Alþýðublaðið - 08.06.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.06.1963, Blaðsíða 7
HoilywoQd hin nyja: Á SÍÐUSTU árum hefur allt geng- íð á afturfótunum í Hollywood, höfuðborg kvikmyndagerðarinnar í heiminum. Aðalorsökin til þess- ara afturfara eru fyrst og fremst þær geigvænlegu og heimskulega háu fjárhæðir, sem kvikmynda- stjörnunum hafa verið greiddar fyrir þátttöku þeirra í kvikmynda gerðinni. Kvikmyndirnar hafa ekki staðið undir þeim mikla fjáraustri. Fleira hefur elnnig orðið and- hverft í Hollywood upp á síðkast- ið. Sjónvarpið hefur stórlega dreg- ið úr aðsókninni að kvikmynda húsunum, svo að eigendur þeirra hafa neyðst til að loka þeim. — Kvikmyndastjörnurnar liafa lifað dýru og svallsömu lífi, sem bæði hefur kostað heilsu þeírra, hæfi- leika og auk þess mikið fé. Já, Hollywood má muna fífil sinn fegri. Til að bæta úr þessu slæma á- standi hafa þrjú stærstu kvik- myndafélögin í Hollywood, „Me- tro-Goldwyn-Mayer”, „Columbia” og 20th-Century Fox nýlega bund- izt samtökum um að koma upp nýrri kvikmyndaborg, Malibu, um 40 kílómetra fyrir utan Hollywood. Skal Malibu taka upp þráðinn þar, sem Hollywood varð frá að hverfa og hefja merki kvikmyndalistar- innar og kvikmyndagerðarinnar að nýju. Norskur bílstjóri, sem fyrir! skömmu var leiddur fyrir rétt í Qsló, og gefið að sök, að hafa ekið gegn rauðu ljósi, bar fram einhverjar kynlegustu málsbætur,! sem um getur í réttarskjölum lög- reglunnar þar. Bílstjóri þessi af- sakaði sig nefnilega með því að honum hefði bráðlegið á að kom- ast á salerni vegna bráðrar maga- 1 kveisu og af þeirri ástæðu hefði hann ekki sinnt stöðvunarmerk- inu. Atburður þessi átti sér stað um nótt í lítilli umferð, og var það aðeins tilviljun, að lögreglan var á ferð í bíl sínum þarna skammt frá og sá manninn aka gagngert gegn rauðu ljósi. Rétt- urinn hafnaði málsbótum manns- ins algjörlega og dæmdi hann í fjársekt. MMMMWWUHMMMMUtUV Eitur mjólk ÞRÍR bandarískir vísinda- menn við háskólann £ Mary- land hafa skýrt frá þyí, aff meff nokkurra aura auka- kostnaði á hvern mjólkurlít- er megi fjarlægja þaff magn af sirontíum 90, sem jafnan er í mjólkinnL £ Strontíum 90 er sem kunn ugt er stórhættulegt og í mörgum tilfellum lífshættu- legt efni. Lítiff magn af því, eins og til dæmis í mjólk, er aff vísu ekki lífshættulegt, en er þó taliff skaðlegt fyrir heilsu manna. Vísindamennirnir þrír segja, aff ef dálitlu kalsíum- fosfati sé blahdaff í mjólkina og þaff síffan hreinsaff úr henni aftur, þá hverfi um leiff 90 prósent þess strontí- ums, sem er í mjólkinni. Á þetta jafnt viff um ógerils- neydda mjólk og geril. sneydda. Aff sögn vísinda- mannanna kostar þetta lítiff fé, effa um nokkra aura á hvern líter. MWWWMWWWWWWWW Niemöller „ratvís" HINN kunni kirkjunnar leifftogi, þýzki presturinn séra Martin Niemöller, sem nú er 71 árs aff aldri, licf- ur orffiff nokkuff sérkenni- legs heiffurs affnjótandi í heimsókn sinni til Banda- ríkjanna nú fyrir skömmu. Hann liefur nefnilega veriff tekinn í ættflokk Ponca-ind- íánanna meff hátífflegri at- höfn. Hafa Ponca-indíánarn- ir gefiff. honum virffingar- heitiff Ooduh-mah-thee-a, sem þýffir: Sá, sem er á réttri leiff. Unnustinn: Hvar er systir þín, Tommi? Tommi: Hún hljóp upp að skipta um hringa, þegar hún sá, að þú varst að koma. Húsmóðirin: Sópaðirðu á bak við hurðina? Vinnukonan: Já, frú. Ég sópa öllu á bak við hurðina. — Svo að þú hefur unnið þig upp? — Já, það má nú segja. % byrj- aði sem skóburstari og endaði sem hárskeri. Ég segi konunni minni allt, sem gerist. — Þú ert ólíkur mér. Ég segi minni konu það, sem aldrei gerist! MWMMWWWWMWMWWtMWIWWWMWWWMWVWMMW Að þessu samkomulagi standa þrír stórlaxar, Abe Schneider frá „Columbia”, Robert O’Brien frá Metro-Goldwyn-Mayer” og Dar- ryl Zanuck frá 20th-Century Fox”. Var það Robert O’Brien, sem hafði prð fyrir þeim félögum, er þeir fyrir skömmu boðuðu blaðamenn á sinn fund og skýrðu þeim frá áformum þessum. „Umráðasvæði okkar í Holly- wood er nú orðið svo dýrt, að það er heimska og fjársóun að nota það til kvikmyndagerðar, sagði O’Brien. Til að endurreisa hinn slæma fjárhag okkar munum við því selja okkar dýru lóðir í Holly- wood og flytja starfsemina aff miklu leyti til Malibu”. Málibu er eins og áður segir um 40 kílómetra frá Hollywood. Er landssvæði það, sem kvik- myndafélögin munu í fyrstu leggja undir starfsemi sína um 2500 ekr- ur lands. Kuhne, einn af fyrrver- andi forstjórum ,,20th-Céntury” átti þetta landssvæði upphaflega. Hafði hann fest kaup á því vegna þess, að þar var mjög veiðisælt vatn, sem hann hafði gaman af að dvelja við. Malibu kvað vera einkar vel fallið ’til kvikmyndatöku. Þar er hin mesta fjölbreytni í gróffurfari og landslagi. Þar má finna víð- áttumiklar sléttur, hæðir og him- ingnæfandi fjöll, skóga og eyði- merkur. Náttúrufegurð er einnig sögð mjög mikil á þessum slóff- um. Meff þessu móti telja forstjór- arnir, aff hægt verði aff minnka útgjöld kvikmyndafélaganna vegna kvikmyndagerffar um a. m. k. 10 j prósent. Einnig skapast hér ákjós- anleg samvinna á .milli kvikmynda félaganna, sem kemur í veg fyrir aff þau yfirbjóði „stjörnur” hvcrt fyrir öðru eins og löngum hefur tíðkast. Ef mál þetta nær farsæl- um lyktum, mun senn bjarma af nýjum og dáðríkum degi í kvik- myndaiffnaði Bandaríkjanna að sögn O’Brien og félaga hans. Sögur af de Gaulle ÞEGAR Jacquellne Bonvier, sem nú er Jacqueline Kennedy, for- setafrú Bandaríkjanna, var fjór- tán ára gömul, skrifaffi hún litla bók, sem hún nefndi „Ævi og at- hafnir De Gaulle". Þessi Iitla bók fjallaði þó ekki um mikilmenniff De Gaulle eins og nafn hennar bendir til, lieldur um lítinn kjölturakka, sem Jacq- ueline litlu hafffi veriff færffur að gjöf og hún hafffi tekiff miklu ást- fóstri viff. Rakkann nefndi hún þessu nafni vegna þess aff hann var af frönskum uppruna. GREGORÝ PF.CK og kona lians eru orffin leiff á HoIIywood- sælunni í bili og hafa hvatt hana um stundarsakir. Mynúin er tekin fyrir skömmu í London viff komu þeirra þangaff. Hafa þau dvalszt þar undanfarið og eytt frídögum sínunio Laugardagur 8. júní 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Tónleikar. — 8,30 Fréttír. — 8.35 Tónleikar. — 10.10 Veffurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tílkynningar). 13.00 Óskalög sjúklinga (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 14.30 Laugardagslögin .— (15.00 Fréttir). 16.30 Veðurfregnir. Fjör í kringum fóninn: Úlfar Sveinbjörnsson kynnir nýjusíil dans- og dægurlögin. 17.00 Fréttir. Æskulýðstónleikar, kynntir af dr. Hallgrími Helgasyni. 18.00 Söngvar í léttum tón. 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18.55 Tilkynningar. 19.20 Veðurfr. —- 19.30 Fréttir. 20.00 Leikrit: „Skálholt“ eftir Guðmund Kamban, í Jþýðingu Víl- hjálms S. Gíslasonar (Hljóðritun frá 1955). — Leikstjóri: Lár- ur Pálsson. Leikendur: Herdís Þorvaldsdóttir, Þorsteinn Ö. Stephensen, Róbert Arnfinnsson, Arndís Björnsdóttir, Ingí- björg Steinsdóttir, Haraldur Björnsson, Brynjólfur Jóliannes- son, Gestur Pálsson, Jón Aðils, Þóra Borg, Bryndís Péturs- dóttir, Hólmfríður Pálsdóttir, Edda Kvaran, Nína Sveinsdóttúf og Lárus Pálsson. Kynnir: Andrés Björnsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. — 24.00 Dagskrárlok. KIN SIÞAN ALÞýeUBlAÐIÐ — 8. júní 1963 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.