Alþýðublaðið - 08.06.1963, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 08.06.1963, Blaðsíða 16
I V j i J Nefnd til að rannsaka atburðina í Þjórsárdal Dómsmálaráðuneytið og Menntamálaráðuneytlð hafa á kveðið að fela nefnd þriggja manna að rannsaka atburði þá sem gerðust í Þjórsárdal um Hvítasunnuhelgina, til viðbót ar þeim lögregluskýrslum, sem þegar eru fyrir hendi og gera sem ítarlegasta skýrslu um það, sem þar átti sér stað og jafnframt aðdraganda at burðanna og orsakir, eftir því sem unnt er. Ennfremur er óskað ábendinga um hvað unnt sé að' gera af opinberri hálfu til þess að koma í veg fyrir að slíkir atburðir gerist aftur. í nefndina hafa verið skip- að'ir Sigurjón Sigurðsson lög- reglustjóri, Ólafur Jónsson for maður Barnaverndar Reykja- víkur og dr. Símon Jóh. Ágústs son sérfræðilegur ráðunautur Barnaverndarráðs. Menntamálaráðuneyti'ð MMMMHWWMmMmMWW 1 í REYKJAVÍK | < í vantar börn og unglinga. til <; ]! dreifingur í dag. Vinsamlcg- 11 J í ast hafið strax samband við J! ; > kosníngaskrifstofuna, símar j! !> 15020, 16724, 19570, 20249, j! j > 20250. !; MWftWVMMMWWMVWW Merkjasala Hringsins MERKJASÖLUDAGUR Barna- spítalasjóðs Hringsins er á morg- un, kosningadaginn. Félagið er nú senn 60 ára. Síðan Hringurinn byrjaði að safa fyrir Bamaspítal,- ann, hafa konumar í félaginu saín að um 9 milljónum króna. Bama- spítalasjóður Hringsins hefur æ- tíð notið sérstakrar velvildar al- mennings, enda er um mikið nauð- synjamál að ræða. og flðgararnir ÆGIR GERDI ATMUGANIR Enn einu sinni treysta konurnar á góðvild borgarbúa, að þeir styðji gott málefni með því að kaupa merki Bamaspítalans á kosningadaginn. , JÉ'lN af afmælisbókum Máls \ . og menningar á 25 ára af- ’ jmæli félagsins á síðast liðnu . ári var bókin Ræður og riss eítir Sverri Kristjánsson l ságnfræðing. I>ar er m. a. að , finna grein, sem lieitir „JÖMFRÚIN og FLAGAR- :■ J INN”. Er þar á gamansam- ; c an: hátt jrætt um baráttu Gils Guðmundssonar og tI' Bergs Sigurbjömssonar fyr- ir þvl að halda sér hreinum af hvers konar mökum við aðra flokka. En sagnfræðing- Urinn hefur ekki mikið álit á 1 ' Gils og Bergi’og segir stjórn ■; málastarf þeirra vera „MÁTTLAUST TUSK VH) ELÁGARANN MIKLA, VIÐ FREISTINGAR HEIMSINS". ' "■ Everrir virðist ekki hafa þann hæfileika að sjá fyrir óotðna liluti. Því að nú liafa Gils og Bergur loks fallið fyrir „FREISTINGUM HEIMSINS” og gengið í fang „FLGARANS MIKLA”. < “• ■ Þetta hefur orðið teiknara Alþýðublaðsins tilefni teikn- ingar, sem hér birtist. A 209 STÖÐUM FÖSTUDAGINN 31. maí sl. kom vs. Ægir úr mánaðarleiðangri á Græn- landshafi. Eins og áður hefur ver- ið getið, var leiðangur þessi fratat- lag íslands í víðtækum rannsókn- um á hafsvæðunum mQli íslands og' Austur-Grænlands, við V- Grænland og allt til Labrador og Nýfundnalands. Megin verkefnið var að kanna útbreiðslu, magn ,og rek á þorskeggjum og seiðum, svo og karfaseiðum. Ennfremur aðrar þær rannsóknir, sem stuðla megi að frekari þekkingu á eðli og hátt- um þessara fisktegunda, svo sem sjórannsóknir, rannsóknir á svífi o. fl. Ægir lagði af stað í leiðangtir- inn 30. apríl sl. Árangur Ieiðangursins var mjög góður og teljum við, að mjög gott yfirlit hafi fengizt af hinu rann- sakaða svæði. Gögn eru að sjálf- sögðu ekki full unnin ennþá, jen uokkra mynd má þó fá af svæð- inu strax. AHs voru gerðar athuganir á 209 stöðum í leiðangrinum. Á ÖU- um stöðum var fiskað eftir fisk- eggjum, seiðum og dýrasvifi með þar til gerðum tækjum, sjávar- hiti mældur frá yfirborði til 270 m. dý'pis, sjóndýpi mælt þegar birtu naut við (en það gefur m. a. til kynna, hvort mikið eða litið magn er fyrir hendi af þörunga- svifi). Á vissum sviðum voru auk áðumefndra athugana gerðar ýtar- legri sjórannsóknir allt niður á 2500 m. dýpi (tekin sýnishom til seltuákvörðunar, súrefni sjávar mælt og sýnishomum til þörunga- svifsathugana safnað). Á milli at- huganastöðva var asdic haft í gangi þegar veður leyfði og dýptar mælar til að fylgjast með endur- vörpum frá lífi í sjónum. Enr.frem ur sjálfritandi hitamælir. Á viss- um sviðum voru gerðar dýptar- mælingar fyrir sjókortagerð. Enn- fremur var fylgzt með ís og hvala- Framhald á 5. síðu. Engin breyting á verðíag&ákvæðum ÞJÓÐVILJINN heldur því fram I gær, að gerðar hafi verið stórar brcytingar á álagningu vara nú. Birtir blaðið í því sambandi mynd af tilkynningu úr Lögbirtingarblaðinu með á- lagningarprósentu og vörur sem undanþegnar eru verðlags- ákvæðum. Þjóðviljinn fer hér með blekkingar einar, þar eð álagning hefur ckkert verið hækuð nú a.m.k. ekki í krónutölu og engar nýjar vörur úndanþegnar verðlagsávæðum. Ástæðan fyrir því, að Lögbirtingarblaðið birtir tilkynningar nú um Iþessi mál er eingönpi sú, að gengið hefur í gildi ný tollskrá og þess vegna er endurtekin auglýsing frá því 1961 um það, hvaða vörur séu óháðar verðlagsákvæðum, þannig að kaup- menn geti áttað sig á toUskránúmerum þeirra vara, sem ekki eru háðar ákvæöum. Hins vegar verður engin breyting nú á því. En með því að tollar lækkuðu í mörgum vörutegundum og álagning hefði á þeim vörum lækkað í krónutölu að óbreyttri álagningar próscntu hefur álagningarprósenta á þeim vörum veriö liækkuð og við þaö miðað, að álagningin haldist óbreytt í krónutölu. Geta má þiess að þessi breyting var samþykkt ÁGRRININGSLAUST í íverðlagsnefnd.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.