Alþýðublaðið - 08.06.1963, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.06.1963, Blaðsíða 2
 im> ttnstlðrir: G<Jll J. Astþórssor (áb' o» Benedikt Gröndal.—AOstoOarritstjórt ajörgvia GuCmuutl.'SPD - Fréttastjórl: Sigvaldl Hjálmarsson. - Simar: M 909 — 14 301 — 14 903. Auglýslngasími: 14 906 — Aösetur: AlþýöuhúsiO. - S'ren’smiffja AiþýðublaOsjns, Hverfisgötu 8-10 — Askriftargjaid kr. 65.00 é EJínuBa. i laiaaaulu kz. 4 00 eint. Otgefandi: Alþýðuflokkurins Eggert eðo eysteinskan FRAMSÓKNAHMENN berjast af óprúttnu of-- urkappi fyrir því að fella annan mann A-listans í Reykjavík, Eggert G. Þorsteinsson, við kosningarn ar á morgun. Þá myndi að þeirra dómi mikill sigur unninn. Þar með væri eysteinskan aftur komin til valda og áhrifa á íslandi. Eysteinskuna þekkja allir. Henni þarf þess vegna ekki að lýsa fyrir Reykvíkingum. En höfuð- staðarbúum er sannarlega hollt að íhuga, hvaða hætta rnuni hér á ferðum. Þeir geta forðað henni með því að slá skjaldborg um Alþýðuflokkinn á sunnudag. Á mánudag væri um seinan að ætla að bæta úr vanrækslu í þessu efni. I Alþýðublaðinu er Ijóst, að orrustan í Reykja- vík verður hörð og tvísýn. Úrslit síð- uistu borgarstjórnarkosninga leiddu í Ijós, að I allt of margir Reykvíkingar sætta sig við eysteinskuna eða vilja kalla hana yfir sig og samtíð sína. Þess vegna heitir Alþýðublaðið á alla frjálslynda kjósendur í höfuðstaðnum að átta sig á því, hvað Framsóknarflokkurinn ætl ast fyrir annars vegar og hvað ASþýðuflokkur- | ann hefur fram að færa hins vegar. Reykvíking ar eiga um að velja málefni Alþýðuflokksins i og eysteinskuna. Um það stendur baráttan. Á úrslitum hennar veltur, hvaða stjórnarfar ís- lendingar eiga við að búa minnsta kosti næsta 1 kjörtímabil. Reykvikingar skyldu muna, að Eysteinn Jóns- ' son er raunverulega í framboði í höfuðstaðnum. 1 Sérhvert atkivæði, sem Framsóknarflokloium verð ur greitt í kjörklefum Reykjavíkur, reynist trausts : yfirlýsing við eysteinskuna. Sigri'Framsóknarflokk I urinn Alþýðuflokkinn í Reykjavík, þá er eysteinsk- ! an komin til sögunnar aftur — og sennilega í sálu- i félagi við kommúnista. Vilja Reykvíkingar það fremur en málefni og i úrræði Alþýðuflokksins? Þeirri spurningu verð- i ur svarað í kosningunum á morgun. Og það svar skiptir miklu máli fyrir land og þjóð. RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 1 Sími 24204 ^«fH^BJÖRNSSON * CO. p.o. BOX 1384 - REYtOAVlK Glæsilegur — Mjúkur — Hentugur — EndingargóSur GANTEX TÍZKUHANZKINN Veitið viðskiptavinum yðar góða þjónustu með því að bjóða þeim eingöngu rúmenska GANTEX lianzka. Við framleiðum þá bæði úr lambskinni (nappa, glasé og sútuðu) og úr svínaskinni. GANTEX RÚMENSK FRAMLEIÐSLA ÓFÓÐRAÐIR ULLARFÓÐRAÐIR SKINNFÓÐRAÐIR Útflytjendur: roman^xport 4 Piata Rosetti —■ Bucharest, Rumcnia Símnefui: RORIANOEXPORT — Bucliarest SJÓMAÐUR sendir mér eftir- farandi bréf og það er gott að gefa honum orðið í dag: ÞEGAR ég les hlöoin nú fyrlr kosningarnar, verð ég aS segja, að ég stend oft undrandi og orð- laus, er ég les blöð stjórnarand- stæðinga, og það eina sem mér kemur í hug er hin gamla grín- sögn „er þetta hægt, Matthías?” Er það liugsanlegt að það sé hægt að bjóða heilbrigðri hugsun slík- an málflutning í von um ávinning? Ef svo er, þá mun hverjum ein- um reynast örðugt að leiða þessa þjóð til manndóms og þroska. Mér finnst sem sagt að flestu sé snú- ið öfugt og afskræmt, og nær það jafnt til hinna beztu mála, sem þessari stjórn hefur tekizt að leysa farsællega, og hinna, sem betur hefðu mátt takazt. NÚ ÆTLA ÉG EKKI að halda því fram að allt hafi vel tekizt, en svo margt hefur þó verið vel gert, að ég tel hiklaust að þessi stjórn hafi bezt gert allt frá stríðslokum. Allur okkar þjóðarbúskapur var kominn í slíkt öngþveiti, og ó- fremdarástand, að mér kom aldrei í hug, að það mundi ekki kosta meiri fómir fyrir okkur öll en raun varð á, þegar loks var snúið við, og hlutirnir teknir af meiri raunsæi og minni sýndarmennsku beitt. TÖKUM T. D. GJALÐEYRIS- MÁLIN. Það var alltaf verið að skerða krónuna með öllum hugs- anlegum ráðum, en það mátti bara aldrei heita gengisfelling, því það kostaði máske nokkur atkvæðl, og afleiðingin varð sú, að þjóðin gekk með eins konar gjaldeyrissótt, ali- staðar hljómaði þetta stóra orð: Gjaldeyrir! Gjaldeyrir! Ef útlend- ur maður sást í nálægð kom gjald- eyrinn í hug manna. Ef eirvírs- rúlla, eða eitthvað þvílíkt sást á geymslustað, urðu menn máski þjófar samstundis, og jafnvel á öskuhaugum leitaði hópur manna fránum augum. Ef einhversstaðar sæist glampa á eir eða koparhlut í ruslinu, og allstaðar var sama -£■ Sjómaöur skrifar um landsmálin. Liðin ár og framtíðin. -fc Verður viðreisnin stöðvuð? >**,,uiiiii,,,,iiiiiiini,,ni,iiiuiifiiiuiii*iiH,,,ii,i,i,iHiiii,iu,,,uiiiiuu,i,,,ii,,ii,imiiiiiiiiiiii,i,iiii,,ii,iiiif,iu,,Huiia gjaldeyrissóttin að verki. Kæmi maður í erlenda höfn með íslenzk- an pening og reyndi að fá honum skipt, var höfuðið hrist með góð- látlegu hrosi, eins og manni væri vonkennt fyrir slíka fávizku, og maður sneri sneyptur bui-t. ÉG VAR EKKI melri spekingur en það, að ég hélt að þetta væri ó- læknandi. En viti menn. Það var þá ekld annar vandinn en að skrá gengið nálægt sannvirði, og hætta ailri sýndarmennsku og blekking- um af ótta um atkvæði. Þetta hafði fjármálaspekingurinn Ey- steinn á löngum starfsdegi, aldrei komið auga á. Þá er það liið marg- umtalaða landhelgismál. Um það var búið að þyrla upp slíku mold- viðri, að jafnt frá afdalakotum sem útnesjum hvaðanæfa að, hár- ust harðorðar ályktanir og fund- arsamþykktir, og liver og einn, sem þandi munninn mest, var auð- vitað mesti ættjarðarvinurinn, og við vorum 6 góðri leið með að skapa okkur andúð ýmsra vina- þjóða, með þjösnaskap og hortug- heitum. ALLT SKYLDI í SÖLURNAR LEGGJA, því að Rússinn beið á bak við tjaldið. Mér virtist að allt þetta væri komið í hið mesta ó- efni, en þá skeður það, að stjórn- inni tekst að leysa þetta vandamál friðsamlega, langt fram yfir vonir hinna bjartsýnustu. En hvernig tekur nú stjórnarandstaðan þess- um góðu og óvæntu málalokum? Hún ætlaði að ærast fyrst í stað. og Eysteinn lét blað sltt hafa það eftir sér, að við illu hefði hann búizt, en þotta væri þó ennþá verra; og nú reyndi stjórnarand- staðan að skera upp herör gegn þessum ósköpum, en sá þó fljótt að slíkt var vonlaust. Svo er eymdin mikil að enn í dag eru þessir samn ingar á dagskrá sem baráttumál. FURÐAR ÞIG NU, Hannes minn, þótt ég segi: „Er þetta hægt?” Þá var það hið svonefnda uppbótarkerfi sem gekk eins og rauður þráður í gegnum allt at- hafnalíf landsmanna. Allstaðar þurftu uppbætur að koma, til að jafna að nokkm peningagengis- vitleysuna, og með því þróaðist margskonar spilling sem of kunti er til að um þurfi að ræða. Og svo endaði þetta allt með vinstri- stjórnarsamsteypunni, sem ég var nú raunar með í að kjósa, í von rnn að eitthvað yrði gjört af því. „En það endaði nú elns og allir vita, að ekki var hægt að halda áfram, og þannig var hlaupið frá þessu öllu. og kom það í hlut Alþýðu- flokksins að bjarga því sem bjarg- að yrði. HEFUR STJÓRNARANDSTAÐ- AN nokkuð lært af þessu? Það er nú einmitt það, sem ekki virðist vera, mér skilst að liún vilji koma þessu öllu í sama horf og áður var, Og helztu ráðamenn hennar bera sig svo borginmannlega, eftir all- ar ófarirnar, að vart er hægt að verjast brosi. Og því segi ég það, að ef að þjóðin kýs yfh- sig slíka ráðsmenn aftur, sem mundu eyði- leSgja að mestu það sem unnizt liefur á liðnu kjörtímabili, þá held ég að henni sé ekki viðbjargandi”. SMURT BRAUÐ Snittur. j Pantið tímanlega Opið frá kl. 9—23,30. TÍj Sívm! 16012 n BrauSstofan t £ 8. júní 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.