skipshlið, og ekið í úthverfi bæjarins, þar sem farminum var umhlaðið á utan bæjarbilana. Hver segir, að ís- lenzkir vörubílstjórar vilji ekki vinna? 'v' Undanfarið hafa foringjar SÍS og Framsóknar látizt vera kjörnir vinir verkalýðsfélag- anna. Hins vegar þekkja verka- lvðsfélögin mun betur þá hlið SÍS, sem fram kemur í þeirra garð í umræddu fréttabréfi. Verkalýðsfélögin hafa þá sögu að segja af SÍS frá undanförn- um árum, að ekki sé vem að semja við neinn atvinnurek- anda um kaup og kjör en SÍS. Það var ekki fyrr en Eysteinn þurfti að reyna að veiða ein- hver atkvæði frá kommunum, að SÍS breytti afstöðu sinni til verkalýðsfélaganna — um stund ‘arsakir. En umrætt frétíabréf sýnir það, að undir niðri er af- staðan til verkalýðsfélaganna hin sama og áður. SÍS með all- au sinn atvinnurekstur í Rcykja vík þekkir ekki samninga Vöru- bílstjórafélagsins Þróttar og gerir grín að því, að það verka- lýðsfélag ætlist til þess að samningar séu haldnir. ftMWWMMMMMWMWMMWMMWMMWWMMtWWWMMMW IMWWMtMWWWMWWWWMWWWMMWVWWMWtMVjiWW “ Hverfis- stjórcrfundir Hverfisstjórar Miðbæjar- og Austurbæjarbarnaskóla! Mætið á hverfisstjórafundi kl. 8.30, fimmtudagskvöld á skrifstofu flokksins og hverf- isstjórar Breiðagerðis- og Langholtsskóla á föstudags- ; kvöld kl. 8.30 á skrifstofu flokksins. FRAMSÓKNARFLOKKURINN hefur alltaf talið sig gegna lilut- verki milliflokksins í íslenzkum stjórnmálum. Hann er hættur því. -Nú sc-gir hann, að hann sc lengst til vinstri, í raun og veru róttæk ari ■ en allir, sem kalla sig vinstri menn. En hver er reynzlan? Hún segir allt annað. Hún sannar manni það, að í fjölmörgum veigámiklum atr iðum er Framsókarflokkurinn aft- urhaldssamur íhaldsflokkur, sem ekki vill umbætur og ekki breyt- ingar — og þó öllu fremur, ef liann telur málefni geta orðið íil umbóta É kjörum þeirra, sem heima eiga í Reykjavík og óðr- um kaupstöðum, þá spyrnir harm snögglega við fótum. En þetta er þó ekki aðalatriðiö í stjórnmálum líðandi stundar, hvað viðlcemur Framsóknarílokkn- um. Flokksforystan hefur Iivað cft ir annað sannað, að hún hefur mjög slævða ábyrgðariilfínningu. Það hefur kornið berlega fram á sfðaslra kfiörjfmabfli. Flokkurinrii hefur hvatt til þess að auka kröfu pólitíkina til þess /ns .oð koma i veg fyrir að ríkisstjórninni takist að stemma stigu við vaxandi verð bólgu. Um þetta þarf ekki að deila. Og aðferðina þekkja menn frá tímum vinstr! stjórnarinnar. Þe:ta hefur orðið þjóðinni dýrkeypt og verður enn dýrkeyptara hver svo sem fer með stjórn í landinu og liver svo sem beitir slíkum áróðri. Þjóðin ætlast til þess í heiid, hverjum scm mcnn greiða atkvæoi á kjördegi, að þegar valið hefur verið og alþingi hefur verið skip- að, þá séu helztu deilumálin lögS á hilluna og hafið sé sameig n- legt samstarf fyrir þjóðarlieildina. Þarna hefur komíð í ljós geigvæn- legur misbrestur á íslenzkum stjórnmálum. Ilatrið á milli tveggja stærstu flokkanna er svo magnað, að þeir tn/a ekki sari^sr^shæfir. Sjálf- stæðisflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn eru ekki samstarfshæf ir vegna haturs. Það liefur sío- 'tf.a kjö’ Vp abil sarfnað. Fram- sóknarflokkurinn hcfur sýnt þart, að hann er ekki hæfur til sam- starfs við neinn annan flokk. Nú stefnir Framsóknarflokkurinn að því öllum árum, að komast í rík isstjórnina. Hann sér, að eini möguleikinn til þess er sá, að minnka hlut Alþýðuflokksins. — Ilonum er það Ijóst, að ef honum tekst að fá tvo kosna — og fella þar með Eggert Þorsteinsson, þá Framhald á 3. síðu. til aiþýðufickksmanna ©g annarra stuðningsmanna A-listans. Fjölmargir kjósendur Alþýðuflokksins dveljast nú erlendis ací venju. Þeir stuðningsmenn flokksins, er kynnu að þekkja einhverja þeirra, eru eindregið beðnir að skrifa þeim hið fyrsta og hvetja þá til að kjósa. A-LISTINN er listi Alþýðuflokksins í öllum kjördæmuni. Utankjörstaðakosning erlendis fer fram hjá ræðismönnum og sendiróðum á eftirtöldum stöðum: Bandaríkin: Washington, Chicago, Grand Forks, North * Dakota, Minneapolis, Minnesota, New York, Portland, Oregon, Seattle, Wash. Kanada: Toronto, Ontario, Vancouver, British Colúmbia, Winnipegjj1 Manitoba. Noregur: Oslq. Svíþjóð: Stokjíhólmur. Sovétríkin: Moskva. Sambandslýðveldið Þýzkaland: Bonn, Liibeck. Bretland: London, Edinburg-Leith, Grimsby. : Danmörk: Kaupmannahöfn. Frakkland: París. I Ítalía: Genova. issij ALÞÝÐUBLAÐiÐ — 16. maí 1963

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.