Alþýðublaðið - 08.06.1963, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 08.06.1963, Blaðsíða 15
„Gerir ekkert. Haldið áfram". Enn gekk hr. Carlile ákaf- lega stirðlega að stiganum og stóð þar og horfði upp í stig- ann. „Þér segið að þernan I'afi staðið í síiganum", sagði Poirot. „Hvar, svona hér um bil?“ „Hér um bil í miðjum stig- anum“. „Og hún virtist vera hrelid?" „Já, greinilega“. „Gott og vel, nú er ég þern an“. Poirot hljóp fimlega upp stigann. „Var hún svo sem hérna?“ „Einu eða tveimur þrepum ofar“. „Stóð hún svona?“ Poirot setti sig í stellingar. „Ja — e — ekki alveg svona“. „Hvernig þá?“ „Ja, hún hélt höndunum um höfuðið“. „Ó, hún hélt um höfuðið. Það er mjög eftirtektarvert. — Svona?“ Poirot rétti upp hand- leggina og lét hendurnar hvíla á höfðinu rétt ofan við eyrun. „Já, þarna kemur það“. „Einmitt það! Og segið mér, hr. Carlile, hún hefur verið snotur stúlka — já?“ „Ég veitti því satt að segja enga athygli“. Það var ekki laust við gremju í röddinni. „Jæja, þér veittuð því ekki athygli. En þér eruð ungur mað ur. Veitir ungur maður því ekki athygli, þegar hann sér laglega stúlku?“ „Ég fullvissa yður um það, hr. Poirot, að ég get aöeiiis endurtekið, að ég veitti því ekki athygli", mælti hr. Carlile og leit ar.gistarfullu augnaráði til húsbónda síns. Sir George Carr ington rak upp sma hlálur. „Hr. Poirot virðist ákvjJínn í því að gera yður að hoims- manni, Cariile", mælti liann. Hr. Carlile leit til hans kuldalega. „Ég fyrir mitt leyti tek allt af eftir því, hvort stúlka er falleg", tilkynnti Poirot um leið og hann kom niður stigann. Það var naumast hægt að mis skilja það, hvernig hr. Carlile lét eins og hann hefði ekki heyrt þessa athugasemd, Poirot hélt áfram: „Og það var þá, sem hún sagði yður þessa sögu, að hún hefði séð vofu?“ „Já“. „Trúðuð þér sögunni?" „O, ég held varla, hr. Pci- rot“. „Ég á ekki við það, hvort þér trúið á drauga. Ég á vlð það hvort yður hafi fundi/.t, nð stúlk an hafi haldið það í raun og veru sjálf að hún hafi séð vofu?“ „Ja, um það á ég erfitt með að segja. Vissulega andaði iuin ótt og virtist vera í æsingi“. „Heyrðuð þér nokkuð eða sá- uð til húsmóður hennar?“ „Já, víst gerði ég það. Hún kom út úr herbergi sínu fram á ganginn uppi og kallaði: Leo nie!“ „Og svo?“ „Slúlkan hljóp upp til henn- Agatha Ghristie ar og ég fór aftur inn í skrif- stofuna". „Á meðan þér stóðuð hérna við stigann, hefði þá nokkur getað farið inn í skrifstofuna um dyrnar, sem þér höfðuð skil ið eftir opnar". Carlile hristi höfuðið. „Ekki án þess að fara frim hjá mér. Skrifstofudyrnar eru yzt i ganginum, eins og þér sjá- ið“. Poirot kinkáði kolli íhugúll. Hr. Carlile hélt áfram á sinn gætna og settlega hátt: „Ég verð að segja að ég er þakklátur fyrir það, að Mayfield lávarður skyldi í raun og veru sjá þjófinn fara frá glugganum. Að öðrum kosti væri aðstaða min allt annað en skemmtileg". „En sú vitleysa, kærl Carlile“, sagði Mayfield lávarður óþolin- móðlega. „Á yður getur eng- inn grunur fallið“. „Það er mjög fallegt af yður að segja þetta, Mayfield lávarð ur, en fram hjá staðreyndurn verður ekki gengið og mér dylst ékki að útlitið er slæmt fyrir mig. Og hvað sem öðru líður vona ég að leitað verði bæði í eigum mínum og á mér sjálf- um“. „Vitleysa, góði minn“, sagði Mayfield lávarður. Poirot sagði lágmæltur: . „Yður er alvara að óska þess?“ „Mér þætti það mjög miklu æskilegra". . Poirot virti hann íhugull fyr ir sér um stund og tautaði: „Ég skil“. Siðan spurði hann: „Hvar liggur herbergi frú Vanderlyn miðað við skrifstof una?“ „Það er beint fyrir ofan hana“. „Með glugga út að gangstétt iflni?“ „Já“. Poirot lcinkaði kolli, síðan ságði hann: „Nú skulum við koma inn i dagstofuna". Þegar þangað kom, gekk hann um alla stofuna. athugaði livernig gluggarnir voru lokað- ir,. leit á reikningshaldið á spila borðinu og að lolcum sneri hann sér að Mayfield lávarði og mælti: „Þetta mál er flóknara en í fljótu bragði virðist. En eitt er þó alveg víst. Hinar stolnu áætjanir hafa ekki farið út úr þéssu húsi“. Mayfield lávarður glápti á hann. „En kæri herra Poirot, mað- urinh, sem ég-sá fara frá skrif stofpnni .... “ „Þar var enginn rnaður". „En ég sá hann“. „Með allri virðingu, Mayfieid lávarður, það var ímyndun yð- ar. Skuggi af trjágrein blekkti yður. Sú staðreynd að þjófn- aður liafði verið framinn, virt ist eðlilega staðfesta það, að þetta hefði ekki verið ímyndun ýðar“. „Ég verð að segja það, hr. Poirot, að það sem ég sé með mínum eigin augum . . . “ „Þú getur reynt hvor okkar sér betur hvenær sem þú vilt, gamli vinur“, skaut sir George tnn í. . „.Með yðar leyfi, Mayfield lá- varður, lilýt ég að vera mjög ákVeðinn í þessu atriði. Fnginn fór yfir gangstéttina út á gras- ið“. Hr, Carlile, sem var mjög föl ur, mælti seinlega: „Sé því þannig varið og h.r. Poirot hefur rétt fyrir sér, hlýt ur grunutinn óhjákvæmilega ið beiii'ast að mér. Ég er sá eini, sem .hugsanlegt er að hafi fram ið þjófnaðinn". WWWWMIWMWWWIMIMMMWHIWWIimWWWWMllllMlWt SjáBfboðaliðar A-listarm í Reykjavflí vantar mikinn fjölda sjálfboðaliða á kjördag. Þeir sem vildu sinna slíkum störfum eru beðnir að gera aðvart hið fyrsta í síma 15020, 16724, 19570 eða á um- dæmisskrifstofurnar. BÍLAR. — Þeir bíleigendur, sem myndu vilja aka fyrir A-listann á kjördag, eru beðnir að gera aðvart hið fyrsta í síma 15020, 16724, 19570. •’l tWWMMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIMIIIIIIIIMMl WVWMHIHIIM Orðsending til alþýðisfSokksmanna og annarra »• sttiSniiigsnianna A-listans. Fjölmargir kjósendur Alþýðuflokksins dveljast nú erlendis aS ■venju. Þeir stuðningsmenn flokksins, er kynnu að þekkja einhverja þeirra, eru eindregið beðnir að skrifa þeim hiö fyrsta og hvetja þá til aö kjósa. A-LISTINN er listi Alþýðuflokksins í ölluni kjördæmum. Utankjörstaðakosning erlendis fer fram hjá ræðismönnum og sendiráðum á eftirtöldum stöðum: Bandaríkin: Washington; Chicago; Grand Forks, North Dakota; Minneapolis, Minnesóta; New York; Porland, Oregon; Seattle, Wash. Kanada: Toronto. Ontario, Vancouver, British Columbia, Winnípeg, Manitoba.. Noregrur: Osló. Svíþjóð: Stokkhólmur. Sovétríkin: Moskva, Sambandslýðveldið Þýikaland: Bonn, Liibeck. Bretland: London, Ed- inburg-Leith, Grimsby. Danmörk: Kaupmannahöfn. Frakklandi} 0arís. ítalia: Genova. ‘ HVERFASKRIFSTOFUR A-LISTANS í REYKJAVÍK BERGÞÓRUGATA 2, simi 14968. Opin kl. 5—10. Hverfaskrif- stofa fyrir Austurbæjarskólann. t STÓRHOLT l, sími 16610. Opin kl. 5—10. Hverfaskrifstofa fyr- ir Sjómannaskólann. í ! LAUGARÁSVEGUR 29, sími 32971. Opin kl. 5—10. Hverfa- skrifstofa fyrir Langholts- og Laugamesskóla. RÉTTARIIOLTSVEGUR 3, sími 32331. Opin kl. —10. Hverfa- skrifstofa fyrir Breiðagcrðisskóla. C ALÞÝÐUHÚSH), Hverfisgötu, simi 20249 og 20250. Opin feí. 5—10. Hverfaskrifstofa fyrir Miðbæjar- og Melaskóla. V H Allt flokksfólk er hvatt til að koma á skrifstofurnar til starfs og ráðagerða. UtankjörsiaðaatkvæSagreiSsla Kosning utan kjörstaða er hafin. Kosið er hjá hreppstjór- nm, sýslumönnum, bæjarfógetum og borgarfógetannm ,1 Reykjavík. en kjörstaður hans er í Meiaskóianum og er op- tnn kl. 10—12, 2—6 og 8—10. Kjósendum bcr að kjósfe þar sem togheimili þeirra var 1. des. 1962. j! Þeir, sem ekki geta kosið þar á kjördegi, verða að kjósa utankjörstaðakosningu fyrir þann tíma. Kjósendnr, sem staddir eru erlendis, geta kosið á skrifstofum íslenzkra sendifulltrúa. Listi Alþýðuflokksins um allt land er A-LISTL í ALÞÝÐUBLA8IÐ — 8. júní 1963 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.