Alþýðublaðið - 16.05.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.05.1963, Blaðsíða 7
LESTAR FOR- ELDRA SINNA VIÐ LANDAMÆRIAUSÍUR- OG VESTUR- BERLÍNAR UNG, ísraelsk stúlka á við all- óvenjulegt vandamál að stríða. Hún hefur ekki minnstu hugmynd um, hvaðan hún er og hverjir eru foreldrar hennar og ættingjar Jafnvel í ísrael, þar sem svo mikill fjöldi einstæðinga og heimilisleysii\gja þyrptist saman eftir síðari heimsstyrjöldina, er saga þessarar ungu stúlku næst- um algjört einsdæmi. Stúlka þessi heitir Zehava Reiss og er aðeins tvítug að aldri. Bæði blöðin í ísrael ög almenn- ingur í landinu hafa komið Ze- hövu til aðstoðar í leit hennar að uppruna sínum, en samt hefur lít- ið sem ekkert áunnizt. Allt og sumt, sem tekizt hefur að upp- lýsa, er það, að Zehava Reiss kom til ísrael frá Evrópu . árið 1943 í hópi af gyðingabömum. Strax eftir komuna til ísraels, var hún svo ættleidd af hjónum nokkrum i Beith Yitzhak í Shar- ondalnum. Hið eina, sem Zehava sjálf á i fórum sínum og minnir á liðna daga, er gömul og lúð mynd. — Myndin gefur þó í sjálfu sér ekki miklar upplýsingar, því að hún er af ofur venjulegu litlu barni. Barnið brosir framan í Ijósmyndarann og virðist hraust og ánægt með tilveruna. Þegar blöðin gerðu Zehövu BRÚÐKAUP Alexöndru prinsessu var mjög umtalað í Bretlandi og vakti almenna athygli. Til marks um, hve almenningur lét sig þenn- an atburð miklu skipta, má geta þess, að miðar að sætum á áhorf- endapöllum í nágrenni Westmin- ster Abbey, þar sem hjónavígslan fór fram, seldust á 2500 til 3000 ísl. króna. Reiss að umræðuefni, byrjaði sím- inn að hringja án afláts á heim- ili hennar í Beith Yitzhak, Hinir og þessir vildu forvitnast um hagi hennar. Einn taldi hana vera syst- ur sína. Annar dóttur sína. Samt kom í ljós við nánari eftirgrennsi- anir, að allir höfðu þessir aðilar aðrar manneskjur í huga en Zehövu Reiss. Það var ekki fyrr en kona að nafni Ela Slotzky leit í mynda- albúm sitt á heimili sínu í Tel Aviv, að hún taldi sig kenna þar Zehövu litlu Reiss. Ela þessi hafði starfað í Þýzkalandi í lok styrj- aldarinnar. Hafði hún þá meðal annars tekið í sína forsjá hóp gyðingabarna frá Póllandi. Með- al þessara barna var Zehava litla Reiss. Átti Ela Slotzky hlut að því að koma þessum pólsku gyð- ingabörnum, þ. á. m. Zehövu, til ísraels árið 1948. Ela Slotzky skýrir frá því, að hún hafi fyrst rekizt á Zehövu ásamt öðrum pólskum börnum á sjúkrahúsi einu í Ulm árið 1946. Ela annaðist börnin síðan allt til ársins 1948, er þau voru flutt úr landi til ísraels. Ela kvaðst hafa vissu fyrir því, að Zehava væri fædd 6. maí 1943. Ekki gat Ela gefið neinar upp- lýsingar um foreldra og ættingja Zehövu Reiss. Það hefur enginn getað hingað til. Yfirleitt er ekk- ert sem varpað getur ljósi á ætt- erni Zehövu og þrjú fyrstu árin í lífi hennar. Ennþá hringir síminn á heim- ili Zehövu Reiss. Ennþá koma þangað menn og konur í leit að horfnum ástvini, sem hvarf þeim sjónum árið 1945. Samt hefur engum enn sem komið er tekizt að ráða gátu Zehövu. Kannski verður uppruní hennar aldrei upplýstur. Flmmtudagur 16. maí. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónl. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónl. — 10.10 Veðurfr.). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „Á frívaktinni“; sjómannaþáttur (Sigríður Hagalin). 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar. — 16.30 Veður- fregnir. — Tónleikar. — 17.00 fréttir. 18.30 Danshljómsveitir leika. — 18.50 Tilkynnningar. 19.20 Veðurfregnir. — 19.30 Fréttir. 20.00 Erindi: Iíarþagó, — borgin sem hvarf (Jón R. Hjálmarsson skólastjóri). 20.25 Organleikur frá Kristskirkju í Landakoti 17. f. m..: Anton Hiller prófessor frá Vínarborg leikur. 20.45 Raddir skálda: Ásta Sigurðardóttir les smásögu og Einar Bragi ljóðaþýðingar. 21.30 Tónleikar: Fílharmoníusveit franska útvarpsins leikur tvö verk; Antal Dorati stjórnar. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Svarta skýið“ eftir Fred Hoyle; XXI. (Örnólfur Thorlacius). 22.30 Harmonikuþáttur (Reynir Jónasson). — 23. Dagskrárlok. LONG BIÐ Þessi mynd er frá Ianda- mærum Austur- og Vestur- Berlínar og sýnir langa bíla- lest, sem hyggst bregða sér yfir £ Austur-Berlín. Er hér ýmist um að ræða forvitna ferðalanga eða fólk sem ætlar sér að heimsækj.i vini og kunningja austur þar. Ekki virðast verðirnlr að aust an of fljótir á sér að hleypa ferðalöngunum inn i eystri borgarhlutann af myndlnnl að dæma. Maður nokkur í Suður-Rhodesíu var orðinn dauðleiður á að heyra sífellt hunda nágranna síns gelta og spangóla jafnt daga sem nætur (Þess má geta að nábúinn átti 16 hunda). Gelt og spangól hundanna tók þó snöggan enda, þegar maðurinn tók bljóðin, sem þeir gáfu frá sér upp á segulband og spilaði svo af segulbandinu og beindi hátölurum yfir að húsi granna síns. Hinn fullkomni glæpur W.C. á rauðu Malayar hafa bannað sýningar á kvikmyndinni „Tuttugastá og fjórða hæð svarar ekki”, en hún lýsir baráttu ísraelsmanna gegn Aröbum. Til skýringar á þessu segja Malayar, að kvikmyndin sé ekki boðleg Múhameðstrúarmönn- um. Verður fróðlegt að sjá þessa nafntoguðu mynd, ef hún á eftir að berast hingað til íslands. HINN fullkomni glæpur, sem tal- að er um £ flestum reyfurum og hvergi heppnast, á sér stað á degi hverjum í Indlandi. Allt og sumt, sem til hans þarf, er dauð slanga, en sem kunnugt er þrífast slöngur allvel þar í landi, og sennilega frem ur fljótgert að verða sér úti um slík kvikindi, Iífs sem liðin. Það var dr. Yengar, forstöðumaður vís indastofnunarinnar í Kalkutta, scm skýrði frá því nýlega, að indvcrsk- ir morðingjar fái mjög oft dulið hryðjuverk sín með því að koma fyrir dauðri slöngu einhvers stað- ar í grennd við fórnarlömb sín og fái menn þannig til að álíta, að slangan standi í sambandi við hinn látna, þó að svo sé í raun réttri alls ekki. — Jafnvel þó að fjöldi manns látist raunverulega fyrir tilvcrkn- að eiturslangna, þá tel ég mér al- veg óhætt að fullyrða, að mikill fjöldi morðingja og það flciri en mann grunar, búa þannig um linút ana með því að láta dauða slöngu víð lík hinna myrtu, að fáa grunar að ekki sé slöngubiti um að kenna, sagði dr. Yengar. Á þennan háti- hafa margir afbrotamenn forðá'ð sér undan réttlátri refsingu. — Þess má geta að um 100 manns deyja dag hvern í Indlandi af vötdT um slöngubits, sagði dr. Yengar sð lokura. Hvatti hann til aukinnar aðgæzlu um það, hvort raunveri* lega væri um dauða af völdunk slöngubits að ræða, eða slungnir glæpamenn byggju aðeins þannig um hnútana, að svo liti út, senfc slöngur hefðu verið að verki. § VIÐ uppgröft í ævafornum manna bústöðum i þorpinu Gagarino (Tak ið eftir nafni þorpsins!) í Lipetsk- hérði í Sovétríkjunum fann kunn- ur fornleifafræðingur frá Lenin- grad, Tarasov að nafni, litla mynd úr mammút-tönn. — Myndin sýnir mann frá eldri steinöld og er gerð af hagleik miklum. Henni hefur lít ið orðið meint af geymslunni, þó að hún muni vera um tuttugu þús- und ára gömul. -SMÆIKI- Prófessorinn: Segið mér eitt- hvaS um John Milton. Stúdentinn: Já, hann giftist og orti þá Paradísarmissi. Svo dó kon an hans og þá skrifaði hann Paradis arheimt. _ , ★ Fruin (við barn, sem stendur kjökrandi á götunni): Ég muridi ekki gráta svona í þínum sporutn. Barnið: (gremjulega): Jæja, grátiu þá hinsegin. ★ Móðirin: Vertu ekki að gretta þig framan í hundinn. Barnið: Hann byrjaði. ★ — Hefur konan þín gaman af að hlusta? — Nei, henni finnst mikið skemmtilegra að tala. HIN SlÐAN ALÞÝÐyBLAÐIÐ — 16.- maí .1963 %

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.