Alþýðublaðið - 08.06.1963, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 08.06.1963, Blaðsíða 9
á því aS Skaftáreldur var uppi og ógnaralda móðuharSindanna skatl yfir sem frá greinir í sögu okkar. Af þessu tilefni birtast hér brot úr frásögn- ;aftáreldinum og móSuharSindunum. ss hugsaS viS þennan lestur, aS einn af þingmönnum Framsóknarflokks- randi stjórnarfari á Ísíandi viS móSuharSindi af mannavöldum. BoSskapur ran af völdum ríkisstjórnarinnar sambærileg viS þá, sem bitnaSi á fslend- 1783. Öllum hlýtur aS blöskra slíkt ofstæki og þvílík fyrirlitning á staS- baráttuaSferSir Framsóknarflokksins. Mönnunum er bersýnilega ekki sjálf- þá er dauðinn gekk hús úr húsi um gjörvallt ísland, ekki í engils líki né hins líknsama bróður svefns ins, ekki sem sláttumaður, skyldu rækinn og skjótvirkur, heldur í gervi geigvænlegrar ófreskju, sem lagðist á menn og málleysingja, læsti í þá klónum, sahg úr þeim merg og bein og blóð, lék sér að þeim, líkt og köttur að músum, missti sumra, kvaldið lífið úr öðr um og lét hvarvetna eftir sig is- kalda örvæntingu. Þessi óvættur var hungríð. Með þorra gekk ís að Norður- Iandi, og rak hann síðan fyrir Austur- og Vesturlandi. Spiiltist þá tíðarfar og gerði mikla kulda með fannalögum eins og venja er til — Vorið var kalt með afbrigð -um, svo ekki sá gróðurnal í tún- um fyrr en um fardaga, enda lá ísinn fram í maímánuð. Veturinn 1783—1784 var nálægt tveim mánuðum lengri en í meðal- lagi. Þegar um haustið áður hafði tekið að brydda á ókenmlegum sjúkdómi í skepnum, einkum i e)d sveitunum. í fyrstu lagðist hann lielzt á sauðfé, en um hátíðir tóku stórgripir einnig að sýkjast, enöa varð veikin því skæðari, sem Ieng ur leið og gerðist banvæn. Fyrstu einkenni sjúkdómsins voru fóta- veiki og magnleysi, en er frá leið, varð allur líkami skepnanna undir lagður. Bólga kom í munn, og tenn ur losnuðu, liðamót hnýtti, cn beinin visnuðu eða þá að á þau runnu æxli og bris. Fæturnir bólgn uðu og klaufir duttu sundur cða þær leysti fram af með öiiu við mikil harmkvæli. En þegar ayo var komið, lá ekki annað íyt'ir skepnunum en hnífurinn, og kcm þá oft í ljós, að innyflin vom bólg in og blóðhlaupin eða útsteypt í graftrarkýlum og ýldukenndum kaunum. Þegar leið á veturinn, svarf hungrið og krömin svo fast að öll um skepnum, að líkast var því. sem þær væru firrtar réttu ráði og rænu. Hestar litu ekki lengur v:ð jörð, víðast hvar, heidur sóttu mest í sorphauga eða rifu í sig torf- veggi, þil og stoðir í húsum. Sum ir lögðust á hræ hinna, er fallið höfðu eða átu hárið hver af öðr um. Slíkt var þó ekki öðrum hest um hent en þeim sem kallaðir voru sæmilega heilbrigðir. Hinir krok uðu í höm eða drógust áfram — dauðvona. — Á sumum þeirra fún aði skinnið á allri hryggiengjunni, / en tagl og' fax losnaði og datt af, ef í var tekið. Á öðrum stokkbólgn aði allt höfuðið, og kokið varð svo máttlaust, að þeir gátu ekki rennt niður, svo að heyið datt út úr þeim hálftuggið, þó að reynt væri að gefa þeim eitthvað. Sauðféð kom þó enn harðar niður, svo að varla var á því sá limur, að ekki hnýtti. Stór beinþorn og æxli kcmu hvar vetna á líkamann og gengu oft út í gegnum hold og skinn. Innyflin urðu morkin og meyr, en iungu, lifur og hjarta, bólgin og blá á sumu, en á öðru visin. Rifin gerð ust svo stökk, að þau fengu ekki valdið líkamsþunganum, þegar kindin lá. Runnu þá á þau hnútar og bris, sem lágu oft í beinni röð eftir endilangri síðunni. Ekki voru nautgripir öllu betur farnir, enda þótt reynt væri að hygla að þeim í lengstu lög. Þeir fengu hnefa- stóra hnúta á ganglimina eða fót- leggir klofnuðu í sundur. Bein og liðamót brigzluðust saman, en af sumum datt halinn. Allt þetta sumar og fram ; maí mánuð 1784, mátti heita að ekki fengist bein úr sjó. Þess er áður getið, að þegar a árinu 1783 hafi mcnn dáið úr harðrétti og ófeiti. En eins og nærri má geta, ágerðist manndauð inn eftir því, sem lengur leið fram á veturinn 1783—1784. — Tók nú brátt að bera á hungurso.l.um, einkanlega illkynjuðum skyrbjúg, sem hagaði sér raunar líkt og á skepnunum. Líkaminn þrútnaði, einkum höfuð og útlimir og ;unnu á hann beinæxli og bris. Liðamót stokkbólgnuðu, en sinar hnýtti, svo að sjúklingarnir gátu ekki rétt úr sér og þoldu ekki við fyrir krampa og sinateygjum. Sumir þjáðu6t af Framh. á 13. síðu VORSYNING Myndlista- félagsins í Listamanna- skálanuni hefur nú veriS opin í rúrna viku. 23 lista- menn sýna þar verk sía, málverk og höggmyndir. Aðsókn hefur verið góð og 11 myndir hafa selzt. Sýn- ingin stendur til 21. júní. Myndin sýnir Eggert Guð- mundsson, listmálara, Gylfa Þ. Gíslason mennta- málaráðherra og Eggert G. Þorsteinsson alþingísmann á sýningunni. Jónasardagar og Eysteinstíð FRAMSOKNARFLOKKURINN þótti harð- skeyttur í gamla daga undir forustu Tryggva Þórhallssonar og síðar Jónasar Jónssonar. Af- staða hans sætti löngum hörðiun deilum, og bar- áttuaðferðirnar voru sannarlega óvægiiegar. En þá hafði hann jafnan málefni til að láta kjósa um og sagði einarðlega hvað fyrir hon- um vekti eftir kosningar. Nú er þetta breytt. Framsóknarflokkurinn berst með ærnum tilburðum og vill fá völd og áhrif, en hann vantar málefni, og honum dettur ekki í hug að skýra kjósendum frá því FYRIR kosn- ingar, hvaða hlutverk hann muni velja sér EFTIR kosningar. Jónasardagarnir voru þannig ólíkt svipmeiri en Eysteinstíðin. Jónas Jónsson var miskunnarlaas baráttumað- ur, en hann fór aldrei dult með fyrirætlanir sín- ar, og hann kunni mætavel að velja sér og flokki sínum málefni. Hann var því jákvæður foringi, þrátt fyrir tillitsleysi návígisins og hörku úrslita orrustunnar. Eysteinn er aftur á móti neikvæð- ur leiðtogi. Málefni hans eru þau ein að vera á móti stefnu og úrrafðum andstæðinganna. Og hann steinþegir við þeirri mikilvægu og tíma- bæru spurningu, hvað Framsóknarflokkurinn vilji og ætlist fyrir. Tóma tunnan. JÓNAS JÓNSSON fylkti Framsóknarflokknum forðum til baráttu fyrir stórmálum eins og skipu lagi afurðasölunnar og rafvæðingu landsins, svo að nefnd séu tvö ðæmi af mörgum. Hefur Fram- sóknarflokkurinn nokkur hliðstæð málefni á stefnuskrá sinni í þessum kosningum undir for- ustu Eysteins Jónssonar? Nei og aftur nei. Bar- átta hans er neikvæð. Hann er ekki með neinu, en á móti öllu. Vissulega skortir ekkert á það, að málsvarar Framsóknarflokksins hafi hátt og berist mikið á í kosningabaráttunni, en hávaði þeirra er eins og glymjandi í tómri tunnu. Og enginn hefur minnstu hugmynd um, hvert tunn- an mnni velta eftir kosningar. Önnur samlíking á ef til vill enn betur við om Framsóknarflokkinn: Hann er eins og strandað skip, sem skýtur púðurskotum út í bláinn. Svo halda málsvarar hans því fram í ræffu og riti, að þetta sé voldugt herskip, sem eigi í heilagri styrjöld og muni bjarga landi og þjóð. Það væri víst í fyrsta skipti, sem púffur- skot kæmu slíku og þvíííku til leiðar. Þögnin mikla. EYSTEINN JÓNSSON virðist trúa því, að hann sé ölluni öðrum fremur vaxinn þeim vanda að vera landsfaðir. En hvað segir fengin reynsla um þetta? Eysteinn hefur oft og t-íðum átt þess kost að sanna stjórnsnilli sína. Því fer víðs fjarri, að hann hafi reynzt sæmilegur meðalmað ur í landsföðurhlutverkinu, hvað þá pólitískt ofurmenni. Hann stóð að baki Hermanni Jónas- syni uppgefinn og úrræðalaus á hengifíugsbrún- inni haustið 1958, sællar minningar. Og dettur nokkrum í hug, að hann sé farsælli fjallamað- ur en glímukappinn? Mestu máli skiptir þó, hverjir eiga að verða 'samverkamenn Eysteins Jónssonar, ef hann kemst í valdaaðstöðu. Ætlar hann sér þá að mynda ríkisstjórn með kommúnistum? Myndi hann fremur kjósa samstarf við Sjálfstæðis- flokkinn einu sinni enn? Þetta eru meginspurn- íngar kosningabaráttunnar. Framsóknarflokkur- inn þegir við þeim eins og steinn. Stafar þögnin af því, að fyrirætlanirnar séu svona varhugaverð ar að dómi flokksforustunnar, eða veit hún kannski ekki, hvað hún vill? Tryggvi Þórhallsson er fallinn í valinn, en Jónas Jónsson horfir enn upp á sinn gamla flokk í eins konar pólitískri útlegff. Ætli hon- vim finnist mikið til um lærisveininn og arftak- ann, Eystein Jónsson? Skyldi honum ekki stundum detta í hug, að Hermann Jónasson hafi kannski aff skömminni til verið skárri? Það er margt og furffulegt, sem getur fyrir gamla menn borið. HERJÓLFUR. víb opnun „Vorsýningar" ALÞVÐUBLPÐIÐ — 8. jWiT 1963 @

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.