Alþýðublaðið - 16.05.1963, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 16.05.1963, Blaðsíða 8
SIGURÐUR PÁLSSON IV. grein HVERNIG skemmtir unga fólkið sér? Öllu ungviði er eðlilegt og nauðsynlegt að skemmta sér og ég geri ráð fyrir því, að menn 6éu almennt sammála um að unga fólkið nú á dögum skemmti sér mikið. Sumum kann jafnvel að finnast sem það skemmti sér of mikið. Ég hygg, að það sé ekki vanda- mál í sjálfu sér, hve mikið unga fólkið leikur sér. Hins vegar er næsta eðlilegt að spurt sé: Skemmtir unga fólkið sér vel? Ég á við: Eru skemmtanir þess hollar og gagnlegar? Skilja þær eftir eitthvað gott í sálinni, hjá þeim sem njóta þeirra? Gera þær unga fólkið að betri mönnum eða stefna þær að hinu gagnstæða? Það hefur margt verið sKrifað um þessi mál að undanförnu, en þó hygg ég að ekki sé úr vegi að staldra ögn við og leiða þau augun. Þótt segja megi að unga fólkið skemmti sér mikið, verð.ur á hinn bóginn ekki komizt framhjá þeirri staðreynd, að skemmtanir þess, eins og raunar skemmtanir hinna eldri, eru furðu fábreyttar. Þegar dansinn er frá talinn verður ekki annað sagt en að ekki sé um auð- ugan garð að gresja hvað þetta snertir. Það skal tekið fram, að ég ræði hér einkum þær skemmtanir er menn skapa sér að einhverju leyti sjálfir, ræði t.d. ekki kvikmynda- sýningar, þar sem menn eru ó- |virkir njótendur og bera enga á- byrgð á því, hvernig til tekst með skemrntunina, enda hefur sá liður skemmtanalífsins nýlega verið á dagskrá í Alþýðublaðinu og víðar og skal engu þar við bætt. Dansinn er sú skemmtun, er unga fólkið unir mest við. Fróðir menn telja dansinn holla skemmtun og jafnvel sálubætandí og sjálfsagt er það rétt, sé hann troðinn af fullri siðsemi og virð- lingu fyrir sjálfum sér, en á það jviU oft mikið skorta. i Þarf ekki annað en að nefna það ástand, sem oft ríkir á dans- leikjum til sveita, þar sem margt i ungt fólk hópast saman, einkum á skemmtistöðum í nánd við þétt- býli, til þess að gera ljóst hvað við er átt. Eru þær samkomur þegar al- ræmdar og þarf ekki að lýsa þeim hér. Hitt má vera hverjum manni ljóst að þær stuðla lítt að manna- bótum og er þó vægt til orða tekið. I Það virðist reynsla, að því lengra sem unglingarnir fara frá heimil- um sínum til skemmtana, því hætt ara sé þeim við að sleppa fram af sér beizlinu. Hefur þetta vanda- mál verið öðru hverju til umræðu en ekki fundizt á því lausn. Að hinu leytinu hefur félagsstarfi unga fólksins hrakað og liggja til þess ýmsar orsakir Ungmennafélögin eru nú ekki orðin nema svipur hjá sjón víðast hvar, enda er nú svo komið, að á stöðum þar sem unga fólkið fyrir 2-3 áratugum hélt góðar og upp- byggilegar skemmíanir með ræö- um, söng og gamanmálum, er nú ekki reynt að bjóða upp á annað en dans — bara dans og ekkert annað. Sem sagt: Eftirrétturinn er orðinn að aðalmáli skemmtana- lífsins. Menn hafa spurt sjálfa sig hvern ig á þessu standi og komizt að ýmsum niðurstöðum. ; Oft fella menn þann dóm.að ' unga fólkið í dag sé svona sinnu- lítið og að miklum mun óduglegra en unga fólkið f.4 rir ncöíkrum áratugurr^ forystumenn ungmenna 1 félaganna ónýtari að starfi en áður var og þar fram eftir götunum. En slíkir dómar eru vanhugsaðir og þar af leiðandi ekki réttir. Hinar erfiðu samgöngur fyrir nokkrum áratugum gerðu það ekki aðeins æskilegt heldur nauðsyn- legt að unga fólkið í hverju byggð arlagi skapaði sér sínar skemmt- j anir sjálft — ella hafði það engar. j Nú bjóðast hins vegar víða skemmtanir og það er ^uðvelt að komast á þær. Unga fólkið lagar sig einfaldlega eftir hiniun nýju aðstæðum. j Vjð lifum á öld hraðans. Allir þurfa að flýta sér. Menn vilja líka vera fljótir að skemmta sér. Til sveita horfir þetta þannig við, að ,ungá fólkið kýs heldur að skreppa á ball í næstu sveit en baksa við að æfa söng eða leikþátt til að skemmta með heima í sínu byggð- arlagi. í þéttbýlinu hefur unga fólk ið alizt upp við þær aðstæður að hafa notið skemmtana án þess að þurfa að hafa áhygjur af að skapa þær sjálft og gerir það öllu fé- lagslegu starfi óhægt um .vik. Forystumenn ungmennafélag- anna eru ekki óduglegri en áður var en þeir eru börn síns tíma eins og ungir menn hafa alltaf veiið. Þjóðfélagið hefur breytzt. Menn eru bundnari ákveðnum störfum en áður var. Menn gera miklar kröf ur til lífsins og menn leggja mikið á sig til að uppfylla þær. Þar af leiðandi mega menn minni tíma eyða í ýmis konar ólaunuð fé- lagsstörf en áður var. Ég sá hér á dögunum í blaðaviðtali athyglis- verða ályktun hafða eftir manni hér austan lands. Hann sagði um sitt byggðarlag: ,,Sú hefur ætíð orðið raunin hér, að blómlegt félagslíf og lítii at- vinna hafi haldizt í hendur og öfugt. Hér er kjarni málsins dreginn fram í dagsljósið og skýra þessi orð sig fullkomlega sjálf. Eru þá félagsstörf æskufólks í þessu landi dauðadæmd? Vonandi ekki og ég vil segja; alls ekki, ef vel verður að unnið. Hins vegar þarf að finna þessu starfi nýtt form og hefur það raun ar þegar verið reynt og eftir því sem ég bezt veit, með all góðum árangri. Nefni ég þar til ntarfsemi Æsku- lýðsráðs Reykjavíkur, sem hefv.r beitt sér fyrir tómstunda- og skejnmtitetarfi meðal æskufó-lks. Hór er um merka starfsemi að; ræða, sem alls góðs er makleg. A.m.k einhverjir hinna stærri kaupstaða hafa tekið upp svip- aða starfsemi en þá hefur hún náð of lítilli útbreiðslu um landið i Þessi hreyfing þarf að ná um > aUt land, bæði til sveita og sjávar þorpa. Sú skoðun, sem ýmsir virð ast hafa, að æskulýðsvandamál 1 séu ekki til nema í hinum stærri kaupstöðum er á misskilningi byggð eða vanþekkingu. Hin smærri býggðalög eiga ait- ur á móti örðugra en hin stærri, með að koma góðri æskulýðsstarf- semi á fót. Þess vegna verður að hjálpa þeim til þess. Það er tillaga mín að hver sýsla ráði til sín einn mann er hafi það starf með höndum, að ferðast um og skipuleggja æskulýðsstörf á sínu svæði, bæði tómstunda-, i-. þrótta- og skemmti störf. Hinir stærri kaupstaðir ættu að vera sjálfum sér nægir í þessu efni. Víðast hvar út um land er komið upp sómasamlegt húsnæði til slíkra starfa. Nefni ég þar til hin nýju og glæsilegu félagsheimila en í þeim flestum fer fram harla fábreytt skemmtistarf, danslelk- ir, kvikmyndasýningar og þar með upp talið. Þessi hús þarf -að nota miklu meira og á miklu víðtækari *, iitÉIÍ Drátliar^kip er á mynd- inni sem hér fylgir, að drnga efsta hluta af vita í gegnum Kielskurðinn. Það á að koma honum út í Norðursjó og setja hann þar upp í kerfi af radai'vit>:m, sem hafa því hlutverk að gcgna að gera skípum kleift, jafnvel í mikl um þokum, að komast örugg lega og tafarlaust til hafnar í Bremen. Vitahausinn, sem sést á myndinni, er 380 tonn að þyngd, og í honum eru salir fyrir vinnustofur, íbúðir starfs manna og svo þar að auki ljósaútbúnaðurinn með öllu, sem honum fylgir. Gamla bíó: Einskonar ást. Mjög vel leikin og gerð af hófsemi og skynsemi. A kvikmyndahátíðinni í Berlín á síðasta ári var það ensk mynd — A kind of loving — sem æðstu verðlaun hlaut. Sú mynd er komin í Gamla bíó undir nafninu: Eins- konar ás't. Þessi verðlaunaða mynd lætur ótrúlega lítið yfir sér. Hún er i ekki byggð upp af neinum glæsi- j leika né þeirri fjöltækni, að hún > þeirra hluta vegna sé verölauna makleg. að eigin íbúð og byrja sjálfstætt iíí. Ég sagði að sagan væri einföH. Það sem gerir myndina góða, er það hvernig un.iið er úr sögunni. Því meira sem ég hugsa um þá úrvinnslu, því vissari er ég nm að myndin hefur átt verðlaun skil ið. Ungur maður, Alan Bates, jer með aðalkarlhlutverkið. Ef hanr. telst ekki eiga VQrðlaun skilið fyrii leik sinn, vil ég engum leikara dæma verðlaun. Það sem fyrst og fremst vekur athygli í sambandi við myndina er, hversu vel hefur tekizt að segja ó sköp venjulega! sögu. Hversu hand rit myndarinnar er gott, andrúms loft myndarinnar er sannfæran ii og leikur unga fólksins, sem mest mæðir á, er raunsær og heih.ar.öi einlægur á stundum. Sagan er einföld. Unglingar kynnast, kunningsskapurinn verðtir of fljótt of náinn. Stúlkan verður barnshafandi. Pilturinn kvænist henni. Þau búa hjá tengdamörnmu, sem er einráð og stríðlynd. Sambúð in fer út um þúfur og að lokum manna þau sig upp í að leitj sér PEIUR GAUTUR A FOSTUDAGSKVOLD verður síöasta sýninghi á Pétri Gant I Þjáðleikhúsinu. Þessi sýuing verður á vegum Félags ísl. Ieík- ara og rennur allur ágóði af sýningunni í styrktarsjóði félags ins. Það' hefur verið ven.ia und- anfar'n ár aS haía eina sýn- ingu, þar sem ágóðinn rennur í styrktar- og sjúkrasjóði F. 1. L. og hafa þessar sý íingar jafn an verið vel sóttar. Pct.ur Gaut ur hefur nú verið syndur 41 g 16. maí 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.